Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.02.2004, Qupperneq 16
16 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Ákaldri vetrarnóttu þann 3. febr-úar árið 1959 hóf lítil einkaflug- vél sig til lofts frá Clear Lake í Iowa. Áfangastaðurinn var Fargo en þangað komst vélin aldrei þar sem hún hrapaði skömmu eftir flugtak. Þrír vinsælir tónlistar- menn, Ritchie Valens, Buddy Holly og J.P. „The Big Bopper“ Richard- son, fórust með vélinni og þessi dagur hefur síðan þá verið nefndur „dagurinn þegar tónlistin dó“ eins og kemur fram í texta Don McLean við lagið American Pie frá árinu 1971. Ritchie Valens var vinsælastur þremenninganna þegar slysið varð en hann hafði slegið í gegn með lög- unum Come On, Let’s Go, Donna og La Bamba. Buddy Holly hafði gert það gott með That’ll Be the Day, Peggy Sue og fleirum en The Big Bopper er helst minnst fyrir lagið Chantilly Lace sem ómar meðal annarra í kvikmyndinni American Grafiti. Félagarnir voru á tónleika- ferðalagi í ískaldri rútu þegar Holly gafst upp og ákvað að leigja flugvél svo hann gæti látið þvo fötin sín fyrir næstu tónleika. Færri komust að í vélinni en vildu og þannig vann Ritchie Valens sitt sæti þegar pen- ingi var kastað upp á milli hans og Tommy Allsup, sem hélt lífi fyrir vikið. Grafskriftin á legsteini Valens, sem sló aftur í gegn löngu eftir dauða sinn með kvikmyndinni La Bamba, er „Come On, Let’s Go.“ ■ Bjarni Felix Bjarnason er 36 ára. Miyako Þórðarson, prestur heyrnar- lausra, er 57 ára. Andrea Róbertsdóttir er 29 ára. Höskuldur Þorsteinsson, frá Patreks- firði, lést föstudaginn 30. janúar. Jón Steingrímsson, Aðalgötu 1, Keflavík, lést fimmtudaginn 29. janúar. Steingrímur J. E. Guðmundsson lést fimmtudaginn 29. janúar. ??? Hver? Auglýsingastjóri. ??? Hvar? Skjá einum. ??? Hvaðan? Miðbænum. ??? Hvað? Íslendingasögurnar. ??? Hvernig? Með gleraugum. ??? Hvers vegna? Þær eru áreiðanlegri en fréttir. ??? Hvenær? Oft, las Krókarefssögu um helgina. Ein af þeim allra bestu! MORGAN FAIRCHILD Leikkonan er 54 ára í dag. 3. febrúar ■ Þetta gerðist 1699 Massachusetts gefur út fyrstu pappírspeningana í Bandaríkjun- um og notar þá til að greiða her- mönnum fyrir að berjast gegn Quebec. 1783 Spánn viðurkennir sjálfstæði landsins sem nefnt er Bandaríki Norður-Ameríku. 1916 Þinghússbyggingar í Ottawa í Kanada eyðileggjast í bruna. 1917 Bandaríkjamenn rjúfa stjórn- málatengsl við Þjóðverja vegna umfangsmikils kafbátahernaðar þeirra síðarnefndu. 1924 Woodrow Wilson, 28. forseti Bandaríkjanna, deyr í Wash- ington 68 ára að aldri. 1989 Leikarinn og leikstjórinn John Cassavetes deyr í Los Angeles 59 ára að aldri. BUDDY HOLLY Gafst upp á kaldri rútu og leigði sér flug- vél, en það kostaði hann lífið. Lögin hans lifa enn góðu lífi og nördagleraugun eru auðvitað sígild líka. BUDDY HOLLY ■ Fórst ásamt Ritchie Valens og The Big Bopper í flugslysi. Árið 1971 minntist Don McLean félaganna í laginu American Pie sem hann söng um daginn þegar tónlistin dó. 3. febrúar 1959 13.30 Þuríður Guðrún Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi, Hæðargarði 33, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Soffía Jónfríður Guðmunds- dóttir, Akurgerði 17, Akranesi, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju. 15.00 Sigrún Jóhannsdóttir, Vestur- götu 10, Keflavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona G. Hrefna Kristinsdóttir Pullen f. 14. júní 1940 lést að heimili sínu í Panama City, Florida, þann 22. janúar sl. Útför hennar fór fram 25. janúar frá Heritage Funeral Home Chapel. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Ágústa Gústafsdóttir Friðrik Kristinsson Þórný Elísdóttir Hlín Kristinsdóttir Hreinn Jónsson Þórarinn Kristinsson Erla Ármannsdóttir Hjördís Björg Kristinsdóttir Sigurður Hendriksson Gústaf Kristinsson Gyða Maja Guðjónsdóttir Það fer lítið fyrir afmælinuhjá Jóni Karli Helgasyni, kvikmyndagerðarmanni og snyrtifræðingi, sem er 49 ára í dag. „Ég verð að klippa saman stiklur fyrir Mótmælanda Ís- lands sem á að sýna í Sjónvarp- inu 15. febrúar. Þegar það er komið er hægt að fara að kynna myndina,“ segir Jón Karl. „Það verður meiri íburður á afmælis- daginn á næsta ári en þetta árið vonast ég bara eftir góðu veðri og líklega ná krakkarnir að hitta pabba sinn eitthvað.“ Jón Karl segist lítið vera fyr- ir afmæli. „Mér finnst að maður sé ekkert að eldast og það er ágætt. Ég er enn bara lítill polli í mér. Það að eldast gerist með árunum en á meðan heilsan er góð og útlitið þokkalegt er þetta í góðu lagi,“ segir Jón Karl kím- inn. Það er ýmislegt í gangi hjá Jóni. Nokkur verkefni eru á teikniborðinu sem hann vill lítið tala um en þangað til klippir hann stuttmynd sem heitir Móð- an og undirbýr nýja þáttaröð með Jóa Fel. „Móðan fjallar um konu sem kemur inn á þvottaplan en læsir sig úti með lítið barn og hund inni í bílnum. Maður kemur til aðstoðar en hann er mjög hræddur við hunda, sem flækir málin svolítið. Með Jóa Fel erum við að fara að gera handrit að nýjum þáttum en sýningar á þeim hefjast í lok mars og verða fram í maí. Þarna náum við því páskaþætti með páskalambinu og í lokin verður grillið dregið fram. Í þessari seríu verður svo- lítil áhersla lögð á að kenna ung- um mönnum að elda, það er al- veg nauðsynlegt að þeir læri það.“ Jón byrjaði í kvikmynda- bransanum í gegnum förðun. „Ég var að vinna á deild 13 á Flókagötunni þegar snyrtiskóli Margrétar Hjálmtýsdóttur kom í heimsókn. Úr varð að ég var heilt ár í skóla hjá Margréti ásamt tíu konum og litlu munaði að ég færi í snyrtifræðibrans- ann.“ Svo varð þó ekki, heldur hélt Jón til New York þegar hann var orðinn snyrtifræðing- ur til að læra förðun. Þá mennt- un segist hann nýta sér í dag og jafnvel eiga það til að taka upp förðunarburstann við tökur. ■ JÓN KARL HELGASON Það virðist lítið tengja saman bíómyndina Veggfóður, heimildarmyndina Mótmælanda Íslands um Helga Hóseasson og matreiðsluþætt- ina með Jóa Fel. Jóni Karli tekst að búa til þessar tengingar og gott betur. Afmæli JÓN KARL HELGASON ■ er 49 ára. Varð snyrtifræðingur því honum leiddist í vinnunni. Förðunarburst- inn alltaf tiltækur Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félags- ráðgjöf, er 60 ára. Þegar tónlistin dó SVERRIR AGNARSSON Auglýsingastjóri Skjás eins hefur staðið í stappi við auglýsingadeild RÚV um birt- ingu auglýsingar í sjónvarpi allra lands- manna. Í frístundum les hann Íslendinga- sögurnar. ■ Persónan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.