Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 26
Þetta er feikilega flott og öflugtverk, kraftmikið og spennandi. Stravinskí er að komast aftur í tísku,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um Konsert fyrir píanó og blásara eftir Igor Stravinskí. „Þetta verk byggir mikið á and- stæðum. Annars vegar er það byggt á ströngu formi frá barokk- tímanum, en hins vegar eru í því mikil áhrif frá bandarískri blús- og djasstónlist. Hann blandar þessu saman og útkoman verður svolítið eins og að heyra mjög hrátt barokkverk.“ Víkingur ætlar að flytja þenn- an konsert ásamt Blásarasveit Reykjavíkur í Langholtskirkju í kvöld. Á tónleikun verður einnig frumfluttur Konsert fyrir orgel og blásarasveit eftir Jónas Tóm- asson. „Steingrímur Þórhallsson spil- ar orgelpartinn í þessu verki og ég hlakka mjög til að heyra það. Þetta er mjög óvenjuleg sam- setning, orgel og b l á s a r a - sveit.“ Þriðja verkið á tón- leikunum er svo Sónata fyrir tvo blásarakóra eftir Tryggva M. Baldvins- son. ■ ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir bandarísku kvikmyndina El Dorado eftir Howard Hawks frá árinu 1967 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.  20.00 Bíó Reykjavík heldur sitt mánaðarlega Opna bíó í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10a. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða er frumsýning á nýrri mynd eftir Biogen. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Blásarasveit Reykjavíkur verður með tónleika í Langholtskirkju á Myrkum músíkdögum.  20.00 Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Steinunn Birna Ragnars- dóttir píanóleikari flytja ljóðasöngva eftir Grieg, Hugo Wolf, Jórunni Viðar og Rich- ard Strauss auk þekktra íslenskra söng- laga í Salnum, Kópavogi. ■ ■ LEIKLIST  15.00 Davíð Oddsson forsætisráð- herra opnar sýninguna Heimastjórn 1904 í Þjóðmenningarhúsinu. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Tangósveit Lýðveldisins heldur sitt fjórða tangókvöld í Iðnó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Ragnhildur Helgadóttir lög- fræðingur heldur erindi í Norræna hús- inu í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, „Hvað er (um)heimur?” Erindið nefnist „Ikke så i Nord-Amerika” - Áhrif bandarískra réttarhugmynda á norræna stjórnskipun. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  16.30 Jón Steinar Gunnlaugsson fjallar um um ólík sjónarmið varðandi fordæmi og valdmörk dómstóla í erindi sínu á Lögfræðitorgi Háskólans á Ak- ureyri, sem haldið verður í Þingvalla- stræti 23, stofu 24. ■ ■ FUNDIR  17.30 Tóvinnu- og kvæðastund á Bókasafni Kópavogs. Tóvinnukonur frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands verða að störfum í safninu, sýna vinnubrögð og fræða gesti um ullarvinnu. Einnig skemmta kvæðamenn frá Kvæðamanna- félaginu Iðunni með kveðskap og söng.  20.00 Börnin og nýju barnalögin er umfjöllunarefni á Hitti Femínistafé- lags Íslands á Kaffi Sólon. Að þessu sinni er það Karlahópur Femínistafé- lagsins sem sér um Hittið. ■ ■ SAMKOMUR  21.00 Fyrsta Skáldaspírukvöldið verður haldið á Jóni forseta í Aðalstræti. Hallgrímur Helgason les úr skáldsögu, Ágúst Borgþór Sverrisson les smásögu og þau Kristian Guttesen, Þórunn Valdimarsdóttir, Örk Guðmundsdóttir og Birna Þórðardóttir lesa ljóð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 31 1 2 3 4 5 6 FEBRÚAR Þriðjudagur Píanistum er ofboðslega hollt aðspila ljóðatónlist. Það lækkar aðeins í þeim rostann,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem sjálf er píanóleikari og ætlar að flytja ljóðatónlist með Hönnu Dóru Sturludóttur sópransöng- konu í kvöld. „Það þarf svo ofboðslega fína hlustun. Söngurinn krefst bæði nærgætni og frumkvæði. Stund- um þarf að gefa söngvaranum pláss á réttum stöðum og svo þarf stundum að ýta á hann á réttum stöðum. Þetta er mikill línudans.“ Tónleikar þeirra verða í Salnum í Kópavogi í kvöld. Þær ætla með- al annars að flytja ljóðasöngva eft- ir Grieg og Mignon-ljóðin eftir Hugo Wolf, auk þekktra íslenskra sönglaga eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Run- ólfsson og Jórunni Viðar. Hanna Dóra er búsett í Þýska- landi, þar sem hún starfar sjálf- stætt og syngur við ýmis óperu- hús, og vegnar vel. Hún söng ný- verið á nýárstónleikum í Salnum, þar sem hún hlaut miklar og há- værar undirtektir. „Það er mjög gaman að vinna með Hönnu Dóru. Hún er frábær söngkona, fagmaður fram í fing- urgóma og mikill músíkant,“ segir Steinunn Birna. Þær hafa starfað saman að ýmsum verkefnum undanfarin ár. Næst á dagskrá hjá þeim er að halda tónleika í Þýskalandi í apríl ásamt Viðari Gunnarssyni bassa- söngvara. Þau ætla að kynna fyrir Þjóðverjum íslenska tónlist, og einbeita sér þá að gömlu íslensku sönglögunum. „Það er ekkert lummó við þessi lög, þótt við köllum þau stundum gömlu lummurnar. Íslendingar fá aldrei nóg af að heyra lög eins og Draumalandið og Í fjarlægð, og það furðulega er að við fáum held- ur aldrei leið á að spila þau. Ég er alveg hætt að búast við því að það gerist nokkurn tímann, úr því það er ekki búið að gerast ennþá. Það er alltaf eins og maður sé að spila þau í fyrsta sinn.“ ■ ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR Lækkar rostann í píanistum SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 12 ára SÝND kl. 6 og 8 Í stóra salnum SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15 SÝND kl. 10.15B i 14 áraMASTER & COM... kl. 4 m/isl. taliÁLFUR kl. 8 B i 16 áraMYSTIC RIVER kl. 10 B i 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 6, 8 og 10.10KALDALJÓS kl. 10.20 B i 16 áraIN THE CUT kl. 10.30DRÁPSVÉL RAUÐU KHMERANNA kl. 5.30SKELLUM SULDINNI Á VOLTAIRE kl. 5.30ÓVINURINN kl. 8EVRÓPUGRAUTUR FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ SÝND kl. 5.20 8 og 10.40 SÝND kl. 4, 6 & 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9 FORSÝNING kl. 4 og 6 M/ÍSL TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.50 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 4, 6, 8 og 10HONEY SÝND kl. 6, 8 og 10 B i 14 ára SÝND Í VIP kl. 8 HALLGRÍMUR HELGASON Les upp úr skáldsögu á fyrsta Skáldaspíru- kvöldinu á Jóni forseta í Aðalstræti. Skáldin spíra UPPLESTRARKVÖLD Birna Þórðardóttir, Þórunn Valdimarsdóttir og Hall- grímur Helgason verða í hópi skálda sem ætla að lesa úr verk- um sínum á Jóni forseta í kvöld. Jón forseti er nýja nafnið á menn- ingar- og kaffihúsinu í Aðalstræti 10, elsta húsi Reykjavíkur, þar sem áður var Vídalín og þar áður Fógetinn. Aðrir sem lesa upp úr verkum sínum eru Kristian Guttesen, Ágúst Borgþór Sverrisson og Örk Guðmundsdóttir. „Þessi upplestrarkvöld eiga að verða öllum skáldum hvatning til þess að spíra,“ segir Benedikt Lafleur, sem ásamt Gunnari Randverssyni hefur skipulagt upplestrarkvöld sem þeir nefna Skáldaspírukvöld og meiningin er að verði hálfsmánaðarlega á Jóni forseta. „Hugmyndin er sú að vera alltaf með þekkt skáld í bland við minna þekkt, allt frá grasrótinni upp í stjörnuhiminninn.“ ■ VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON PÍANÓLEIKARI Píanóleikarinn ungi er kominn frá Bandaríkjun- um til að flytja konsert eftir Stra- vinskí á Myrkum músíkdögum. HANNA DÓRA OG STEINUNN BIRNA Þær flytja ljóðatónlist á Tíbrártónleikum í Salnum í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Kraftmikill Stravinskí

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.