Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 15
■ Af Netinu 15ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 Klígjuflokkurinn „Í gær var minnst hundrað ára af- mælis heimastjórnarinnar, enda sosum ástæða til, nokkuð merki- legur dagur í sögu þjóðar, eins og margir aðrir. Heimastjórnin var sannarlega heillaspor í sögu Ís- lands, en mikið var samt eitthvað hjákátlegt að fylgjast með ríkis- hátíðardagskránni í gær. Þetta var hátíð Flokksins. Flokksmenn í hverju rúmi, hvort sem var í Sjón- varpinu eða Þjóðmenningarhús- inu. Mann klígjar við. Svo gefur ríkisútgáfan út sögu stjórnarráðs- ins upp á tugi milljóna á kostnað skattgreiðenda og Þjóðleikhúsið er látið setja einhverja vellu upp.“ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Á KREML.IS Íslenskt, já takk „Íslenskt lambakjöt, íslenskt fol- aldakjöt, íslenskt svínakjöt... maður fær vatn í munninn af að hugsa um allar þessar íslensku landbúnaðarafurðir. Okkur er tal- in trú um það að erlendar land- búnaðarafurðir standist ekki samanburð við íslensk gæði. En gæðaspursmálið er ekki aðal- ástæða þess að íslenskum land- búnaðarafurðum er hampað og ís- lenskur landbúnaður styrktur. Ástæðan er þjóðernisleg. Á hverju ári er landbúnaðar- framleiðsla styrkt um milljónir á milljónir ofan. Samt sem áður lifa íslenskir bændur við fátæktar- mörk og framleiðslan virðist ekki bera sig. Einnig gengur illa að stækka markaðinn fyrir íslenskar afurðir. Hafa aðrar þjóðir ekki áttað sig á afburðum íslenskra landbúnaðarafurða? Svo virðist ekki, að minnsta kosti sitjum við uppi með heilu kjötfjöllin sem við náum ekki að losa okkur við.“ HAUKUR AGNARSSON Á SELLAN.IS Hugleiðing um Mars „Mannkynið hefur allt frá upphafi haft óstjórnlega þörf til þess að finna uppruna sinn, fræðast og skilja alla hluti. Æðsta stig þekk- ingarleitarinnar er e.t.v. spurning- in, hver er tilgangur lífisins, og sú spurning hefur „kostað“ margan blóðdropann í gegnum aldirnar. Það er líka ef til vill angi af þess- ari spurningu sem er að draga okkur til Mars, því ef við skiljum lífið og uppruna þess skiljum við hugsanlega tilganginn.“ DAVÍÐ GUÐJÓNSSON Á DEIGLAN.COM Hreyfir sig og hugsar hraðar „Aukið blóðflæði virtist auka þol ákveðinna heilastöðva, heilinn varð virkari og starfaði hraðar. Aparnir urðu hins vegar ekkert skynsamari. Þeir urðu helmingi fljótari að læra vitræn viðfangs- efni en aparnir sem stunduðu enga líkamsrækt. Sem sagt lík- amsrækt eykur hraða hugsunar hjá öpum og má að öllum líkind- um færa þetta yfir á menn. [...] Þessi staðreynd hvetur mig áfram í líkamsræktinni, sem ég hóf fyrir nokkrum vikum síðan. Það skipt- ir ekki litlu máli í pólitík að vera fljótur að hugsa. Það er því full ástæða fyrir Jóhann Ársælsson að vera enn frekar á varðbergi.“ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Í PISTLI Á HEIMASÍÐU SINNI, VALGERDUR.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.