Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 14
Það er örugglega leiðinlegt fyrirþá sem undirbjuggu hátíðarhöld vegna aldarafmælis heimastjórnar á sunnudaginn að það sem sitji eftir þau skuli vera sármóðgaður forseti Íslands. Eins og fram hefur komið i fréttum var forsetanum ekki til- kynnt að halda ætti ríkisráðsfund á þessum degi. Forsetinn var í fríi í Bandaríkjunum þennan dag – sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess að halda átti upp á merkisdag í sögu þjóðarinnar. Ef forsetaemb- ættið hefur einhvern tilgang er það helst sá að forsetinn sé viðstaddur hátíðarhöld á merkisdögum. Forset- inn er sameiningartákn þjóðarinnar – og sá sem gegnir því embætti er eina opinbera persónan sem fellur undir þá skilgreiningu. Biskupinn okkar er biskup þeirra sem eru í þjóðkirkjunni og forsætisráðherr- ann tilheyrir hinu pólitíska sviði þar sem mönnum er frjálst að deila jafnt um menn sem málefni. Það sama á við um forseta Alþingis. Af þessum sökum eiga Íslendingar bara einn þjóðarleiðtoga – forset- ann. Þótt mætir menn gegni áhrifa- miklum stöðum í opinberri stjórn- sýslu hafa embætti þeirra ekki sömu stöðu og embætti forsetans. Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að þjóðin sætti sig við þann forseta sem situr hverju sinni – að ekki sé talað um þá sem fara með stjórn- sýsluna eða sitja á þingi. Þessar stofnanir sætta sig við þann forseta sem þjóðin kýs og sýna embættinu fulla virðingu. Það er augljóst af ummælum forsetans að honum hefur fundist sem ekki væri gert ráð fyrir hon- um við skipulagningu hátíðarhald- anna vegna afmælis heimastjórn- ar. Það er ástæða þess að hann fór utan í frí. Forsetinn fullyrðir hins vegar að hann hefði gert hlé á fríi sínu til að sitja ríkisráðsfund – ef hann hefði frétt af honum áður en hann var haldinn. Embætti hans heyrði hins vegar ekki af fundinum fyrr en hann var afstaðinn. Það voru handhafar forsetavalds – for- seti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætisráðherra – sem stjórn- uðu fundinum. Slíkt hefur ekki gerst síðan á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Allt er þetta mál hið klaufaleg- asta. Það ber vott um kýting milli ríkisstjórnar og forseta – nokkuð sem þeir sem fara með þessi emb- ætti geta ekki leyft sér. Og það er fráleitt að hleypa togstreitu milli þeirra manna sem fara með þessi embætti upp á það stig að forseti Ís- lands sé ekki boðaður á ríkisráðs- fundi. Það er fráleit staða – og engu líkara en forsetinn hafi verið tíma- bundið settur af. Þótt venjulegt fólk geti ekki haft miklar skoðanir á hinum fínu hátíð- arhöldum á afmæli heimastjórnar – hverjum var vísað hvar til sætis og hverjum ekki boðið – er hægt að gera þá kröfur til hinna háu herra að þeir haldi veislur sínar og hátíð- arprógrömm í nafni þjóðarinnar með sæmilegum friði. ■ Demókratar ganga til kosningaí sjö fylkjum Bandaríkjanna í dag í forvali fyrir forsetakosning- arnar sem verða í nóvember þar í landi. Líklegt er að John F. Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Massachusets, ríði feitum hesti frá kosningunum, en hann hefur þegar sigrað í tveimur fylkjum og skoðanakannanir benda til for- ystu hans í flestum þessum sjö. Á hæla hans koma þeir Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, og John Edwards, öldungardeildar- þingmaður frá Suður-Karólínu. Dýrt spaug Barátta frambjóðendanna er hörð og það er ekki til að minnka hörkuna að í kosningabaráttu sem þessari eru miklir fjármunir í spilunum. Jafnan er greint frá því skilmerkilega í bandarískum fjöl- miðlum hversu miklu fé fram- bjóðendur hafi safnað í kosninga- sjóði sína og með hvaða hætti þeir hafi öðlast þá. Athygli hefur vakið að nú hefur komið í ljós að Kerry hafði nánast gefið upp alla von fyrir rétt rúmlega tveimur mánuðum síðan. Fylgi hans mældist lágt í skoðanakönnunum og kosningasjóðir hans voru nán- ast tómir, sem var ekki síður alvarlegt. Í viðleitni sinni til þess að halda baráttunni áfram ákvað Kerry hins vegar að gera tvennt: hann rak kosningastjóra sinn og réð nýjan, og hann sló lán. Hann veðsetti húsið sitt og sló persónu- lega lán upp á 6,4 milljónir doll- ara, sem nemur um 440 milljónum íslenskra króna. Sýnt þykir að ef Kerry hefði ekki slegið lánið hefði framboð hans fjarað út um ára- mótin. Stór kosningasjóður Bush Kosningabarátta í Bandaríkj- unum snýst ekki síður um að afla fjár en að afla atkvæða. Kosninga- sjóðir eru fljótir að klárast þegar illa gengur, eins og dæmi keppi- nautar Kerrys, Howards Dean, sýnir. Dean hafði safnað mestu í sinn sjóð um áramót, en nú er fé hans næstum uppurið. Þegar gengi hans fór að versna hættu fjárhæðirnar að streyma í sjóð- inn. Hann getur því verið veru- lega uggandi um sinn hag um þessar mundir. Demókratar allir mega reynd- ar vera uggandi gagnvart þeim milljörðum sem George W. Bush hefur þegar tekist að safna í sína sjóði. Hann liggur á um 6 milljörð- um króna, sem er sjöföld sú upp- hæð sem allir frambjóðendur demókrata hafa safnað hingað til til samans. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um togstreitu milli ríkisstjórnar og forseta. 14 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hvar eru endimörk útgjalda tilheilbrigðismála? Þessari spurningu er vandsvarað og í raun er ekki hægt að finna við- hlítandi svör við henni. Þekkingu og kunnáttu á sviði heilbrigðis- mála hefur fleygt fram á undan- förnum árum. Fyrir vikið eigum við orðið líklega besta heilbrigð- iskerfi í heimi – og viljum betra. Samhliða því sem kunnátta lækna eykst og ný lyf koma á markað eykst kostnaðurinn. Og sér ekki fyrir endann á því. Markmiðið er að bæta líf og heil- su fólks. Framförum á þessu sviði eru hins vegar takmörk sett. Við verðum líklega aldrei ódauðleg. Við verðum hins vegar að svara hinni erfiðu siðferðilegu spurningu um hvar þolmörkin eru. Þó allar tekjur ríkissjóðs yrðu settar til heilbrigðis- og tryggingamála mætti samt finna þætti þar sem gera mætti betur í umönnun sjúkra, aldraðra og ör- yrkja. Spurningin snýst sem sagt ekki um vilja heldur getu. Hvar getum við sett mörkin? Féllu á prófinu Hin harða umræða á Alþingi um stöðu Landspítala-háskóla- sjúkrahúss afhjúpaði vanmátt stjórnarandstöðu til að leita þess- ara svara. Á hátíðarfundi Sam- f y l k i n g a r i n n a r sýndi formaðurinn í ræðu sinni vilja til að velta upp hinni áleitnu spurningu. Nú hefði mátt búast við að þeim vilja yrði fylgt eftir í hinni pólitísku um- ræðu á Alþingi um stöðu heilbrigðis- mála. En illu heilli breyttust áhersl- urnar og við heyrð- um hinn gamal- kunna tón um nið- urskurð og stefnuleysi. Segja má að Samfylkingin hafi í umræð- unni beygt af leið frá hátíðar- fundinum og fallið á því að svara spurningunni um endimörk út- gjalda til heilbrigðismála. VG hafa þó skýra stefnu: Opinn tékka í málaflokkinn. 110 milljarðar af kökunni í heilbrigðismál! Í öllum löndum heims eru stjórnmálamenn að glíma við þennan erfiða málaflokk því allir vilja gera sjúklingum vel. Hætt- an er sú að án takmarkana springur velferðarkerfið í andlit okkar. Við viljum gott heilbrigð- iskerfi, góða skóla, félagslega að- stoð, vegi o.s.frv. Hver mála- flokkur þarf sitt og er í raun endalaus hvað þarfir varðar. Og þá kemur að hinum mikla vanda að forgangsraða. Taki einn mála- flokkur meira til sín verður minna eftir í aðra. Svo einfalt er dæmið. Forgangsröðun okkar er skýr: Heilbrigðismál fá um 110 milljarða af kökunni á fjárlögum 2004. Fyrir 10 árum var þessi upphæð 46 milljarðar. Á 10 árum hefur upphæðin sem sagt aukist um 64 milljarða eða um 136%. Á örfáum árum hafa t.d. bara fjár- framlög til LHS aukist um 9 milljarða króna. Stofnunin hefur um 25 milljarða króna úr að spila – og dugar ekki til. Aðgerðirnar núna fela einfaldlega í sér að sú stofnun fær ekki opinn tékka. Á því er grundvallarmunur hvort verið sé að skera niður eða stöðva sjálfvirka útgjaldaaukn- ingu. Með því er verið að tryggja að við eigum áfram eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við vilj- um verja það en ekki sprengja. Ef útgjöldin yxu aftur um 110% á næstu 10 árum færu þau í tæpa 260 milljarða. Þá hljótum við að spyrja: Hvaðan á að taka þá pen- inga? Úr menntamálum? Félags- þjónustu? Vegakerfinu? Eða hvað? Um þetta snýst málið. Að finna jafnvægið á milli mála- flokka þannig að öll svið njóti sín sem best. Verjum velferðina Við eigum frábært heilbrigðis- kerfi. Við viljum halda því áfram. Það gerist ekki með óútfylltum tékka. Stefnan í heilbrigðismálum er skýr. Forgangsröðun mála- flokksins í ríkisútgjöldum talar sínu máli. Nú er verið að verja ein- um milljarði króna til að koma upp hjúkrunarrýmum og hálfum millj- arði til að auka heilsugæsluna. Heilsugæslan er grunneiningin. Með auknum hjúkrunarrýmum má í senn bæta aðstöðu sjúklinga eftir aðgerð og um leið spara með því að þeir sjúklingar verði þá ekki vistaðir inni á dýru sjúkra- stofnununum. Jafnframt er höfð að leiðarljósi sú stefna að lands- menn hafi jafnan aðgang að heil- brigðiskerfinu. Deilan um rekstr- arformið er svo í raun aukaatriði meðan jafnréttissjónarmiðin um aðgengi eru höfð í fyrirrúmi. Okkur ber að halda áfram uppi öflugu heilbrigðiskerfi. Við vilj- um líka halda uppi öðrum þáttum samfélagsins, s.s. menntakerfi og félagsþjónustu. Okkur hefur tek- ist bærilega að byggja alla þætti upp með öflugum hætti. Þar hafa heilbrigðismálin haft algjöran forgang. Vegna annarra þátta getum við ekki raskað því jafn- vægi mikið meira. Það mun ein- faldlega bitna á öðrum mála- flokkum. En undirstaða alls vel- ferðarkerfis er svo heilbrigt at- vinnulíf, þar sem verðmætin verða til. Verðmætasköpun í at- vinnulífinu hefur verið öflug að undanförnu. Þess vegna hefur m.a. tekist að auka útgjöld til heilbrigðismála um tugi millj- arða að raunvirði á síðustu tíu árum. Þetta er vinna, vöxtur og velferð. ■ Píslarganga í lauginni „Hefi nælt mér í kvef af því að nota mér þjónustu Lauga í gær. Eins og alþjóð veit eru Laugar stórglæsileg íþróttamannvirki í Laugardal á vegum World Class og í flesta staði stórmagnað helvíti. Eitt af trompum staðar- ins er að maður getur brugðið sér í sundlaugar Laugardals- hallar og lét ég slag standa í gær og ákvað að tékka á þeim valkosti. Hlakkandi til þess að leggja mig í heita-potts-bleyti lagði ég upp í hina löngu ferð, á sundskýlu einni fata í 9 stiga frosti. Tók nú við píslarganga eftir gaddfreðnum trévinnu- plönkum og var ég til skiptis næstum dottinn á hausinn eða kalinn á iljum. Einn kaflann þurfti að ganga á freðinni mold, en svo tók við kafli þar sem undirlendið var þakið salti sem stakkst í iljarnar. Þá þakkaði ég mínum sæla að hafa misst tilfinningu í iljarnar sökum kala. Þarna baksaði ég á skýl- unni drjúga stund haldandi mér í tréverkið fyrir allra augum í tækjasalnum. Þegar ég loksins kom að helvítis sundlauginni tók enn á ný við saltbreiða, en með sælustunu krypplingaðist ég oní hlandvolga laugina og þaðan í pott. Þar gat ég vita- skuld ekki slappað af því ég kveið svo fyrir bakaleiðinni og var jafnvel að spá í að hringja á leigubíl, en hætti við af því ég var ekki með veskið á mér. Tók loks á mig rögg, skakklappaðist til baka og kom lemstraður og kaldur í sturtuklefann. Ég ætla rétt að vona að Björn í WC ætli sér eitthvað að bæta „aðgengi“ þarna á milli því þetta helvíti reyni ég ekki aftur fyrr en með hækkandi sól og hef þá sandala með mér.“ DR. GUNNI Á VEF SÍNUM THIS.IS/DRGUNNI Keyptu síma „Þekktur íslenskur athafna- maður festi á dögunum kaup á forláta búlgörskum síma. Kaup- in, sem voru fjármögnuð meðal annars af Landssíma Íslands, eru talin þau umfangsmestu af sinni gerð hingað til. Kaupverð- ið fæst ekki gefið upp – en er talið hlaupa á þúsundum króna.“ FRÉTT Á BAGGALÚTI. Um daginnog veginn HJÁLMAR ÁRNASON ■ skrifar um út- gjöld til heil- brigðismála. Er aukning niðurskurður? ■ Af Netinu Veðsetti húsið sitt Forsetinn fær ekki að vera með ■ Stefnan í heil- brigðismálum er skýr. For- gangsröðun málaflokksins í ríkisútgjöldum talar sínu máli. Nú er verið að verja einum milljarði króna til að koma upp hjúkrunarrým- um og hálfum milljarði til að auka heilsu- gæsluna. Markmiðið með námskeiðinu er að þjálfa fólk fyrir kröfuhörð bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á verklegum æfingum sem miðast við að gera námið sem líkast raunveruleikanum. Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni og vönduð námsgögn innifalin í verði námskeiðsins. Lengd: 126 stundir - Stgr. verð: 106.875 Tími: Kvöldnámskeið hefst 10. feb. og morgunnámskeið 4. feb. Síðan ég lauk námskeiðinu hef ég starfað við bókhald hjá SÍF hf. Þar hefur þetta magnaða námskeið NTV nýst mér frábærlega. Anna María - bókari hjá SÍF Bókhald Verslunarreikningur Tölvubókhald Navision VSK uppgjör Afstemming / Ársreikningar Námsgreinar Úti í heimi ■ John F. Kerry leggur allt undir í baráttu sinni fyrir því vera valinn forsetaefni demókrata. JOHN F. KERRY Kerry á mikið undir góðu gengi í forvali Demókrataflokksins. Hann er búinn að veðsetja húsið sitt upp á rúmar 400 milljónir króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.