Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 29
29ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 REIÐSKÓLINN ÞYRILL REIÐSKÓLINN ÞYRILL Barnahópar kl: 16:30 Fullorðnir kl: 17:30 Takmarkaður fjöldi Skráning í síma 896 1248 og 899 4600 Þjálfun fatlaðara hefst hefst 13. janúar. Reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna hefjast 3. febrúar. DAVID HASSELHOFF Strandvörðurinn og skemmtikrafturinn tók lagið í sjónvarpsþætti í Magdeburg í Þýska- landi um helgina en hann var staddur þar í landi til að kynna nýju hljómplötuna sína David Sings America. Gaman að sjá þig aftur! Skilaðu endi- lega kveðju! Já, sömuleiðis! Heyrðu, Gunnar? Ætlarðu að skila kveðju eða var þetta bara innan- tómt blaður? Bara kjaftæði! Sama hér! Sjáumst! FÓLK Fyrirhugaðir tónleikar stúlknasveitarinnar Sugababes á Íslandi í apríl hafa þegar vakið at- hygli utan landsteinanna og nú er ferðaskrifstofan Íslandsferðir að setja saman ferðapakka sem verð- ur stílaður á Englendinga og seld- ur þar í landi. Bretunum mun því standa til boða að skella sér til Ís- lands í vor, skoða Gullfoss og Geysi og sjá Sugababes á tónleik- um. Frumkvæðið að þessu kemur að utan og áhuginn mun vera slík- ur að fyrirhugað er að bjóða ís- lenska sykurpakkann á fjölmörg- um ferðaskrifstofum á Englandi. Það skemmtilegasta við þetta allt saman er að hljómsveitin er bresk þannig að það er allt útlit fyrir það að landar stelpnanna í Suga- babes vilja leita þeirra langt yfir skammt og hlusta á þær á Íslandi frekar en í heimalandinu. Þá má geta þess að poppspek- ingar ytra spá Sugababes enn meiri velgengni þar sem fréttir af því að hljómsveitin Atomic Kitten sé hætt þýði ekkert annað en að öllum hindrunum hafi verið rutt úr vegi Sugababes. Þær verða því að öllum líkind- um vinsælasta poppbandið á Bret- landseyjum á þessu ári með til- heyrandi plötusölu og verðlauna- afhendingum. ■ KVIKMYNDIR Krakkarnir sem léku í ódýru hryllingsmyndinni The Blair Witch Project óttast að myndin hafi sett bölvun á leik- ferla þeirra en þau hafa ekkert fengið að gera af viti frá því þau léku í myndinni. Heather Dona- hue, Joshua Leonard og Michael Williams voru viss um að þau yrðu súperstjörnur eftir að mynd- in skilaði 248 milljónum dollara í kassann. Það gekk þó ekki eftir og Williams vinnur nú fyrir sér með húsgagnaflutningi og hin tvö berj- ast í bökkum við að fá eitthvað að gera í leiklistinni. ■ HEATHER DONAHUE Hún og félagar hennar áttu ekki sjö dag- ana sæla í skóginum í The Blair Witch Project. Myndin gekk vel en velgengnin hefur ekki fylgt krökkunum, sem fá lítið að gera fyrir framan tökuvélarnar. Bölvun nornarinnar Brjóstið sem gerði allt brjálað TÓNLIST Brjóst söngkonunnar Janet Jackson skyggðu á alla fjöl- miðlaumræðu í Bandaríkjunum í gær en svo óheppilega vildi til að búningur söngkonunnar gaf sig þegar popparinn Justin Timber- lake greip í hana á sviði í hálfleik úrslitaleiksins í bandaríska ruðn- ingum. Úrslitaleikurinn er eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni Banda- ríkjanna og talið er að 100 millj- ónir manna hafi fylgst með hon- um í beinni útsendingu. Það þarf því engan undra að fréttin af brjóstinu sem slapp hafi farið eins og eldur í sinu um heims- byggðina. Justin Timberlake baðst afsök- unar á atvikinu eftir á og sagðist harma það mjög ef einhverjum hefði verið misboðið þegar bún- ingurinn klikkaði í lok söngatriðis hans og Janet, en þau kyrjuðu lag- ið Rock Your Body með ansi djörfu látbragði sem endaði með fyrrgreindum ósköpum. Brjóstið var aðeins sýnilegt í brot úr sekúndu en þá slokknuðu öll ljós á vellinum og áhorfendur heima og á staðnum stóðu í for- undran í kolniðamyrkri og vissu varla hvað hafði gerst. Það eru þó ekki allir tilbúnir að trúa því að um óhapp hafi verið að ræða og telja víst að Jackson og Timber- lake hafi viljað ganga lengra en Britney Spears og Madonna, sem kysstust ansi innilega fyrir fram- an sjónvarpsvélar ekki alls fyrir löngu. Tónlistarstöðin MTV sá um skemmtiatriðin í hálfleik og talið er víst að stöðin komi ekki nálægt úrslitum í Super Bowl framar. „Þetta var óæft, óundirbúið og algerlega óvart,“ sagði talsmaður MTV eftir atvikið. Yfirvöld hafa þegar heitið því að rannsaka mál- ið og kanna hvort velsæmisreglur hafi verið brotnar í útsendingunni og haft hefur verið eftir embætt- ismanni að þessi hátíðlega stund hafi verið eyðilögð með ósmekk- legheitum og lúalegu bragði. „Börnin okkar, foreldrar þeirra og allir borgarar eiga betra skilið.“ ■ JUSTIN OG JANET Hamagangurinn í þeim var slíkur á sviðinu að annað brjóst söngkonunnar slapp út úr búningnum. Uppi varð fótur og fit og hlutaðeigendur hafa keppst við að biðjast afsökun- ar á uppákomunni, sem þver- tekið er fyrir að hafi verið svið- sett. Hitchcock-veisla Sjónvarpið býður upp á sann-kallað spennumaraþon föstu- daginn 13. og laugardaginn 14. febrúar en þá verða fimm myndir eftir meistara Alfred Hitchcock á dagskrá. Lætin byrja á föstudagskvöldið með Psycho, einni þekktustu mynd leikstjórans, sem er öllum sem hana hafa séð ógleymanleg vegna sturtuatriðisins alræmda. Geggjuninni er svo fylgt eftir með Marnie, sem verður seint tal- in til meistaraverka leikstjórans en er engu að síður athygliverð, ekki síst þar sem þar gefur að líta ungan Sean Connery, sem var að byrja í James Bond-myndunum um það leyti sem myndin var gerð. Á laugardeginum sýnir Sjón- varpið svo The Birds, sem fjallar um fuglager sem sturlast og herj- ar á íbúa smábæjar með hræðileg- um afleiðingum. Veislunni lýkur svo með tveimur af síðustu mynd- um leikstjórans, Topaz og Frenzy. Þar fer minna fyrir meistaratökt- um þó hann taki vissulega spretti í Frenzy, sem er fyrsta myndin sem hann gerði á heimaslóðum í London eftir áratugalanga dvöl í Hollywood. ■ ALFRED HITCHCOCK Þessi pattaralegi meistari spennumyndar- innar gerði 53 myndir á löngum ferli. Sjón- varpið sýnir fimm þeirra í sannkölluðu Hitchcock-maraþoni eftir hálfan mánuð. Sykurgellurnar selja Íslandsferðir SUGABABES Landar þeirra vilja ólmir elta þær til Íslands og sjá þær á tónleikum hér í vor.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.