Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 DÜSSELDORF, AP Hebertus Bikker, tæplega níræður fyrrum nasista- foringi, hefur verið úrskurðaður ósakhæfur. Bikker var ákærður fyrir að hafa myrt Jan Houtmann, meðlim hollensku andspyrnu- hreyfingarinnar, árið 1944. Úrskurðurinn byggir á mati taugasjúkdómafræðings sem seg- ir heilsu Bikkers það slæma að hann þoli ekki langt réttarhald. Saksóknari óskaði eftir faglegu mati á heilsu Bikkers eftir að lög- menn hans óskuðu eftir því að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Hebertus Bikker var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Hollandi skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina fyrir pyntingar og landráð. Hann flúði til Þýskalands árið 1952, þar sem hann hefur búið síðan. Hann var lögsótt- ur í Þýskalandi árið 1957, en vegna skorts á sönnunargögnum var mál- inu vísað frá. Í september síðastliðnum var mál hans aftur tekið upp. Vegna lakrar heilsu Bikkers máttu réttarhöldin aðeins standa í tvær klukkustundir á dag. Þrátt fyrir það kom það nokkrum sinnum fyrir að hann væri fluttur á spítala með of háan blóðþrýsting. ■ FALLINN JIHAD-LEIÐTOGI Jihad-leiðtoginn Yasser Abu al-Aesh var meðal fjögurra fallinna í aðgerðum Ísraels- manna á Gaza-svæðinu í gærmorgun. Skotbardagi á Gaza: Leiðtogi Jihad féll GAZA, AP Að sögn talsmanns palest- ínskra stjórnvalda voru Yasser Abu al-Aesh, leiðtogi íslömsku Ji- had-hreyfingarinnar á Gaza- svæðinu, og bróðir hans meðal fjögurra Palestínumanna sem féllu í aðgerðum Ísraelsmanna í Rafah-flóttamannabúðunum í gærmorgun. Að sögn sjónarvotts féll al- Aesh ásamt þremur öðrum liðs- mönnum Jihad-hreyfingarinnar í skotbardaga við ísraelska her- menn en að sögn talsmanns Ísra- elshers hófu Palestínumennirnir skothríð á ísraelsku hermennina og köstuðu að þeim handsprengj- um þegar þeir nálguðust fylgsni þeirra. Húsið sem mennirnir dvöldu í var lagt í rúst en að sögn sjónar- votta höfðu Jihad-liðarnir klárað öll skotfæri. Al-Aesh missti bæði handlegg og fót í sprengingu í fyrra. ■ WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti í þinginu í gær fjárlög ársins 2005. Sam- kvæmt þeim hljóða útgjöld ríkisins upp á 2,4 milljarða dollara, 168 þús- und milljarða íslenskra króna. Fjárlagahalli Bandaríkjanna nemur 521 milljarði dollara, sem jafngildir 36,5 þúsund milljörðum íslenskra króna. Bush gerði grein fyrir víðtækum aðgerðum til að sporna gegn auknum halla. Mest verður skorið niður hjá stofnun- um sem vinna að landbúnaðar- og umhverfismálum. Samkvæmt langtímaáætlun forsetans verður halli ríkissjóðs kominn niður í 237 milljónir dollara árið 2009. Þrátt fyrir mikinn fjárlaga- halla hyggst Bush auka fjárfram- lög til varnarmála. Framlög til hersins hækka um 7% milli ára og er þá ekki tekinn með kostnaður vegna stríðsins í Írak og Afganist- an. Framlög til heimavarnarráðu- neytis Bandaríkjanna hækkar um 10% og til Alríkislögreglunnar (FBI) um 11%. „Við erum enn í stríði,“ sagði Bush þegar hann kynnti fjárlaga- frumvarpið. „Við höfum einsett okkur að berjast gegn hryðju- verkum og munum ekki hætta fyrr en við höfum sigrað.“ Forsetakosningar verða haldn- ar í Bandaríkjunum á næsta ári og ber frumvarpið keim af því. Aukafjárveitingar vegna stríðsins í Írak og Afganistan verða til að mynda ekki kunngjörðar fyrr en eftir kosningarnar. Búast má við miklum rökræð- um um fjárlagafrumvarpið í bandaríska þinginu á næstu mán- uðum. Demókratar hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harðlega og þá sérstaklega hversu áherslan á hernað og varnarmál komi illa niður á atvinnu-, heilbrigðis- og menntamálum. Ted Kennedy sagði frumvarpið vera það ófjöl- skylduvænasta sem hann hefði nokkurn tímann séð. Sumir repúblikanar hafa einnig efasemdir um að frum- varpið nái fram að ganga. ■ MEINDÝRAEYÐIR Rafn Haraldsson meindýraeyðir hefur fengið bréf frá sýslumanninum á Selfossi þar sem honum er gert að afhenda ný- fengið skírteini sitt sem lýsir því að honum sé heimilt að kaupa eit- urefni til að eyða meindýrum. Rafn fékk leyfið útgefið skömmu eftir alþingiskosningarnar í vor. Á umsóknareyðublaði segist hann hafa lýst því að viðfangsefni hans væru mýs, skordýr og framsókn- armenn. Frá þessu var sagt í Fréttablaðinu 25. janúar og jafn- framt því að Rafn meindýraeyðir virtist hissa á að umsóknin skyldi samþykkt. Daginn eftir að blaðið kom út fékk Rafn boð um að mæta á fund sýslumanns. Í framhaldinu barst Rafni bréf frá sýslumanni með til- kynningu um að hann væri svipt- ur leyfi og ætti að skila inn skír- teini sínu. Afrit var sent ráðuneyti og umhverfisstofnun. Meindýra- eyðirinn hefur neitað að verða við kröfu sýslumanns og réði lög- mann sér til varnar. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki tjá sig um einstök mál einstak- linga. „Að sjálfsögðu er sýslumanni óheimilt að veita leyfi til annars en lög númer 52 frá 1988 um eiturefni og hættuleg efni segja til um. Í áttundu grein, fyrstu máls- grein, segir: „Eigi má afhenda eiturefni ef ástæða er til þess að ætla að viðkomandi kynnu að fara sjálfum sér að voða eða gætu unn- ið öðrum tjón með efninu sökum geðveiki, neyslu vímugjafa, van- þroska, vanstillingar, fákunnáttu o.s.frv. Ekki er við annað að styðj- ast en lög í þessum efnum,“ segir Ólafur Helgi. ■ HEBERTUS BIKKER Bikker var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Hollandi skömmu eftir síðari heimsstyrj- öldina fyrir pyntingar og landráð. Hann flúði til Þýskalands árið 1952. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Krefur meindýraraeyðinn um skírteinið. MEINDÝR Meindýraeyðirinn lýsti því að hann hefði leyfi til að eyða fleiru en músum og rottum. Segist hafa leyfi til að eyða framsóknarmönnum: Sýslumaður svipti meindýraeyði leyfi Fjárlagahallinn 521 milljarður dollara Bandaríkjaforseti kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2005 í gær. Framlög til varnarmála aukin verulega. Demókratar segja frumvarpið það ófjölskylduvænasta sem þeir hafi séð. AUKIN FRAMLÖG TIL VARNARMÁLA Forsetakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum á næsta ári og ber frumvarpið keim af því. Aukafjárveitingar vegna stríðsins í Írak og Afganistan verða til að mynda ekki kunngjörðar fyrr en eftir kosningarnar. Ákærður fyrir morð á meðlimi hollensku andspyrnuhreyfingarinnar: Nasistaforingi ósakhæfur Hæstiréttur: Felldi úr- skurð úr gildi DÓMSMÁL Hæstiréttur gerði Hér- aðsdómi Reykjavíkur að taka tvo efnisliði í stefnu erlendra tóbaks- fyrirtækja gegn íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Var þess krafist að fyrirtækj- unum væri heimilt þrátt fyrir ákvæði um tóbaksvarnir að miðla tilteknum staðreyndum um tó- baksvörur til tóbaksverslunarinn- ar Bjarkar. Hins vegar að öðru tó- baksfyrirtækinu yrði heimilað að birta tiltekinn texta í íslenskum fjölmiðlum. Var fallist á að fyrir- tækið gæti haft lögvarða hags- muni af því að textinn yrði birtur í fjölmiðlum hér á landi. ■ BRA BRA Kuldinn og fannfergið í Evrópu hefur gert fiðurfénaði erfitt fyrir um fæðuöflun eins og þessi mynd frá Stokkhólmi sýnir en villiendur sækja nú mikið inn í þéttbýlið í Svíþjóð í leit að æti. Grunnskólakennarar: Kröfugerð á föstudag KJARAMÁL Fulltrúar grunnskóla- kennara hittu fulltrúa Launanefnd- ar sveitarfélaga á stuttum fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gærmorgun. Kjarasamningur grunnskólakennara við sveitar- félög rennur út í lok mars. Ákveðið var að samninga- nefndirnar hittust á ný hjá sáttasemjara næstkomandi föstudag og verður kröfugerð grunnskólakennara þá kynnt formlega. Framhaldsskó lakennarar framlengdu á Þorláksmessu kjarasamning sinn við ríkið til loka nóvember á þessu ári en samningurinn átti að renna út í lok apríl næstkomandi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.