Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 31
Ástþór Magnússon vinnur núað undirbúningi fyrir for- setaframboð sitt og hefur í þeim tilgangi opnað vefsíðuna for- setakosningar.net. „Ég hef nú ekki verið að kynna þessa vef- síðu en fólk er farið að heim- sækja síðuna og sjálfboðaliðar streyma inn og skrá sig í það sem við köllum landsliðið. Þetta er hluti undirbúningsins til að kynna framboðið og hugmyndir mínar,“ segir Ástþór Magnússon um vefsíðuna. „Ég vil breytingar á Bessa- stöðum þess efnis að forsetinn verði virkari í friðarmálum, að hann verði alþjóðlegur boðberi friðar. Hann gæti til dæmis stuðlað að nýjum hugmyndum í lýðræðismálum Mið-Austur- landa.“ Gengi Ástþórs í fyrra fram- boði hans 1996, þegar hann fékk 2,7% gildra atkvæða, dregur ekkert úr eldmóði hans og segir hann að nú sé allt annar grund- völlur fyrir framboði sínu. „Fólk hefur verið að melta þær hugmyndir sem ég lagði fram 1996 og það er farið að sjá að þó ég noti óhefðbundnar aðferðir séu þær áhrifaríkar. Ég tel til dæmis að mér hafi tekist að stöðva þær hugmyndir að Icelandair flytti vopnaða her- menn í Íraksstríðið. Það mál tók allt aðra stefnu eftir að ég var kærður.“ Auk þess að vilja koma í veg fyrir hernaðarátök með alþjóð- legri friðargæslu, þannig að þjóðir geti lagt niður hernað, vill hann einnig aukið lýðræði í heiminum og vill í því skyni kynna Alþingi sem fyrirmynd. „Við eigum að koma fram á al- þjóðavettvangi og benda á sögu Íslendinga og sögu okkar sem herlausrar þjóðar. Okkur er ætl- að þetta og við fengum í vöggu- gjöf að boða frið.“ Hvað varðar þá umræðu hvort leyfa eigi Ástþóri að fara í framboð, vegna þess kostnaðar sem forsetakosningum fylgir, segir Ástþór að þetta sé svo lág- kúruleg umræða að það sé eigin- lega ekki hægt að tala um þetta. „Auðvitað eiga að vera forseta- kosningar á fjögurra ára fresti. Telur Ingvi Hrafn að eigi að sleppa alþingiskosningum því Davíð standi sig svo vel?“ ■ 31ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 Borð • Stólar • Hillur • Ljós Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is Útsalan hefst í dag 15-60% afsláttur Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is SALTFISKUR Sá besti segja margir Sent heim: Forsetakjör ÁSTÞÓR MAGNÚSSON ■ Segir það lýðræðislegt að hafa forsetakosningar á fjögurra ára fresti. Framsóknarþingmaðurinn ogVestfirðingurinn Kristinn H. Gunnarsson var staddur á Akur- eyri um helgina og skemmti sér svo konunglega að eftir var tekið enda tilefnið ærið. Það var mikill völlur á þingmanninum þann 1. febrúar og þann dag sagði hann hverjum sem heyra vildi að hann væri að fagna línuívilnuninni. Þingmaðurinn var vissulega langt að heiman og einhverjum þætti líklega eðlilegra að hann hefði stigið línuívilnunardansinn fyrir vestan en Kristinn sjálfur efaðist ekki um það eitt augnablik að hann væri réttur maður, á réttum stað, á réttum tíma, þar sem það færi vel á því að halda upp á línuívilnunina í höfuðvígi stór- útgerðarinnar, Akureyri. Fréttiraf fólki Vöggugjöf þjóðar- innar að boða frið ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Farinn að undirbúa forsetaframboð sitt á vefnum forsetakosningar.net. REYKJAVÍKURTJÖRN Traust og gott skautasvell hefur myndast á Tjörninni í frosthörkum síðustu daga og því var skautað grimmt á Tjörninni um helgina. Á mánudag var svellið fyrir neðan Tjarnargötu pússað og aðstæður til skautaiðkunar því frábærar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Tölvuþrjótar hrella UVG Vefsíða Ungra vinstrigrænna, uvg.vg, liggur niðri eftir árás tölvuþrjóta og ljóst er að eitthvað af því efni sem þar mátti finna er glatað. „Þetta er dálítið tjón,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson hjá UVG. „Þarna var mikill texti. Eitthvað af honum eigum við vistað á greinakerfið sjálft en það hefur hellingur tapast.“ Huginn segir að unnið sé að því hörðum höndum að koma síðunni upp að nýju enda margt fréttnæmt að gerast í starfi VG. „Flokkurinn á 5 ára afmæli á föstudaginn þannig að það er nóg af efni sem þarf að komast í birtingu á vefnum. Við erum samt alltaf brött,“ segir Huginn og fullyrðir að skemmdarverk tölvuþrjóta slái Unga vinstri græna síður en svo út af laginu. Það er Hringiðan sem hýsir vef UVG en fleiri viðskiptavina fyrirtækisins urðu fyrir barðinu á þrjótunum. Unnið er að rann- sókn málsins og þegar hefur verið tryggt að þetta muni ekki endurtaka sig. ■ HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON Segir Unga vinstri græna alltaf bratta og kveinkar sér ekki undan skráveifum sem tölvuþrjótar hafa valdið félagsskapnum. Skemmdaverk ■ Vefsíða UVG liggur niðri eftir árás tölvuþrjóta. Unnið er að því að endurreisa vefinn enda margt að gerast í starfinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.