Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 UPPSAGNIR Átta starfsmönnum á þjónustusviði Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins var sagt upp störfum um síðustu mánaðamót. Þetta er rúmur þriðjungur starfsmanna þjónustusviðs stofnun- arinnar og var starfsmönnum útibú- anna á Ísafirði, Akureyri og í Vest- mannaeyjum sagt upp. Stöðugildum hjá stofnuninni fækkaði þó ekki um átta, þar sem nokkrir starfsmann- anna voru í hlutastarfi. Þjónustu- mælingar verða hjá viðkomandi úti- búum fram til 1. maí næstkomandi. Uppsagnirnar eru liður í endur- skipulagningu útibúa stofnunarinn- ar og er markmiðið meðal annars að auka vægi rannsókna og þróunar í starfseminni og jafnframt að draga úr samkeppnisrekstri. Í frétt frá stofnuninni segir að í framtíðinni verði aukin áhersla lögð á rannsóknir á útibúum í Vest- mannaeyjum, á Ísafirði og Akur- eyri, auk Reykjavíkur, og verður nýtt starfsfólk ráðið til samræmis við það. Þá segir að áfram verði reknar þjónustumælingar í Neskaupstað og í Reykjavík, þar sem mælingar séu nauðsynlegur þáttur í flestum rannsóknum. ■ Reðursafn Íslands: Til Húsavíkur REÐURSAFN Til skoðunar er að flytja Reðursafn Íslands til Húsa- víkur, að því er segir á heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýsl- um. Enn fremur segir að fréttir af hugsanlegum flutningum hafi vakið verðskuldaða athygli. Heimamenn á Húsavík telja við- eigandi að safnið verði á þeim stað þar sem það sómir sér hvað best, innan um þingeyska karl- menn sem löngum hafa verið tald- ir vel vaxnir niður. Óneitanlega velta menn fyrir sér ástæðum fyrir flutningi safns- ins norður, hvort það er framboð sýningargripa fyrir norðan sem gerir flutninga fýsilega eða eitt- hvað annað. ■ NEYTENDUR Kvörtunardeild Neyt- endasamtakanna hafði milligöngu um fleiri kvörtunarmál á árinu 2003 en árinu á undan. 259 kvört- unarmál bárust inn á borð sam- takanna og nemur fjölgunin 16%. Ólöf Embla Einarsdóttir, forstöðu- maður leiðbeininga- og kvörtun- arþjónustu Neytendasamtakanna, segir skiptingu málaflokka tiltölu- lega stöðuga. „Stærstu málaflokk- arnir eru raftæki og fatnaður. Fólk er að kaupa þessa hluti í stór- um stíl og af því skapast fleiri tækifæri á að eitthvað fari úr- skeiðis.“ Af öðrum málaflokkum nefnir Ólöf Embla sem dæmi bíla, fasteignir og fjármálafyrirtæki. „Það sveiflast milli ára hvernig gengur að hafa milligöngu milli neytenda og seljanda. Ef niður- sveifla er í þjóðfélaginu getur verið erfitt að fá seljendur til að leysa mál. Þetta átti sérstaklega við þegar lægð kom í efnahagslíf- ið árið 2001. Hins vegar ef upp- sveifla er í gangi fá flest mál far- sælan endi.“ Kvörtunardeildinni bárust á síðasta ári 6.881 fyrirspurnir. Flestar tengdust gæðakönnunum, bílum, ferðalögum, raftækjum og tölvum. Sömuleiðis var mikið spurt vegna verðlags og auglýs- inga, inneignarnótna og hús- gagna. Aðrir vinsælir málaflokk- ar voru skilaréttir, fasteignir, far- símar, fjármálafyrirtæki og tryggingar auk ýmissar lögfræði- legrar ráðgjafar. „Fyrirspurnir sem berast Neytendasamtökunum eru af ýmsum toga. Í einu tilfelli hringdi karlmaður og sagði farir sínar ekki sléttar vegna kaupa á sófa og hélt því fram að hann væri gallað- ur. Eftir að hafa legið í honum í tvö ár sagðist maðurinn vera kom- in með heilahristing og vera hand- lama. Það var engin leið að hjálpa þessum manni,“ segir Ólöf Embla. kolbrun@frettabladid.is Kvörtunarmál sem Neytendasamtökin hafa milligöngu um getaverið af ýmsum toga. Í sumum tilvikum þurfa mál að fara til fleiri en einnar stofnunar til að fá úr þeim skorið. Karlmaður fékk bílaleigubíl í þrjá daga á meðan bíllinn hans var á verkstæði eftir árekstur. Samkvæmt samkomulagi skilaði maður- inn síðan bílnum á tilsettum stað og á réttum tíma. Fjörum dögum síðar fékk hann reikning frá bílaleigunni vegna tjóns á bílnum. Hann neitaði að tjónið væri af hans völdum en bílaleigan hélt fram hinu gagnstæða. Þegar málið var skoðað kom í ljós að enginn fulltrúi frá bílaleig- unni var á staðnum þegar bílnum var skilað. Starfsmaður bílaleig- unnar ók bílnum frá verkstæði til starfsstöðvar bílaleigunnar áður en tjónið kom í ljós. Ekki tókst að leysa málið hjá kvörtunarþjónust- unni og málið því sent úrskurðarnefnd í ferðamálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að maðurinn hefði valdið tjóninu. Bílaleigan yrði að bera hallann af þeim óvissutíma sem leið frá því maðurinn skilaði af sér bílnum þar til bílaleigan skoðaði hann. Leigutakanum var því ekki skylt að greiða reikninginn vegna viðgerðarinnar. ■ indaþingið sem haldið var í Penn- sylvaníu árið 1972. Árið 1996 stóð hún síðan fyrir stofnun samtaka sem beita sér fyrir bættri stöðu kvenna á efri árum og aukinni fræðslu um leiðir til þess að tryggja farsælt ævikvöld. Fædd í Mósambík Teresa er fædd og uppalin í Mó- sambík og stundaði nám í Suður- Afríku og Sviss. Hún talar reiprennandi fimm tungumál og kom fyrst til Bandaríkjanna á fyrri hluta sjöunda áratugarins, sem starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Á þeim vettvangi kynntist hún John Heinz, en þau gengu í hjóna- band árið 1966 og eignuðust þrjá syni í 25 ára hamingjusömu hjóna- bandi. Við fráfall Heinz var Teresa þegar orðin landsþekkt fyrir áhuga sinn á mannréttindamálum og baráttu sína fyrir samfélagsleg- um framförum og aukinni velferð. Það kom því ekki á óvart þegar repúblikanar reyndu að fá hana til þess að bjóða sig fram til þings að eiginmanni sínum látnum. Því hafnaði Teresa en tók þess í stað við stjórn tveggja styrktar- og góð- gerðarsjóða Heinz-veldisins, en undir hennar stjórn hafa sjóðirnir meðal annars stutt ýmis umhverf- isvæn nýsköpunarverkefni auk þess að stuðla að aukinni menntun með styrkjum bæði til einstaklinga og menntastofnana. Þar að auki hefur Teresa styrkt ýmis verkefni sem miða að aukinni velferð barna og unglinga auk þess að styðja ýmis menningartengd verkefni dyggilega. Á stall með Hillary Það var síðan sameiginlegur áhugi þeirra Johns Kerry og Ter- esu á umhverfisvernd, sem leiddi til þeirra fyrstu kynna, en það var á umhverfisráðstefnunni „Earth Day“ árið 1990. Þar kynnti eigin- maðurinn, John Heinz, hana fyrir nafna sínum Kerry og árið 1992, eftir dauða Heinz, lágu leiðir þeirra aftur saman á umhverfis- ráðstefnunni „Earth Summit“ í Rio de Janeiro, en þar var hún einn af óopinberum fulltrúum Bandaríkj- anna. Ári síðar fóru þau að vera saman og gengu í hjónaband á minningardaginn, „Memorial Day“, árið 1995 að viðstöddum son- um Teresu og tveimur dætrum Kerrys frá fyrra hjónabandi. Teresa hefur orðið ýmiss heið- urs aðnjótandi fyrir störf sín og í september hlaut hún „Albert Schweitzer-gullorðuna“ fyrir framlag sitt til mannúðar-, um- hverfis-, menningar og velferðar- mála, auk baráttu sinnar fyrir bættum hag barna og kvenna í heiminum. Nýlega var hún svo kosin til þess að taka sæti í banda- rísku lista- og vísindaakademí- unni. Það má því með sanni segja að þar sem Kerry skorti þekkingu og reynslu komi Teresa til bjargar en sumir segja að hún sé eigin- manni sínum fremri á flestum sviðum og muni því sóma sér vel við hlið hans í Hvíta húsinu. Sum- ir líkja henni við Hillary Clinton og setja hana á stall með henni og Eleanor Roosevelt, sem af mörg- um þykja ötulustu forsetafrúr síðustu aldar. ■ Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Átta sagt upp NESKAUPSTAÐUR Áfram verða reknar þjónustumælingar í Neskaupstað.. KVÖRTUNARDEILD NEYTENDASAMTAKANNA Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakanna er starfrækt í Reykjavík og á Akureyri og sinnir hún neytendum hvar á landinu sem þeir búa. Í Reykjavík eru fjórir starfsmenn í fullu starfi, þar á meðal tveir lögfræðingar, en á Akureyri er einn starfsmaður í hálfu starfi. FJÖLDI KVÖRTUNARMÁLA 2003. TÍU FJÖLMENNUSTU MÁLAFLOKKARNIR. Kvörtunarmál Fjöldi Fatnaður og skartgripir 51 Ferðamál 34 Húsgögn 25 Fjármálafyrirtæki 20 Iðnaðarmenn 17 Fasteignir 16 Önnur þjónusta 15 Bílar og önnur farartæki 15 Tölvur og hugbúnaður 14 Raftæki 11 Fjarskipti og póstur 11 Tryggingar 10 Skólar og námskeið 10 Efnalaugar og þvottahús 10 Evrópska neytendaðstoðin 7 Kvörtunarmálum fjölgaði Fleiri kvörtunarmál bárust kvörtunardeild Neytendasamtakanna í fyrra en árinu á undan. Stærstu málaflokkarnir eru raftæki og fatnaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÉT U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.