Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 19
MÁL&L? MINNA ER KOMINN TÍMI Á Í góðum málum N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 2 1 9 / sia Grænmetisnámskeið Verð kr. 4.900 Við kennum að versla inn hollt hráefni & elda gómsæta & næringaríka rétti úr grænmeti, baunum & tofu, að ógleymdum sykurlausum eftirréttum. Kennari er Sólveig á Grænum kosti Námskeiðsdagar í febrúar: Fimmtudagur 12. feb. kl. 19-23. Fimmtudagur 26. feb. kl. 19-23. Skráning á námskeiðin & upplýsingar eru á vefsíðunni: www.hagkaup.is eða á Grænum Kosti í síma 5522607 ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM Skóverslunin - iljaskinn Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300 15ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 Í vikunni sem leið var mér bentá áhugaverða frétt á fréttavef CNN. Þar var greint frá því að dómari að nafni Larry Standley í Houston í Texas hafði kveðið upp dóm yfir manni sem var ákærður fyrir að lemja konu sína. Dómarinn er víst þekktur fyrir skapandi dómgæslu. Auk þess að gefa manninum skilorðs- bundinn dóm í eitt ár (sem var skilorðsbundinn að ósk konunn- ar, sem hafði verið undir áhrif- um fíkniefna þegar brotið var framið), dæma hann til samfé- lagsþjónustu í eitt ár og í reiði- meðferð, sá Larry Standley dóm- ari ástæðu til að dæma hinn brotlega til jógaástundunar einu sinni í viku í eitt ár. Spurður um ástæður þessa óvenjulega dóms sagði dómarinn að hann hefði tekið eftir þeim jákvæðu áhrif- um sem jógaástundun virtist hafa á fólk sem hann þekkir. Larry Standley stundar ekki jóga sjálfur en rökstyður ákvörðun sína: „Reiði er afleið- ing þess að finnast maður ekki vera við stjórn. Ég tek eftir fleiri og fleiri tilvikum þar sem fólk heldur að það geti stjórnað öðrum í kringum sig. Þeir sem stunda jóga reglulega virðast hafa róandi nærveru. Ef það hef- ur þau áhrif á hinn ákærða mun það hjálpa honum. Ef ekki, þá lengi ég dóminn.“ Þess má geta að kona hins ákærða hefur þegar sagt að jóga virðist hjálpa honum. Dómurinn er mjög athyglis- verður og það verður gaman að sjá hvaða áhrif hann hefur í bandarísku dómskerfi. Hver veit, kannski hefur hann áhrif hér á landi? Sjálfur vil ég hvorki leggja blessun mína yfir né for- dæma dómgæslu Standleys dómara. Í einstaka tilvikum getur verið réttlætanlegt að dæma menn til meðferðar í jóga. Vissulega er rétt að reglu- leg ástundun hefur róandi áhrif á líkama og huga auk margra annarra ávinninga. Hins vegar getur enginn þvingað aðra til að stunda jóga til lengri tíma litið. Hver og einn verður að velja það fyrir sjálfan sig. En dyrnar eru opnar og allir eru velkomn- ir. Þeim sem vilja lesa meira um dóm Larry Standley dómara er bent á vefslóðina http://www.cnn.com/2004/LAW/0 1/24/cnna.standley/index.html ■ Ég er í jóga og fer í sundreglulega. Svo er ég rétt að byrja á skíðum og ætla mér þar stóra hluti,“ segir Helga Bryn- dís Magnúsdóttir píanóleikari hlæjandi. „Ég er nefnilega líka í hestamennsku þannig að þetta er margvísleg hreyfing sem ég fæ. Ég geri helst bara það sem mér finnst skemmtilegt. Þegar ég er í jóganu hef ég oft hugsað að þetta ætti ég að nota áður en ég spila á tónleikum. En ég er ekki ennþá farin að framkvæma það. Stundum gríp ég þó til önd- unaræfinga, sem mér finnst gott, bæði til að byggja upp orku og einbeitingu.“ Helga Bryndís segist yfirleitt reyna að ná ákveðinni innri ró áður en hún fer á svið. „Mér finnst vont að tala mikið rétt áður. Sjálf hef ég mælt með því við nemendur mína að þeir sjái aðstæður fyrir sér nokkrum dögum áður. Sjái sjálfa sig á staðnum og upplifi að þeim líði vel. Reyni að upplifa þær til- finningar sem þeir vilja kalla fram. Þá verður þetta minna ógnvænlegt og meiri líkur á að þeim gangi vel. Sjálfsagt geri ég þetta svo ómeðvitað sjálf.“ ■ HELGA BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR Grípur stundum til öndunaræfinga, til að byggja upp orku og einbeitingu. Hvernig vinnur þú gegn stressi? Ætti að nota jóga fyrir tónleika FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Dæmdur til að stunda jóga Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur skrifar um andlega og líkamlega heilsu. Foreldrar Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþak- ka áfengi og önnur vímuefni gbergmann@gbergmann.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.