Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar, sem tap- að hafa tveimur leikjum í röð í Intersport-deild karla í körfuknattleik, reyna nú hvað þeir geta til að púsla saman sómasam- legu liði fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Keflavík næstkomandi laug- ardag. Staðan er ekki góð hjá Njarð- víkurliðinu því að Brandon Woudstra, sem hefur leikið gífur- lega vel í vetur, meiddist á ökkla í leik gegn Keflavík fyrir tveimur vikum, missti af leiknum gegn Hamri á sunnudagskvöldið og er afar ólíklegt að hann verði klár fyrir laugardaginn. Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði í gær að Brandon væri enn á hækjum og að það væri í besta falli bjartsýni að halda því fram að hann yrði klár fyrir leikinn á laugardaginn. „Auðvitað vona ég að hann verði tilbúinn en hann er á hækjum eins og er og það þarf mikið að gerast til að hann verði leikfær. Það sama gildir um Brenton en hann hefur ekkert get- að æft að undanförnu og verður líklega ekki með,“ sagði Friðrik. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Njarðvíkinga var Páli Krist- inssyni vikið út úr húsi í leiknum gegn Hamri á sunnudagskvöldið og verður hann í leikbanni á laugar- daginn. Friðrik sagði að það væri bagalegt að vera án þessara þriggja manna en að liðið væri búið að fá Bandaríkjamann til reynslu. Hann heitir Larry Bratcher og verður til reynslu næstu daga. „Hann er 1,96 metrar á hæð og spilar stöðu leik- stjórnanda. Hann mun að öllum líkindum spila á laugardaginn og ég vona bara að hann standi undir væntingum,“ sagði Friðrik. ■ NFL Hann var vægast sagt kafla- skiptur, leikur New England Pat- riots og Carolina Panthers um Ofurskálina í ameríska fótboltan- um sem spilaður var aðfaranótt mánudags. Ekkert var skorað fyrstu 27 mínútur leiksins en á síðustu þre- mur mínútum fyrri hálfleiks voru skoruð 24 stig og leiddi Patriots í leikhléi, 14-10. Síðari hálfleikur byrjaði jafn rólega og sá fyrri og var ekkert skorað í þriðja leik- hluta. Fjörið byrjaði aftur strax í upphafi fjórða leikhluta er Pat- riots komst í 21-10. Leikmenn Carolina girtu sig þá í brók og á mettíma tókst þeim að skora tvö snertimörk og komast yfir í leiknum í fyrsta skipti, 22-21. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, sætti sig illa við það og hann var ekki lengi að snúa leikn- um aftur á sveif með Patriots, sem leiddi 29-22 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Sá tími nægði Carolina og hinum frá- bæra leikstjórnanda liðsins, Jake Delhomme, til þess að jafna leik- inn með 50 sekúndur eftir. Þá gerði sparkari Panthers, John Kasay, slæm mistök með því að sparka boltanum út af vellinum, sem gerði það að verkum að leik- menn Patriots fengu fína vallar- stöðu og ágætan tíma til þess að koma sér í vallarmarksstöðu. Það var nákvæmlega það sem þeir gerðu og þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Adam Vinatieri glæsilegt vallar- mark af 40 metra færi en hann hafði fyrr í leiknum klúðrað tveimur vallarmarkstilraunum af styttra færi. Þetta var annar sigur Patriots á tveimur árum og í fyrri sigrin- um skoraði Vinatieri einnig vall- armark undir lok leiksins. Tom Brady var valinn maður leiksins rétt eins og í fyrra skiptið og er óhætt að segja að þriggja ára fer- ill hans í NFL-deildinni sé afar glæsilegur. „Þetta er ótrúlegt lið sem við erum með hérna og ég sé ekki einn um það að vinna þessa leiki,“ sagði Brady í leikslok. „Liðsheildin er gríðarlega sterk og það er ekki síst frábær varnarleikur sem hefur fleytt okkur svona langt. Við erum hvergi nærri hættir og ætlum að endurtaka leikinn á næsta ári.“ ■ FRIÐRIK RAGNARSSON Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, á í mestu vandræðum með lið sitt þessa dagana vegna meiðsla og leikbanna. Lið Njarðvíkinga þunnskipað: Brandon og Brenton meiddir en Bratcher kemur MAÐUR LEIKSINS Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var valinn besti leikmaðurinn í leiknum um Ofurskálina. Brady hefur spilað þrjú ár í deildinni, unnið tvisvar í leiknum um Ofurskálina og í bæði skiptin verið valinn maður leiksins. Dramatískur sigur Patriots New England Patriots vann leikinn um Ofurskálina í annað sinn á þrem árum er liðið mætti Carolina Panthers. Sigurmarkið kom fjórum sek- úndum fyrir leikslok. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR ÍR-ingar unnu yfir- burðasigur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 15 til 22 ára sem fór fram í Fífunni í Kópa- vogi um helgina. Mótið tókst vel og góður árangur náðist en alls féllu fimm aldursflokkamet á mótinu, sem var í umsjá frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. 218 keppendur frá 18 félögum og héraðssamböndum voru skráðir til leiks, keppt var í þremur aldursflokkum beggja kynja, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-22 ára og sam- tals voru 50 Íslandsmeistaratitlar í boði. Sigurbjörg Ólafsdóttir úr Breiðabliki bætti met í þremur ald- ursflokkum (stúlkna, unglinga og ungkvenna) í einu og sama hlaupinu þegar hún hljóp 60 metrana á 7,61 sek., en gamla metið var 7,66 sek. í öllum þessum þremur flokkum. Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ bætti sveinametin í 60 m hlaupi og langstökki, hljóp 60 m á 7,34 sek. og stökk 6,86 metra í langstökki en gömlu metin voru 7,35 sek. og 6,84 m. Þá bætti Eva Kristín Kristjáns- dóttir, HSH, meyjametið í kúluvarpi um 22 sentimetra þegar hún varp- aði 13,33 metra. Í stigakeppni milli félaga sigr- aði ÍR eins og áður sagði með yfir- burðum, hlaut samtals 215 stig. Breiðablik varð í öðru sæti með 140 stig og HSK í því þriðja með 118,5 stig. Í einstökum aldurs- flokkum sigraði ÍR í öllum þremur aldursflokkum kvenna, þ.e. meyja, stúlkna og ungkvenna. UMSS sigr- aði í stigakeppni í flokki ungkarla, Breiðablik í flokki drengja og HSK í flokki sveina. ■ ÍR-ingar unnu stigakeppni MÍ í flokki 15 til 22 ára í frjálsum íþróttum: Sigurbjörg með þrefalt Íslandsmet SIGURBJÖRG MEÐ ÞRJÚ MET Í SAMA HLAUPI Sigurbjörg Ólafsdóttir úr Breiðabliki bætti met í þremur aldursflokkum í sama hlaupinu þegar hún hljóp 60 metrana á 7,61 sekúndu á MÍ 15 til 22 ára um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.