Fréttablaðið - 03.02.2004, Page 8
8 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUROrðrétt
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra:
Atlantsál uppfyllir ekki kröfur
ATLANTSÁL Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, seg-
ir í pistli á heimasíðu sinni að Atl-
antsál hf. hafi hvorki fjárhagslega
burði né tæknilega getu til stór-
iðjuframkvæmda hér á landi. Hún
vísar til frétta um álversáform Atl-
antsáls og þess að gefið hafi verið í
skyn að það standi á samþykki iðn-
aðarráðuneytisins svo Atlantsál
megi halda áfram undirbúningi
þess að reisa álver við Húsavík.
Valgerður segir að síðla árs 2002
hafi vaknað efasemdir um getu
Atlantsáls til að koma að verkefn-
inu og atburðarásin í kjölfarið hafi
leitt til þess að samstarfi við Atl-
antsál var slitið.
„Ég hef metið það svo að Atl-
antsál uppfylli ekki þær kröfur
sem gera verður til þeirra fyrir-
tækja sem ráðuneytið á samstarf
við um stóriðjukosti. Að mínu
mati hefur fyrirtækið hvorki fjár-
hagslega burði né tæknilega getu
til verkefnisins og hefur sam-
starfinu því verið slitið. Forsvars-
mönnum fyrirtækisins hefur ver-
ið gerð grein fyrir þessu,“ segir
Valgerður á heimasíðu sinni.
Hún segir stjórnvöld hafa lagt
fram umtalsverða fjármuni í
rannsóknir til þess að reyna að
koma verkefninu í höfn.
„Beinn útlagður kostnaður
markaðsskrifstofu iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar hef-
ur verið um 37 milljónir króna
auk vinnu eigin starfsmanna,“
segir Valgerður. ■
Fyrirtæki vilja geyma
tölvugögn á Íslandi
Unnið er að fjármögnun byggingar svokallaðra netþjónabúa á Íslandi. Netþjónabú munu hýsa
tölvugögn bandarískra fyrirtækja og stofnana sem óttast um öryggi þeirra í heimalandinu. Búin
eru gríðarlega orkufrek og því vænlegur kostur fyrir orkufyrirtæki.
NÝSKÖPUN Íslenska fyrirtækið
EuroColo er að vinna að því í sam-
starfi við bandarísk fyrirtæki og
Orkuveitu Reykjavíkur að koma
upp svokölluðum netþjónabúum á
Íslandi. Ásgeir
Margeirsson, að-
stoðarforstjóri
Orkuveitunnar,
segir að verði net-
þjónabú að veru-
leika á Íslandi
gætu þau orðið
veruleg tekjulind
fyrir Orkuveit-
una.
Netþjónabú er
stór bygging full
af tölvum sem
geyma gögn fyrir
fyrirtæki úti í
heimi á öruggum
stað. Umræðan um hagkvæmni
þess að koma slíkum búum á lagg-
irnar hefur verið mikil eftir
hryðjuverkin 11. september. Þá
urðu fyrirtæki meðvituð um mikil-
vægi þess að tryggja sig fyrir
hugsanlegum skakkaföllum sem
þau gætu orðið fyrir í heimaland-
inu ef tölvukerfið hryndi af ein-
hverjum völdum.
Ásgeir segir að vegna gríðar-
legs verðmætis tölvugagna hafi
bandarísk fyrirtæki og stofnanir
lýst áhuga á því að geyma þau
hérlendis, þar sem þau telji Ísland
öruggan stað. Gagnaflutnings-
tækni nútímans geri fyrirtækjum
á mjög auðveldan hátt kleift að
flytja gögn um langan veg fyrir
lítinn kostnað.
Þorleifur Finnsson, fram-
kvæmdastjóri nýsköpunar og þró-
unar hjá Orkuveitunni, segir menn
vongóða um að netþjónabúin verði
að veruleika. Sem stendur sé
EuroColo að vinna að fjármögnun.
Þorleifur segist ekki geta sagt
hvenær netþjónabú rísi á Íslandi
en ef allt gangi að óskum ætti það
að geta orðið innan þriggja ára.
Ásgeir segir að það sem geri
netþjónabú að vænlegum kosti
fyrir Orkuveituna sé að þau séu
mjög orkufrek.
„Það þarf mikla raforku til að
keyra allar tölvurnar. Tölvurnar
framleiða mikinn varma og því
þurfa þær líka mikla orku til kæl-
ingar, en við getum notað kalt vatn
til þess. Eitt netþjónabú þarf
kannski um 15 megavött af afli. Til
þess að setja það í samhengi jafn-
gilda 15 megavött rúmlega 10% af
því afli sem uppsett verður í nýju
virkjuninni á Hellisheiði.“
trausti@frettabladid.is
Sveitarstjórn Húnaþings:
Vill verja
sparisjóðina
SPARISJÓÐIR Sveitarstjórn Húnaþings
vestra álítur það brýnt hagsmuna-
mál fjölda einstaklinga og stofnana
í landinu öllu að grundvelli fyrir
rekstri sparisjóðakerfisins verði
ekki raskað.
Í ályktun sveitarstjórnarinnar
segir að sparisjóðirnir hafi um
langa hríð gegnt mikilvægu hlut-
verki í atvinnulífinu víða um land
og með sjálfstæði sínu hafi þeir lagt
grunn að ýmsum framfaramálum.
Sveitarstjórnin telur mikilvægt
að sparisjóðunum verði áfram gert
kleift að starfa að því markmiði
sínu að efla velferð, búsetu og at-
vinnulíf sem víðast um land. ■
KABÚL
Ástandið í höfuðborginni er enn ótryggt.
Kúbufangarnir:
Drengirnir
komnir heim
AFGANISTAN Þrír afganskir drengir
á aldrinum 13 til 15 ára, sem
leystir voru úr haldi í Guant-
anamo-fangabúðunum á Kúbu í
síðustu viku, eru komnir heim til
Afganistans þar sem þeir dvelja
nú í faðmi fjölskyldna sinna eftir
um það bil tveggja ára dvöl í búð-
unum.
Þeir eru yngstu fangarnir sem
fluttir voru frá Afganistan til
Kúbu grunaðir um að hafa barist
með talíbönum gegn innrásarliði
Bandaríkjamanna og sá yngsti að-
eins ellefu ára þegar hann var
handtekinn.
Rauði krossinn aðstoðaði við
að flytja drengina heim til fjöl-
skyldna sinna og sagði Baba Jan,
yfirmaður lögreglunnar í Kabúl,
að þeir hefðu verið við góða
heilsu við komuna heim til
Afganistans. ■
Við bjóðum upp á spennandi námskeið í
nútímaforritun (Delphi og ASP.net). Að
margra mati er nú rétti tíminn til að hefja
nám á þessu sviði. Þeir sem hyggja á þetta
nám þurfa að hafa góða undirstöðu-
menntun (stúdentspróf æskilegt), góða
almenna tölvukunnáttu og góða
enskukunnáttu.
Lengd: 264 stundir Verð: 198.000 kr.
Tími: Kvöldnámskeið hefst 10. febrúar
Delphi forritun
Kerfisgreining
Gagnasafnsfræði
ASP.net forritun
Lokaverkefni
Námsgreinar
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
50% afsláttur
ótrúlegt verð
á gæða fatnaði
BARNAVERND Barnaverndarstofa
gerði samkomulag við Neyðarlín-
una um að taka við tilkynningum 1.
febrúar síðastliðinn.
Ef talið er að barn geti verið í
hættu er barnaverndarstarfsmaður
tafarlaust kallaður út. Hins vegar
ef aðstæður barns eru ekki eins
brýnar verður upplýsingum komið
áfram í upphafi næsta vinnudags.
Ekki eru til fordæmi fyrir því í Evr-
ópu að hægt sé að hringja í eitt
númer fyrir allar barnaverndar-
nefndir. Er það gert til að auðvelda
börnum að leita sér hjálpar, til
dæmis þar sem óregla eða ofbeldi
hefur átt sér stað. Einnig eru marg-
ir ekki vissir um hvert eigi að til-
kynna ef þeir vita um slæmar að-
stæður barna. Öll samskipti vegna
þessa fara fram í fullum trúnaði
gagnvart öllum nema barnavernd-
arnefnd.
Árið 2002 bárust barnaverndar-
nefndum landsins alls 4.492 tilkynn-
ingar og var rúmlega helmingur til-
kynntur af lögreglu. Börnin sjálf til-
kynntu aðeins í 36 tilvikum. ■
SAT FAST Í BÍLUNUM Lögreglan í
Vík í Mýrdal þurfti að kalla út
björgunarsveit til að aðstoða fólk
sem sat fast í bílum sínum
nálægt Kirkjubæjarklaustri í
fyrrinótt.
INNBROT Á PATREKSFIRÐI Brotist
var inn á veitingastað á Patreks-
firði í fyrrinótt og þaðan stolið
nokkrum áfengisflöskum. Ekki
liggur fyrir hvort einhverju öðru
var stolið. Málið er í rannsókn
lögreglu.
Barnaverndarnefndir:
112 tekur við
tilkynningum
■ Lögreglufréttir
VERÐMÆT GÖGN
Vegna gríðarlegs verðmætis tölvugagna eru stórfyrirtæki, sérstaklega í Bandaríkjunum, í
vaxandi mæli að leita leiða til að tryggja sig fyrir ýmsum áföllum.
ÁSGEIR
MARGEIRSSON
Aðstoðarforstjóri
Orkuveitunnar seg-
ir að verði net-
þjónabú að veru-
leika á Íslandi
gætu þau orðið
veruleg tekjulind
fyrir Orkuveituna.
NEYÐARLÍNA OG BARNAVERNDAR-
STOFA HAFA GERT SAMKOMULAG
Frá vinstri: Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu og Þórhallur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
STRANDAÐI Á ATLANTSÁLI
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, segir álvershugmyndir fyrir
norðan hafa strandað á Atlantsáli. Fyrir-
tækið hafi hvorki fjárhagslega burði né
tæknilega getu til stóriðjuframkvæmda.
Herlög gegn auðhringum?
„En þær aðstæður kunna að
skapast í samfélagi frjálsra
manna að þeir þurfi að sætta sig
við herlög til að vernda borgar-
ana; líf þeirra, eignir og frelsi“.
Óli Björn Kárason. Morgunblaðið, 2. febrúar.
Konur körlum verstar?
„Ein aðferðin í jafnréttisbaráttu
kvenna var að mála karlinn sem
óæskilega veru, það þekkist best
þegar menn eru að horfa á Hell-
isbúann; karlmenn eru svín“.
Jón Pétursson, sálfræðingur í Vestmannaeyjum, um
þunglyndi ungra manna í DV 2. febrúar.
Tveimur skjöldum?
„Ásgeir er ráðgjafi Björgólfs en
bregður sér svo í hlutverk vara-
þingmannsins, sem skreppur yfir
á Alþingi og tekur þátt í stefnu-
mótun Samfylkingarinnar...“.
Halldór Halldórsson fjölmiðlafræðingur í Morgun-
blaðinu 2. febrúar um hagsmunaárekstur Ásgeirs
Friðgeirssonar, sem er í senn varaþingmaður og
ráðgjafi Björgólfs Guðmundssonar.