Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 14
14 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát DREW BARRYMORE Þessi fjölhæfa leikkona er 29 ára í dag. Við Steinn Ármann kynntumst íLeiklistarskólanum og þá höt- uðum við hvort annað af því að við erum svo lík,“ segir Helga Braga Jónsdóttir um besta vin sinn. Hún segist reyndar eiga aðra bestu vinkonu en af vinum standi Steinn Ármann upp úr. „Við föttuðum það ekkert strax hvað við könnuð- umst við margt í hvort öðru. Hann var í Stjörnuspegli um daginn og þá uppgötvuðum við að við erum með eins stjörnukort, enda er ekki nema vika á milli okkar. Eftir að við föttuðum hvað við erum lík fórum við að elska hvort annað og hann er líka uppáhaldsleikarinn minn.“ Steinn Ármann viðurkennir að þau Helga séu alveg ofsalega góð- ir vinir. „Okkar náni vinskapur byrjaði eftir Leiklistarskólann, þegar við fórum að vinna saman í unglingaþáttunum Ungmennafé- lagið. Þar fórum við um allt land og lékum þessa tvo karaktera Málfríði Mörtu og Eggert A. Markan og þvældumst um landið þvert og endilangt, meira að segja til Surtseyjar. Við spunnum text- ann oft á staðnum og fíflagangur- inn gat verið mikill. Þá urðum við perluvinir og höfum unnið mikið saman; í leikhúsi, skemmt saman, í Stundinni okkar og hitt og þetta. Helsti munurinn á okkur er að hún hefur yndi af því að ferðast til útlanda en ég þoli það ekki. Hún er líka svo gjafmild, síðast þegar hún var erlendis keypti hún handa mér forláta Timberland-jakka sem ég hef ekki farið úr síðan. Það verður einhver heppinn sem nælir í hana.“ ■ Samkvæmt dagatalinu er bollu-dagurinn á morgun. Þrátt fyrir það má búast við að fjölskyldur landsins taki forskot á sæluna og kaupi rjómabollur af öllum stærð- um og gerðum til að úða í sig í dag. Konudagurinn er hins vegar í dag. Til að heiðra báða dagana ákvað Jóhannes Felixson bakari, betur þekktur sem Jói Fel, að bjóða viðskiptavinum sínum upp á amorbollur. „Það er orðið fátítt að fjöl- skyldur geti sest niður heima hjá sér og drukkið kaffi klukkan fjög- ur á mánudegi. Sunnudagurinn verður þess vegna fyrir valinu. Amorbollurnar eru frábrugðnar hinum hefðbundnu að því leyti að ástríðu rjómi er settur á milli.“ Hann segir að haldið verði í hefð- ir og boðið upp á ger- og vatns- deigsbollur. „Flestir kaupa þessar bollur. Ég tel hins vegar nauðsyn- legt að mæta kröfum hinna nýj- ungagjörnu og bjóða upp á eitt- hvað öðruvísi og datt niður á amor- og tíramisubollur.“ Jói segir fólk halda í hefðina, nánast allir fái sé bollur á bollu- daginn, jafnvel þeir sem eru á Atkins-kúrnum. „Bolludagur er fyrir bakara eins og Þorláks- messa er fyrir kaupmenn. Ég er mættur klukkan tólf á miðnætti til að baka bollur. Ég finn fyrir því að minna er að gera nú en áður. Skýringuna er að finna hjá stórmörkuðum sem eru í æ ríkari mæli farnir að selja bollur. Eins virðist fólk borða minna magn af bollum en áður og þar ræður heilsusjónarmið.“ Jói er sjálfur mikill unnandi heilsuræktar og var spurður hvernig hann hagaði sér á bolludaginn. „Ég borða allt sem er í boði og vel af því. Dag- inn eftir fer ég í heilsuræktina og brenni í burtu bollurnar. Ég er nautnabelgur en það kostar ákveðið erfiði.“ Það er mikið að gera hjá Jóa Fel þessa dagana en um þessar mundir fara fram upptökur á mat- reiðsluþáttum sem hann stjórnar. „Tökur eru hálfnaðar. Þættirnir verða sex talsins og fyrsti þáttur- inn fer í loftið í lok mars. Þeir verða af svipuðum toga og áður. Ég elda heima hjá mér og fæ til mín gesti og má þar nefna vitleys- ingana úr 70 mínútum.“ ■ Græddi vel á Mogganum Ég bar út blöð svo árum skipti,“segir Þorfinnur Ómarsson verkefnisstjóri í hagnýtri fjöl- miðlun við Háskóla Íslands. „Ég bar út eigin- lega öll blöð, byrjaði að bera út litlu blöðin, Tím- ann og Þjóð- viljann en þá þurfti ég að fara yfir stærra svæði með færri blöð og það var ekki nema fyrir smá vasapening. Ég komst í feitt þegar ég var 12 ára og náði Mogganum í blokkunum á Háaleitisbraut, þá var ég með um 120 blöð og allt í blokkum þannig að ég var mjög fljótur að þessu. Ég var að bera út í þessu hverfi þangað til ég var 17 ára. Um daginn var ég að reikna það út að ég hafði líklegast um 50.000 kall á mánuði upp úr þessu. Ég var því snemma fjárhagslega sjálfstæður og þurfti ekki að biðja foreldra mína um pening í bíó eða eitthvað svoleiðis.“ Hann segir að það hafi reyndar verið ókostir við að bera út Moggann. „Fyrir vikið þurfti ég að vakna fyrr á morgn- ana eða um sjö. Svo þurfti ég að fara á kvöldin að rukka, það var eiginlega ennþá leiðinlegra. Sér- staklega þegar ég var búinn að labba upp á 4. hæð og var sagt að koma frekar aftur á morgun.“ ■ Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vega- málastjóri er 71 árs. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur er 46 ára. Garðar Bergmann Benediktsson, Stekkjarholti 22, Akranesi, lést þriðju- daginn 17. febrúar. Ingveldur Sigurðardóttir, Sogavegi 182, Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. febrú- ar. Margrét B. Guðmundsson, Vesturhóps- hólum, Álagranda 23, Reykjavík, lést þriðjudaginn 17. febrúar. Sigríður Haukdal Andrésdóttir frá Sveinseyri, Dýrafirði, lést sunnudaginn 8. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Stefán Jasonarson bóndi, Vorsabæ, lést fimmtudaginn 19. febrúar. Popplistamaðurinn Andy War-hol var 58 ára þegar hann lést eftir misheppnaða gallblöðruað- gerð í New York þennan dag árið 1987. Hann var fæddur í Pennsyl- vaniu, sonur innflytjenda frá Tékkóslóvakíu. Hann hóf feril sinn sem aug- lýsingateiknari og náði býsna góð- um árangri sem slíkur. Hann sýndi fyrst verk sín á listrænum vettvangi árið 1962, þegar hinar frægu myndir hans af Campbells- súpudósum voru sýndar í galleríi í Los Angeles. Næstu sex árin eftir það gerði hann hvert frægðarverkið á fætur öðru og sýndi þá heiminum fram á að listamenn þurfa ekki að vera ólgandi heitir og fullir af tilfinn- ingum. Þeir geta hæglega snert viðkvæmar taugar í alls konar fólki með því að vera bara kaldir og fjarrænir í listsköpun sinni. Árið 1968 týndi hann næstum því lífinu þegar truflaður maður skaut hann þrisvar sinnum. Eftir tveggja mánaða sjúkrahússlegu reis hann þó upp að nýju, og eftir það tók listsköpun hans nýja stefnu. ■ HELGA BRAGA OG STEINN ÁRMANN Segja bæði að þau hafi ekki áttað sig á í upphafi hversu lík þau eru. Á fyrsta ári í leik- listarskólanum þoldu þau ekki hvort annað. Bolludagur JÓI FEL ■ bakari mætti á miðnætti til að baka bollur. Hann notar ástríðurjóma með bollunum þar sem konudagurinn er í dag. Besti vinur minn HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR ■ átti erfitt með að nefna sinn albesta vin en að lokum varð Steinn Ármann leikari fyrir valinu. Góðir fjandvinir 22. febrúar ■ Þetta gerðist 1819 Spánn gefur Bandaríkjunum Flór- ída eftir. 1865 Þrælahald verður ólöglegt í Tenn- essee í Bandaríkjunum. 1879 Frank W. Woolworth opnar fyrstu verslunina sína í New York. 1924 Calvin Coolidge verður fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem fær út- varpað ræðu frá Hvíta húsinu. 1965 Bítlarnir hefja tökur á sinni annarri bíómynd, Help!, á Bahamaeyjum. Amorbollur í tilefni konudagsins JÓHANNES FELIXSON Jói Fel segist eiga harma að hefna síðan hann var gestur í þættinum 70 mínútur. Þar þurfti hann að drekka ógeðsdrykkinn fræga auk þess að taka þátt í alls kyns vitleysu. „Ég fer nú mýkri höndum um þá og ætla að kenna þeim að elda. Ég hef það ekki í mér að eyðileggja góðan mat í þeim eina tilgangi að hrekkja þá.“ ■ Fyrsta starfið mitt ÞORFINNUR ÓMARSSON ANDY WARHOL Listamaðurinn þekkti lést eftir misheppn- aða gallblöðruaðgerð í New York. KONUNGUR POPPLISTARINNAR ■ Andy Warhol var goðsögn í lifanda lífi. Hann lést þennan dag árið 1987 22. febrúar 1987 Andy Warhol deyr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.