Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Kaldaljós verður framlag Ís-lands til Kvikmyndahátíðar-
innar í Berlín sem hefst á
fimmtudaginn. Myndin verður
einnig sýnd á markaðssýningum
í tengslum við hátíðina en þar
mun hátíðargestum einnig gef-
ast tækifæri til að berja Opin-
berun Hannesar, eftir Hrafn
Gunnlaugsson, augum.
Opinberunin fékk frekar
slæma dóma hér heima en
Hrafn hefur bundið nokkrar
vonir við viðtökur erlendis
þannig að það má segja að mark-
aðssýningarnar í Berlín verði
ákveðinn prófsteinn á hvernig
þessi sérstaka ádeila á kerfis-
báknið leggst í útlendinga.
Kaldaljós verður frumsýnd í
Berlín 7. febrúar og verða
helstu aðstandendur viðstaddir,
rétt eins og í Gautaborg á dög-
unum.
Tómas Lemarquis, sem lék
Nóa albínóa með miklum glæsi-
brag, tekur þátt í „Shooting Star
2004“ á hátíðinni og fær þar
kjörið tækifæri til að kynna sig
fyrir evrópskum kvikmynda-
framleiðendum. Þá hafa þeir
Ólafur Jóhannesson, Óskar Þór
Axelsson og Ragnar Santos ver-
ið valdir til að taka þátt í „talent
campus 2004“ á hátíðinni.
Fjögur önnur verkefni sem
Íslendingar taka þátt í verða
með á sérstökum markaði en
það eru White Lies, Ordinary
Life, The Good Heart í leik-
stjórn Dags Kára Péturssonar
og Three Times a Gentleman. ■
Bíó
OPINBERUN HANNESAR
■ Verður borin á borð fyrir kvikmynda-
mógúla í Berlín.
Rocky
...... fá spekingarnir á Baggalúti
fyrir að fylla skarð ekkifrétta-
mannsins Hauks Haukssonar
með tilþrifum.
Fréttiraf fólki
Hrafn opinberar í Berlín
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Anders Fogh Rasmussen.
Runólfur Ágústsson.
Gullfoss.
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
í dag
Íslenskur
boltastrákur
á leið til
Brasilíu
Útibússtjóri KB
banka rekinn
út af nafninu
Forsetahjónin
niðurlægð
HRAFN GUNNLAUGSSON
Opinberun Hannesar verður sýnd á
markaðssýningum í tengslum við
Kvikmyndahátíðina í Berlín.
Gjörsamlega vonlausir!
Fröken! Tvær flöskur í viðbót!
Það má bóka mikið stuð á Flat-eyri á laugar-
daginn en þá held-
ur Stútungur sitt
árlega þorrablót í
tíunda sinn. Blót
þessi eru annáluð
skemmtikvöld og
að þessu sinni
hafa Stútungar fengið sjálfan
Hemma Gunn til að sinna veislu-
stjórn og kunnugir telja víst að
hinn kúnstugi læknir þeirra Flat-
eyringa, Lýður Árnason, muni
einnig láta til sín taka. Það er því
ekki ofsögum sagt að í það
minnsta tveir annálaðir stuðbolt-
ar verði á staðnum og sjálfsagt
munu gamanmálin fjúka með lát-
um innan um hákarlinn og
hrútspungana, sem eru að sögn
bornir fram með kartöflumús
fyrir vestan.
Ungir vinstri grænir hafa boð-að til aukaaðalfundar á Hótel
Loftleiðum á laug-
ardaginn en tilefn-
ið er óhjákvæmi-
leg formanns-
skipti. Katrín Jak-
obsdóttir mun láta
af embætti á fund-
inum þar sem hún er orðin vara-
formaður móðurfélagsins Vinstri
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs þar sem hún situr nú í önd-
vegi við hlið stofnanda flokksins,
Steingríms J. Sigfússonar.
Lárétt: 1 staða í skák, 5 í röð, 6 há-
skólagráða, 7 einkennisstafir, 8 dæling, 9
offur, 10 grastota, 12 vætu, 13 rödd, 15
til, 16 þvaður, 18 lítir.
Lóðrétt: 1 iðnaðarmaður, 2 flýti, 3 tveir
eins, 4 mikilfenglegur, 6 greiða, 8 eyða,
11 belti, 14 tíu, 17 leit.
Lausn.
Lárétt:1patt,5rst,6ba,7ea,8sog,9
fórn,10tó,12aga,13alt,15að,16raus,
18gáir.
Lóðrétt: 1prentari,2asa,3tt,4magn-
aður, 6borga,8sóa,11óla,14tug,17
sá.
Leikari í yfirvigt dansar
við sjónvarpsefni
Í lok janúar hlaut Helena Jónsdótt-ir, danshöfundur og leikstjóri, al-
þjóðleg verðlaun fyrir vídeódans-
verk sitt Herbergið (Zimmer) en
þetta er í fjórða sinn sem þessi
verðlaun eru veitt. Helena hefur
áður hlotið verðlaun fyrir dansverk
sín og verk hennar Brakraddir
vakti töluverða athygli. Herbergið
sýnir mann í yfirvigt og mótdansar-
ar hans eru hversdagslegt sjón-
varpsefni. Að sögn Helenu byggist
verkið á að gera okkur ljóst hvað
við erum að meðtaka af þessum
mikla sannleik sem sjónvarpið gef-
ur okkur.
„Þetta er gömul hugmynd sem
þróaðist betur þegar ég sendi þessa
hugmynd inn fyrir hálfu ári síðan,“
segir Helena. „Þegar ég komst í úr-
slit fékk ég svo styrk til að búa til
prufu og vann hana í samvinnu við
Elísabetu Ronaldsdóttur, Filippíu
Elísdóttur, Hall Ingólfsson og
Magna Ágústsson. Auk þess var
Ólafur Darri Ólafsson leikari kom-
inn inn í myndina og þá þróaðist
hugmyndin betur. Það að fá þessi
verðlaun hefur gífurlega jákvæð
áhrif fyrir mig. Þetta þýðir að ég fæ
styrk til að framleiða þessa mynd,
ég fæ að eiga myndina sjálf en þeir
sjá um alla dreifingu og að koma
henni í sjónvarp.“
Yfir hundrað verk voru send í
keppnina og var verk Helenu
eitt af sex verkum sem voru til-
nefnd til þessara virtu þýsku
menningarverðlauna. Í greinar-
gerð nefndarinnar sem valdi
verðlaunaverkið kemur fram að
hugmynd Helenu sé lofsverður
snertiflötur milli hennar eigin
sköpunar á líkamlegri tjáningu
og stöðu menningar á sam-
skiptaöld. Dansvídeó hennar
hafi vakið spurningar um
ábyrgð einstaklingsins í menn-
ingu sem er gegnsýrð af sjón-
varpi. Það sé því nokkuð kald-
hæðnislegt að vídeóið muni að
lokum vera sýnt í þeim miðli
sem verið er að mótmæla. ■
Smákrakkar eru asnar, maður! Þeir eyða öllum vikupeningunum í
eitthvað drasl sem gerir þá bara heimska, feita og félagslega hefta!
HELENA JÓNSDÓTTIR
Hlaut þýsk verðlaun fyrir vídeódansverk sitt
Herbergið, sem vekur spurningar um
ábyrgð einstaklingsins í menningu sem er
gegnsýrð af sjónvarpsáhorfi.
Verðlaun
HELENA JÓNSDÓTTIR
■ Sigraði í alþjóðlegri samkeppni dans-
vídeóverka og fær framleiðslustyrk til að
koma verki sínu í sjónvarp. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T