Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 6
6 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69,39 -0,37% Sterlingspund 126,46 0,29% Dönsk króna 11,6 0,02% Evra 86,45 0,07% Gengisvísitala krónu 119,20 -0,25% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 447 Velta 6.907 milljónir ICEX-15 2.373 -0,78% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 1.593.119 Straumur Fjárfestingarbanki hf 390.088 Landsbanki Íslands hf. 269.524 Mesta hækkun Guðmundur Runólfsson hf. 8,45% Vinnslustöðin hf. 6,67% Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 5,47% Mesta lækkun Össur hf -2,83% Samherji hf. -1,96% Landsbanki Íslands hf. -1,47% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.470,4 -0,2% Nasdaq* 2.066,2 0,0% FTSE 4 .381,4 -0,2% DAX 4.071,6 0,3% NK50 1.369,6 -0,1% S&P* 1.129,8 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Forsætisráðherra Danmerkur fór íleynilega heimsókn til Íraks um liðna helgi. Hvað heitir hann? 2Hver er rektor Viðskiptaháskólans aðBifröst? 3Sveitarstjórn Bláskógabyggðar villlýsa upp hvaða foss? Svörin eru á bls. 30 Borgarlögmaður í hálft ár: Lögmaður hættir vegna leiða LÖGFRÆÐI Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hæstaréttarlögmaður hefur sagt lausu starfi sínu sem borgarlögmaður eftir aðeins fjögurra mánaða starf. Vilhjálmur tók við starfi sínu í haust þegar Hjörleifur B. Kvaran flutti sig um set til Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins mun Vilhjálmi hafa þótt starfið hjá Reykjavíkurborg vera leiðigjarnt og fullrólegt og hann vildi því snúa aftur til fyrri starfa sem lögmaður þar sem hann hefur verið áberandi undanfarin ár. Vilhjálmur mun hætta eftir þrjá mánuði, þegar uppsagnar- frestur hans rennur út. Þá mun hann hafa stoppað hjá Reykjavíkurborg í rúmlega hálft ár. ■ Búast við allt að 20 prósenta aukningu Talsmenn bílaumboða eru sammála um að sala á nýjum fólksbifreiðum hafi aukist í janúar. Bílgreinasambandið gerir ráð fyrir 10 til 20% sölu- aukningu á árinu en í fyrra varð 40% aukning í sölu nýrra bíla. BÍLASALA Samkvæmt tölum Bíl- greinasambandsins varð 14,4% aukning í sölu nýrra fólksbíla í janúar samanborið við janúar á síðasta ári. Þetta er í samræmi við áætlanir sem gera ráð fyrir 10 til 20% söluaukningu á þessu ári. „Árið byrjar mjög vel hjá okk- ur í Heklu og við gerum ráð fyrir því að söluaukningin verði um 10% í heildina,“ segir Jón Trausti Ólafsson, kynningarfulltrúi hjá Heklu. Í fyrra varð einnig aukning í sölunni, um 40%. „Árið þar áður var mjög lé- legt,“ segir Jón Trausti. „Markað- urinn þarf að endurnýja sig á hverju ári til að viðhalda eðlileg- um meðalaldri í bílaflotanum, þannig að aukningin í fyrra var eðlileg. Oft er talað um sjö ára sveiflur á þessum markaði og fyr- ir tveimur árum fór hann mikið niður. Salan fór þá niður í sjö þús- und bíla á ári en eðlileg sala mið- að við endurnýjunarþörf er 12 til 13 þúsund. Nú er búist við áfram- haldandi aukinni eftirspurn næstu tvö árin. Eftir það er búist við að dragi úr eftirspurninni aft- ur, en menn binda vonir við að draga muni úr sveiflunum á markaðnum.“ Guðmundur Ágúst Ingvarsson, forstjóri Ingvars Helgasonar, segir að þar á bæ hafi menn einnig orðið varir við aukna sölu í janúar. „Við reiknum með góðum markaði þetta ár og næstu tvö árin á eftir, enda hefur verið nið- ursveifla síðustu þrjú árin. Það eru djúpar sveiflur í þessum bransa. Menn vonast alltaf eftir því að þær jafnist út en það hefur enn ekki gerst.“ Skúli K. Skúlason, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Toyota, segist búast við 10 til 15% aukningu í sölunni á þessu ári. Hann hefur trú á því að með tím- anum muni sveiflurnar í eftir- spurninni minnka. „Svo má ekki líta framhjá því að við erum að tala um uppvaxt- arár í efnahagslífinu yfirleitt. Þetta er því alveg í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ audur@frettabladid.is Reykjavík: Stolinn bíll LEIT „Bílnum var stolið fyrir utan verkstæðið mitt í Ármúlanum, fjórum dögum fyrir jól,“ segir Jón Ingi Jóhann- esson, en bíllinn var í umsjá Jóns Inga. Leit að bíln- um, sem er silf- urgrár Volks- wagen Golf ár- gerð 2002 með bílnúmerið RX 379, hefur ekki enn borið árang- ur. Þeir sem gætu haft upplýsing- ar um bílinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. ■ Forstjóri Ölgerðarinnar: Auglýsing ekki at- vinnurógur BJÓRBRUGGUN Forstjóri Ölgerðar- innar Egils Skallagrímssonar hef- ur sent frá sér tilkynningu þar sem því er alfarið vísað á bug að auglýsing frá félaginu, þar sem því er haldið fram að ósvikinn bjór sé bruggaður án sykurs, feli í sér atvinnuróg gagnvart þeim brugghúsum sem nota sykur til framleiðslunnar. Í tilkynningu Jóns Diðriks Jónssonar segir að við bruggun á bjór Ölgerðarinnar sé tekið mið af þýsku hreinleikalögunum um öl- brugg sem sett voru árið 1516. Samkvæmt þeim má einungis nota vatn, maltað bygg og humla til bjórgerðar en geri hafi síðar verið bætt á listann. Jón Diðrik heldur því fram í tilkynningunni að notkun sykurs við bruggun bjórs gangi í berhögg við hreinleikalögin sem séu viður- kennt gæðaviðmið brugghúsa um heim allan. ■ Leiðrétting: Ekki Lands- virkjun VIRKJANIR Í frétt af dr. Ragnhildi Sigurðardóttur sem kynnti um- hverfismál fyrir þingnefnd í Washington var sagt að hún stæði í málaferlum við Landsvirkjun vegna vinnu sína við umhverfis- mat í Þjórsárverum. Hið rétta er að dr. Ragnhildur sækir mál á VSÓ verkfræðistofu sem annaðist verktöku fyrir Landsvirkjun. ■ VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON Stoppaði stutt hjá Reykjavíkurborg. AUKIN EFTIRSPURN Guðmundur Ágúst Ingvarsson, forstjóri Ingvars Helgasonar, segist reikna með góðum markaði þetta ár og næstu tvö árin á eftir. VOLKSWAGEN Leit að bílnum hef- ur ekki enn borið árangur. Landnemabyggðir: Sharon boðar brottflutning ÍSRAEL, AP Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, kynnti í gær áætlanir um undirbúning brott- flutnings frá sautján landnema- byggðum gyðinga á Gaza-svæðinu. Hann segir að um sé að ræða 7.500 manna byggð og fyrsta skrefið sé að fá þeirra samþykki fyrir brott- flutningnum. „Ég er að vinna að tillögum sem gera ráð fyrir því að í framtíðinni verði engar landnemabyggðir á Gaza-svæðinu og að allar „vand- ræðabyggðir“ á heimastjórnar- svæðum Palestínumanna verði rýmdar,“ sagði Sharon í viðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz, en nefndi engar tímaáætlanir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.