Fréttablaðið - 03.02.2004, Side 25

Fréttablaðið - 03.02.2004, Side 25
25ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk Heiner Brand: Fórnaði skegginu sínu Fergie í friðarhugleiðingum Stjórn Manchester United skipar Ferguson að leita sátta. John Magnier eykur öryggisgæslu eftir hótanir stuðningsmanna United. FÓTBOLTI „Smærri þjóðirnar verða að leika vegna þess að þær geta ekki beðið eftir næstu und- ankeppni,“ sagði Sepp Blatter í viðtali við BBC. „Knattspyrnu- samband Afríku ætti að skipu- leggja svæðisbundnar keppnir.“ Sextán þjóðir taka þátt í 24. Afríkukeppninni, sem fram fer í Túnis þessa dagana, og und- ankeppni fyrir keppnina í Eg- yptalandi árið 2006 er þegar haf- in. Fyrirkomulagi undankeppn- innar var breytt fyrir næsta mót og er helmingur þjóðanna þegar úr leik og fær ekki annað verk- efni fyrr en í undankeppni móts- ins árið 2008. Eftir eru 30 þjóðir sem keppa í fimm riðlum um sæti í lokakeppni Afríkumótsins árið 2006 og í lokakeppni heims- meistarakeppninnar síðar sama ár. Fyrirkomulagið reitti smærri þjóðir Afríku til reiði og sögðu fulltrúar þeirra að það væri beinlínis skaðlegt fyrir upp- byggingu fótboltans í þeirra löndum. Blatter, sem er staddur í Túnis, tók undir þetta og sagði að nauðsynlegt væri að Knatt- spyrnusamband Afríku efndi til móts fyrir þjóðirnar sem væru úr leik. Hann sagði að til greina kæmi að efna til sams konar móta í Asíu og Evrópu. ■ KÖRFUBOLTI Stúdínur endurheimtu annað sætið í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöld með 90–49 sigri á botnliði ÍR í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þetta var fyrsti sigur ÍS eftir fjögurra leikja taphrinu sem hafði þýtt að liðið féll af toppnum niður í 3. sætið. ÍR lék án Eplunus Brooks í leiknum en hún er farinn heim og mun ÍR-liðið því leika án erlends leikmanns þar sem eftir er tíma- bils. Stúdínur höfðu leikinn í öruggum höndum og eru greini- lega að rífa sig upp eftir skelfilegt gengi í undanförunum leikjum. Stella Rún Kristjánsdóttir skoraði 22 stig fyrir ÍS en Alda Leif Jónsdóttir var með 21 stig og 7 stoðsendingar. Maður leiksins, Svandís Sigurðardóttir, skoraði 13 stig, tók 19 fráköst og stal 5 bolt- um á aðeins 24 míntum. Svana Bjarnadóttir var með 8 stig og 9 fráköst og Lovísa Guðmundsdótt- ir skoraði 7 stig. Kristín Þorgrímsdóttir leysti Eplunus Brooks vel af hólmi, skoraði 13 stig og tók 8 fráköst fyrir ÍR, og Eva María Grétars- dóttir var með 12 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Kristrún Sig- urjónsdóttir bætti síðan við 8 stig- um fyrir Breiðholtsliðið, sem hef- ur tapað 11 leikjum í röð og er svo gott sem fallið í 2. deild. ■ AFRÍKUKEPPNIN Senegalinn El-Hadji Diouf og Túnisbúinn Thomas Oundo í leik þjóðanna í Afríkukeppninni. Mót smáþjóða: Blatter vill nýja keppni FÓTBOLTI Stjórn Manchester United hefur gefið Alex Ferguson skýr fyrirmæli um að ljúka deilu hans við John Magnier, einn stærsta hlutafann í félaginu. Ferguson og Magnier hafa átt í heiftarlegum deilum um tekjur af veðhlaupa- hestinum Rock of Gibraltar. Alex Ferguson skrifaði undir nýjan samning í síðustu viku og í framhaldi af því ræddi Ferguson við David Gill, aðalframkvæmda- stjóra United. Gill hefur áform sem miða að því að leiða málið til lykta og vilja þeir Ferguson hitta Magnier. Á sunnudag fór Ferguson til Ír- lands til fundar við lögfræðinga sína, stjórn United til ósegjanlegs léttis. Stjórnin hafði óttast að Ferguson myndi leggja öll friðar- áform á hilluna eftir að í ljós kom að Jason sonur hans hafði verið undir eftirliti. Ferguson varð öskuillur þegar í ljós kom að ein- hver hafði stolið pósti Jasons, leit- að í ruslatunnum og snuðrað við heimili hans. John Magnier hefur á hinn bóg- inn auknar áhyggjur af sífelldum hótunum frá stuðningsmönnum United í pósti, síma og tölvupósti. Náinn vinur Magniers segir að hann hafi óskað eftir aukinni vernd fyrir sig, eiginkonuna, synina þrjá og dæturnar tvær. Það nær einnig til bróður hans Davids, sem býr í Cork-sýslu á Írlandi. Í síðustu viku voru skrifuð ókvæðisorð á hesthús í eigu hans og telur John Magnier að stuðningsmenn United hafi þar verið að verki. Áhangendur United létu í ljós stuðning sinn við Ferguson með hrópum og áletruðum borðum þeg- ar félagið lék gegn Southampton á laugardag. Þeir klæddust einnig stuttermabolum sem báru mynd af Magnier og hestinum Rock of Gibraltar á skotskífu. „Það verða stöðugar aðgerðir sem miða að því að gera Magnier lífið leitt,“ hafði The Sun eftir Andy Walsh, fyrrum formanni samtaka óháðra stuðningsmanna. Hugmyndir Fergusons og Magniers um málalok eru enn tals- vert ólíkar. Talið er að Ferguson muni sættast á eina greiðslu upp á átta til tíu milljónir punda í stað ár- legra greiðslna. Hins vegar er talið að Magnier sé tilbúinn að greiða Ferguson árlega allt að 200.000 pund, draga til baka kröfu um opin- bera afsökun og að báðir aðilar greiði sinn lögfræðikostnað. ■ HANDBOLTI „Yngri leikmennirnir voru ákveðnir í því að losa mig við skeggið,“ sagði Heiner Brand, þjálfari þýsku Evrópu- meistaranna í handbolta, við þýska blaðið Bild. „Ég var fús til að fórna því fyrir meistara- skjöldinn,“ sagð Brand en hann hafði lofað því að fórna skegginu ef Þjóðverjar sigruðu í keppn- inni. Allir leikmennirnir máttu klippa og máttu eiga nokkur hár úr skegginu til minningar. Bild spurði einnig hvort hann ætlaði að láta skeggið vaxa að nýju. „Gjarnan ef það hjálpar. En ég verð fyrst að ræða það við eiginkonuna.“ Þjálfarinn var ekki sá eini sem fórnaði skegginu eftir úrslitaleikinn því Klaus-Dieter Petersen, Mark Dragunski, Jan- Olaf Immel og markvörð- urinn Henning Fritz fengu allir rakstur á sunnudagskvöld. ■ NÝTT ÚTLIT ÞJÁLFARANS Þjálfarinn Heiner Brand og fyrirliðinn Daniel Stephan á flugvellinum í Frankfurt í gær. Bayern München: Deisler æfir á ný FÓTBOLTI „Mér líður vel,“ sagði Sebastian Deisler eftir fyrstu æfingu sína hjá Bayern München síð- an í nóvember. „Þetta er orðinn langur tími og ég hef bætt á mig nokkrum kílóum.“ Deisler var lagður inn á sjúkrahús vegna þung- lyndis í nóvember en var útskrifaður í byrjun síð- ustu viku. Hann lék síð- ast með Bayern München í 4-1 sigri á Borussia Dortmund 8. nóvember. Deisler hefur verið óheppinn með meiðsli en virtist í leiknum gegn Dortmund vera að komast í sitt besta form. Það kom knatt- spyrnuáhugamönnum mjög á óvart þegar til- kynnt var að Deisler hefði þurft að leita sér lækninga vegna þung- lyndis. Deisler var lengi tal- inn einn efnilegasti leik- maður Þjóðverja. Hann hefur þegar leikið 20 A- landsleiki og er talið að hann eigi góða möguleika á að endurheimta sæti sitt í landsliðinu. ■ SEBASTIAN DEISLER Æfir að nýju með Bayern München. STUÐNINGSMENN UNITED Létu afstöðu sína í ljós á laugardag. 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöld: Stúdínur endur- heimtu 2. sætið SVANDÍS SIGURÐARDÓTTIR Skoraði 13 stig og tók 19 fráköst á aðeins 24 mínútum gegn ÍR í gær. STAÐAN Í 1. DEILD KVENNA Keflavík 15 12 3 1226–930 24 ÍS 15 10 5 975–866 20 KR 15 9 6 997–945 18 Grindavík 15 6 9 931–968 12 Njarðvík 15 6 9 904–1069 12 ÍR 15 2 13 858–1113 4 Liðin leika 20 leiki, fjögur lið komast í úrslitakeppnina og eitt lið fellur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.