Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 2
2 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Já, gott ef það er ekki skemmti- legra að berja Dani en aðrar þjóðir - sérstaklega ef það eru karlmenn.“ Edda Lúvísa Blöndal, þjálfari og karatemeistari, var í landsliði Íslands sem keppti við Dani í Laugar- dalshöll um helgina. Spurningdagsins Edda Lúvísa, er gaman að berja Dani? STJÓRNMÁL Ljóst er að sú ákvörðun að láta forsetaembættið ekki vita af fyrirhuguðum fundi í ríkisráði Íslands mun hafa eftirmál. Starfs- menn forsetaembættisins eru mjög undrandi á því að hafa ekki fengið upplýsingar um að halda skyldi fund í ríkisráðinu í fyrra- dag, á hundrað ára afmæli heima- stjórnarinnar. Fram hefur komið að Ólafur Davíðsson, ritari ríkisráðs, hafi ekki boðað forsetann á fundinn þar sem vitað hafi verið að hann væri staddur í fríi í útlöndum. Þetta tel- ur Ólafur Ragnar Grímsson ekki vera frambærilega skýringu. „Jafnvel á laugardag hefði ver- ið hægt að hafa samband við mig og láta mig vita að til stæði að halda fund í ríkisráðinu. Ég hefði þá komið heim með kvöldvélinni frá Bandaríkjunum og verið kom- inn á sunnudagsmorguninn. Ég tel að það sé ein af mikilvægustu embættisskyldum forsetans að sitja slíka fundi og stjórna þeim,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að fundinum hafi verið haldið leyndum fyrir sér og skrifstofu forsetaembættisins og að hægur vandi hefði verið að gera honum viðvart ef vilji hefði verið til þess. „Það er alls ekki hægt að nota það sem afsökun að forsetinn sé erlendis og því þurfi að boða til skyndifundar í ríkis- ráðinu án forsetans. Enda sjá menn að ef það ætti að fara að breyta þeirri aðferð væru menn komnir út í algjörar ógöngur í stjórnskipun lýðveldisins og það ætla ég ekki nokkrum manni að vilja,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir að í aðdraganda há- tíðarhaldanna hafi aldrei verið óskað eftir aðkomu forsetans eða embættisins að hátíðinni. Hann hafi hins vegar fengið boðskort um að vera við sjónvarpsútsend- ingu úr Þjóðmenningarhúsinu fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segist ekki telja að það hafi verið einhver hugdetta að halda skyndifund í ríkisráðinu og því hefði verið fullt tækifæri til þess að ræða við forsetann um fundinn. „Það var einfaldlega ekki gert,“ segir Ólafur Ragnar. Hann kveðst munu ræða uppá- komuna við þá aðila sem hlut eiga að máli. „Ég held að það sé óhjá- kvæmilegt og nauðsynlegt vegna þess að þetta má náttúrlega ekki verða fordæmi þannig að menn fari að beita því fyrir sig að for- setinn sé erlendis og þess vegna sé boðað til fundar í ríkisráðinu án þess að láta hann vita af því. For- setinn er oft á tíðum erlendis í margvíslegum embættiserindum. Þess vegna er ekki hægt að nota það sem stjórnskipulega ástæðu til þess að halda því leyndu fyrir forsetanum að til standi að halda fund í ríkisráðinu,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið eina þeirra leiða sem gætu orðið sauðfjárbændum til bjargar. Í pistli á heimasíðu sinni grein- ir Valgerður frá því að 30 ár séu nú síðan hún og maður hennar hófu sauðfjárbúskap. Öll þau ár hafi menn alið þá von í brjósti að hægt væri að selja lambakjöt til útlanda. „Vissulega hefur mikið verið selt en á lágu verði. Miðað við svipaða framleiðslu og innan- landsneyslu munum við ekki eiga annan kost en að selja lambakjöt áfram úr landi, þar sem útflutn- ingsskyldan er nú komin hátt í 40%. Það er svo sannarlega verk- efni til úrlausnar hvernig skyn- samlegast er að halda á þessum málum þannig að sauðfjárbændur hafi þokkalegt lifibrauð og þeir opinberu fjármunir sem varið er til greinarinnar nýtist bændum. Einn möguleikinn gæti verið að ganga í Evrópusambandið,“ segir Valgerður Sverrisdóttir á heima- síðu sinni. ■ Dýrasjúkdómar: Ráðherra skipar nefnd DÝRASJÚKDÓMAR Landbúnaðarráð- herra hefur skipað nefnd til að fara yfir gildandi lög og reglu- gerðir um varnir gegn dýrasjúk- dómum ásamt framkvæmd þeirra. Ráðuneytið segir að kom- ast þurfi eins og frekast sé unnt fyrir þá hættu sem steðjar að heilsu manna og dýra af dýrasjúk- dómum og sýktum matvælum og er nefndinni falið að gera tillögur þar að lútandi. Alvarlegir dýrasjúkdómar hafa gert vart við sig víðs vegar um heiminn á undanförnum árum, svo sem kúariða, svínapest, gin- og klaufaveiki og fuglaflensa. ■ Á SLYSSTAÐ Maður á sjötugsaldri lést í umferðarslysi. Reykjavík: Banaslys á Höfðabakka BANASLYS Maður á sjötugsaldri lést í hörðum árekstri fólksbíls og flutningabíls sem kom úr gagn- stæðri átt á Höfðabakka á móts við Árbæjarsafn á tíunda tíman- um í gærmorgun. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á slysadeild. Talið er að fólksbíllinn hafi far- ið yfir á öfugan vegarhelming en tildrög slyssins eru til rannsókn- ar. Vitni að slysinu eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Loka þurfti veginum í tvær og hálfa klukkustund eftir slysið. ■ Íslandsbanki: Eignast 5,36% í bankanum VIÐSKIPTI Félag í eigu Karls, Stein- gríms og Ingunnar Wernersbarna hefur eignast 5,36% hlut í Íslands- banka. Í Kauphöll Íslands í gær var tilkynnt um að gerðir hefðu verið framvirkir samningar um kaup á stórum hlut í félaginu. Heildareign félags systkin- anna, Milestone Import Export Ltd., er að verðmæti rúmlega fjórir milljarðar miðað við gengi bankans í gær. Karl Wernersson er stjórnar- maður í Pharmaco og eigandi lyfjaverslunarkeðjunnar Lyfja og heilsu. ■ ÚR HÉRAÐSDÓMI Sakborningur og verjandi hans ganga í sal. Ákærði neitaði sök og mótmælti upptöku- kröfu. Maður ákærður fyrir rekstur spilavítis: Neitar sök DÓMSMÁL Mál gegn manni á fer- tugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa rekið spilavíti og hafa rek- ið veðmálastarfsemi, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá er krafist upptöku á rúmlega fimm milljónum sem voru teknar við rannsókn málsins. Manninum er gefið að sök að hafa frá desember 2001 til loka sept- ember árið 2002 rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings í húsi við Suðurgötu. Meðal annars var þar spilaður póker og rúlletta. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa rekið veðmálastarfsemi þar sem hann kom öðrum til þátttöku í veðmálum. Hann hélt úti heimasíðu á Netinu þar sem hægt var að tengj- ast heimasíðu veðbankans Game- bookers Ltd. Maðurinn neitaði sak- argiftum og mótmælti upptöku- kröfu. ■ Átt þú barn sem er sænskumælandi? Sænskur barnakór hefur starfsemi Aldur barna 7-12 ára Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar eða í síma 822 3510 www.svenskaforeningen.is VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra varpar því fram að hugsanlega sé ESB-aðild möguleg lausn á vanda sauðfjárbænda. Valgerður Sverrisdóttir um vanda sauðfjárbænda: Segir ESB-aðild eina leið RÁÐNING Gengið hefur verið frá ráðningu Tómasar Más Sigurðs- sonar í starf forstjóra Fjarðaáls, sem fyrirhugar að reisa 322.000 tonna álver í Reyðarfirði. Áætl- að er að hefja framkvæmdir við byggingu álvers- ins árið 2005 og stefnt er að því að framleiðsla hefj- ist þar árið 2007. Tómas Már er 36 ára, verkfræð- ingur að mennt og gegnir nú starfi f r a m k v æ m d a - stjóra tækni- og umhverfissviðs hjá Norðuráli. Hann mun taka við starfi forstjóra Fjarðaáls þann 1. mars næstkomandi en mun starfa hjá Norðuráli fram að þeim tíma. Tómas Már hefur verið fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverf- issviðs hjá Norðuráli síðan 1997, en verkfræði- og viðhaldsdeildir fyrirtækisins heyra undir það svið auk gæðamála. Einnig hefur hann sinnt margvíslegum verk- efnum í tengslum við uppbygg- ingu fyrirtækisins. Milli áranna 1995 og 1997 starfaði Tómas Már hjá Hönnun hf., aðallega við fram- kvæmd umhverfismats og skipu- lagningu framkvæmda. Þar áður var hann verkfræðingur hjá Vegagerðinni. ■ TÓMAS MÁR SIGURÐSSON Nýráðinn forstjóri Fjarðaáls hefur unnið hjá Norður- áli í á sjöunda ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HALLDÓR BLÖNDAL Í FORSÆTI Í fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar stýrði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fundi ríkisráðs. Forsetinn segir að hann hefði komið heim til að stjórna fundinum hafi honum verið gert viðvart um hann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Haldið leyndum fyrir Ólafi Ragnari Forseti Íslands segir að hefði hann vitað af ríkisráðsfundi á sunnudag hefði hann komið heim með skömmum fyrirvara. Hann er mjög ósáttur við að hafa ekki verið boðaður á fundinn. DEMÓKRATAR KJÓSA Í kvöld fer fram prófkjör í sjö fylkjum Bandaríkjanna; Arizona, Delaware, Missouri, Nýju Mexíkó, Norður-Dakóta, Okla- homa og Suður-Karólínu. Búist er við að keppnin standi á milli Johns Kerry, Johs Edwards, Wesleys Clark og Howards Dean og að línur fari verulega að skýr- ast í kapphlaupinu um útnefningu flokksins þegar niðurstöður liggja fyrir í nótt. ■ Bandaríkin Fjarðaál ræður forstjóra: Sækir forstjóra til Norðuráls NORÐURÁL Á GRUNDARTANGA Forsvarsmenn Fjarðaáls hafa gengið frá ráðningu núverandi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs Norðuráls í stöðu forstjóra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.