Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 17
17ÞRIÐJUDAGUR 3. febrúar 2004 HÁKON PRINS OG METTE-MARIT Norski krónprinsinn og prinsessa hans eru hér með litlu prinsessuna sína, hana Ingiríði Alexöndru, og Maríus sem Mette-Marit eignaðist áður en hún komst í kynni við ríkisarfann. flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.299kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.199kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.199 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 4.-10. febrúar VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 2.599kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og GRÍMSEYJAR 2.599 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 35 51 02 /2 00 4 Þeim fer stöðugt fækkandi Ís-lendingunum sem muna eftir sjónvarpslausu fimmtudögunum þar sem ekkert var á skjánum nema stillimyndin. Þessi litríka mynd, sem var ómissandi á fyrstu árum litasjónvarps hérlendis, hef- ur ekki sést lengi en orðið er lítið um dauðar stundir á skjánum með tilkomu skjáleikja og beinna út- sendinga frá Alþingi. Það fór því sæluhrollur um marga sem kveiktu á sjónvarpinu í gærmorgun en þá blasti þessi viðkunnanlegi gamli heimilisvin- ur við. Samkvæmt upplýsingum frá útsendingarstjórn Sjónvarps- ins er stillimyndin þó ekki komin til að vera þar sem henni var ein- ungis brugðið upp eftir að bilun í tölvu sló skjáleikinn út af laginu. „Leikurinn datt út aðfaranótt mánudagsins og menn voru orðn- ir eitthvað leiðir á því að hafa frosna mynd á skjánum og því var stillimyndinni skellt upp,“ segir útsendingarstjórinn. „Ef allt væri eðlilegt væru útsend- ingar frá Alþingi teknar við en hún fer aftur um leið og skjáleik- urinn kemst í lag.“ Stillimyndin naut sín fram eft- ir degi í gær og er svo alltaf til taks þegar eitthvað klikkar. ■ Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-herra gekk í Skákfélagið Hrók- inn í gær. Ráðherrann hefur löng- um verið málstað Hróksins vel- viljaður og er sérlegur verndari Vinaskákfélagsins sem Hrókur- inn og Rauði krossinn stofnuðu í sameiningu í sumar, en félagið mun annast skákæfingar í Vin, at- hvarfi Rauða krossins við Hverf- isgötu. Vin er eitt fjögurra athvarfa sem Rauði krossinn rekur og er ætlað þeim sem hafa útskrifast af geðdeild en finna fyrir einmana- leika og langar að hafa eitthvað fyrir stafni. Jón var viðstaddur skákæfingu í Vin í gær og gekk við það tæki- færi í Hrókinn. Hann sagðist gera það til þess að sýna starfi félags- ins móralskan stuðning en hann hafi hrifist mjög af því sem félag- ið sé að gera. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, sæmdi ráðherrann merki félagsins og afhenti hon- um skáksett og kennslubókina Skák og mát sem Hrókurinn og Edda útgáfa gefa öllum átta ára börnum á landinu. Ráðherrann tók þessum staðalbúnaði fagn- andi og lét þess getið að sér hefði ekki gefist mikill tími til tafl- mennsku á síðustu árum en nú væri 9 ára barnabarn hans farið að gera miklar kröfur til afa síns á þessu sviði. Drengurinn á að sjálfsögðu bókina góðu og Jón getur nú byrjað á byrjunarreit og lesið sér til í fræðum Karpovs til að halda í við strákinn. ■ Skák JÓN KRISTJÁNSSON ■ Heilbrigðisráðherra gekk í raðir Hróksins í gær og vill þannig sýna starfi félagsins móralskan stuðning. Hann stefnir að því að tefla meira við barnabarn sitt á næstunni. JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra var tekið fagnandi af Hrafni Jökulssyni, forseta Hróksins. Hrafn segir feng að þessum nýja liðsmanni, sem hafi löngum verið málstað skákarinnar velviljaður. Heilbrigðisráðherra hrókerar Sjónvarp STILLIMYNDIN ■ Þessi kunnuglega mynd er orðin æði sjaldséð en skaut óvænt upp kollinum í sjónvarpstækjum lands- manna í gær. Hún er alltaf geymd á vísum stað hjá Sjónvarpinu og fær að njóta sín þegar eitthvað klikkar. STILLIMYNDIN Var ekki beinlínis vinsælt sjónvarpsefni á árum áður en það gladdi hjörtu margra þegar hún rak inn nefið á heimilum landsmanna á mánudagsmorgun. Stillimyndin er alltaf til FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.