Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.02.2004, Blaðsíða 4
4 22. febrúar 2004 SUNNUDAGUR Hvað finnst þér um aðskilnaðar- múrinn sem Ísraelar eru að reisa í Jerúsalem? Spurning dagsins í dag: Hefur þú áhyggjur af komum flótta- manna til Íslands? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 49% 43% Ónauðsynlegur 8%Veit ekki Nauðsynlegur Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Bergljót Jónsdóttir framkvæmdastjóri listahátíðar í Bergen: Missti stjórn á skapi sínu NOREGUR Framtíð Bergljótar Jóns- dóttur hins umdeilda framkvæmda- stjóra listahátíðarinnar í Bergen í Noregi ræðst væntanlega á næst- unni þegar úttekt á starfsumhverfi hátíðarinnar og stjórnunarháttum Bergljótar verður gerð opinber. Hún hefur sætt harðri gagnrýni í starfi og verið sökuð um einræðis- legan stjórnunarstíl af samstarfs- mönnum sínum. Norskir fjölmiðlar greina frá því að á blaðamanna- fundi síðastliðinn fimmtudag þar sem listahátíð ársins var kynnt hafi Bergljót misst stjórn á skapi sínu og skammað blaðamenn þegar hún var spurð um meinta samstarfs- örðugleika, en ekki út í hátíðina. Frá því Bergljót tók við starfi framkvæmdastjóra listahátíðarinn- ar fyrir átta árum hafa margir starfsmenn verið reknir eða hrökkl- ast frá og sumir þeirra tengja var- anleg veikindi sín við það starfsum- hverfi sem Bergljót hefur skapað. Þrátt fyrir allar ásakanirnar á hend- ur Bergljótu lýsir Jannik Lindbæk, stjórnarformaður listahátíðarinnar, yfir fullum stuðningi við hana og í viðtali við norska fjölmiðla er haft eftir honum að Bergljót sitji sem fastast í framkvæmdastjórastóln- um, þar til í ljós kemur hvort ásak- anirnar eigi við rök að styðjast. ■ Horfðu á beljandi fljót út um gluggann Íbúar fjölda bæja einangruðust þegar Skjálfandafljót flæddi yfir bakka sína. Þjóðvegur 85 var sundurtættur eftir og verður áfram illfær. Fljótið fór mjög nálægt bænum Árteigi og þurftu ábú- endur að forða bílum af bílastæðinu. Ábúanda þar stóð ekki á sama. FLÓÐ Skjálfandafljót fór að flæða yfir bakka sína á fimmtudags- kvöld og einangraðist fjöldi bæja af þessum völdum. Þjóð- vegur 85 er stórskemmdur á tveggja kílómetra kafla, frá Skjálfandafljótsbrú og vestur að Rangá, þar sem flæddi yfir hann. Lögreglan á Húsavík segir að malbikið hafi verið í tætlum og vegurinn sundurskorinn. Unnið var að því í gær að ryðja veginn, ýta malbiki í burtu og möl í gryfjurnar. Vegurinn verð- ur torfær áfram þótt vonast hafi verið til að geta opnað hann í gærkvöldi. Vegurinn er aðalleið- in til Húsavíkur en einnig er hægt að fara yfir Fljótsheiði. Þá urðu skemmdir á Útkinnarvegi og þurftu bændur að hella niður mjólk þar sem mjólkurbíllinn komst ekki til þeirra. „Við erum búin að vera algjör- lega einangruð og komumst ekk- ert,“ sagði Anna Harðardóttir, ábúandi í Árteigi II, en áin flæddi alveg upp að íbúðarhús- unum þar. „Hún rann beggja vegna við okkur, ansi nálægt, og við urðum að forða bílum og öðru af bílaplaninu upp við húsið. Við fengum aðvörun frá lögreglunni á Húsavík um ellefuleytið á fimmtudagskvöld. Áin byrjaði svo að vaxa verulega og hratt um sjöleytið á föstudaginn. Okkur stóð ekki alveg á sama og vissum ekki hvar þetta myndi enda. Við erum með lítið flugskýli hérna fyrir neðan og það var komið vel inn í það. Húsið okkar stendur aðeins hærra svo við höfðum ekki áhyggjur af því. En við horfðum bara á beljandi fljót hér út um gluggana. Um kvöldið fór þetta að sjatna aftur.“ Í gær- morgun var flóðið gengið til baka en Anna sagði að enn væri erfitt að gera sér grein fyrir hvort eitthvert tjón hefði orðið. Óvenjulegt er að áin flæði yfir bakka sína á þessum stað, en Anna segir þó að það hafi einnig gerst árið 1990 þegar krapastífla kom í fljótið. „Þá flaut hér allt um kring líka en við vorum ekki heima þá. Þetta var hins vegar ekki stífla heldur svona miklir vatnavextir.“ audur@frettabladid.is Húnavatnssýsla: Lést eftir umferðarslys ANDLÁT Konan, sem lenti í alvar- legu umferðarslysi í Húnavatns- sýslu á miðvikudagskvöld, lést á gjörgæsludeild Landspítalans á fimmtudag. Hún hét Margrét Þóra Sæmundsdóttir. Margrét Þóra var fædd árið 1959 og var til heimilis að Hring- braut 26 í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjú börn og unnusta. Líðan dóttur hennar, sem slasað- ist alvarlega í slysinu, fer batn- andi. Slysið við Blönduós var eitt af þremur banaslysum sem orðið hafa í umferðinni síðustu daga. Tvær stúlkur létust á föstudag. ■ FUNDUR HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Fundað verður í dag í kjaradeilu Flóa- bandalagsins og Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissátta- semjara. Formaður Starfsgreinasambands- ins segir ekki ástæðu til að vera of bjart- sýnn því mörg stór mál séu enn óleyst. Kjaraviðræður hjá ríkis- sáttasemjara: Mjakast en sérmálin eru óleyst KJARAMÁL „Það sem mest er rætt um þessa dagana eru launatöflur einstakra hópa og upp úr helginni er stefnt að því að ræða lífeyris- sjóðsmálin og sjálfar kauphækk- anirnar,“ segir Kristján Gunnars- son, fulltrúi Flóabandalagsins í kjaraviðræðum við Samtök at- vinnulífsins. Stíft hefur verið fundað hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna kjaradeilu Flóabandalags- ins og Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og er áformað að halda áfram í dag. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stóru sérmálin óleyst, en þótt lítið hafi þokast sé það jákvætt að menn ræði saman. „Það verður karpað áfram næstu daga, en ég held að það sé ekki hægt að vera með of mikla bjartsýni,“ segir Halldór. ■ Húsbruni í Kópavogi: Enn þungt haldin ELDSVOÐI Kona á áttræðisaldri er enn þungt haldin eftir að henni var bjargað úr brennandi húsi við Víðihvamm í Kópavogi á föstu- dagsmorgun. Hún liggur á gjör- gæsludeild Landspítalans í Foss- vogi og segir vakthafandi læknir að henni sé haldið sofandi í öndun- arvél. ■ Líkamsárás í Hafnarfirði: Árásarmenn náðust á hlaupum BERGLJÓT OG KÓNGURINN Bergljót sést hér með Haraldi Noregskon- ungi við opnun listahátíðarinnar árið 2002. LÖGREGLUFRÉTTIR Fimm ölvaðir menn réðust á Eyvind Magnússon þegar hann var að keyra út Fréttablaðið í afleysingum í gær- morgun og gengu í skrokk á hon- um. Eyvindur segir mennina hafa staðið á miðri götu þegar hann bar að á bílnum og hann hafi viljað smeygja sér framhjá þeim. „Ég flautaði til að vara þá við, því ég sá að þeir voru ekki alveg edrú, en þá stukku þeir viljandi í veg fyrir bílinn,“ segir Eyvindur. „Ég rann á þrjá þeirra og einn féll við. Mér brá náttúrulega, bakkaði frá og kallaði út um gluggann hvort ekki væri allt í lagi. Þá öskraði hann að ég skuldaði honum tjónabætur. Ég ákvað að hringja í 112 en þá fóru mennirnir að berja bílinn minn að utan. Svo ég stökk út en þá réðust þeir á mig. Ég er með handfrjáls- an búnað á símanum þannig að ég náði að tala við lögregluna og verja mig með báðum höndum um leið. Tveir höfðu sig mest í frammi og á endanum féll ég nið- ur og þeir létu spörkin dynja á skrokknum og höfðinu á mér, þangað til þeir voru orðnir þreytt- ir. Um það leyti kom löggan og hljóp tvo þeirra uppi.“ Mennirnir voru fluttir í fangaklefa. Eyvindur fór á slysadeild eftir árásina og segist nokkuð lemstr- aður. „Þessir menn voru náttúru- lega verulega ölvaðir og þegar ég hugsa um þetta eftir á virðast þeir æsast upp þegar ég flauta. Og þá bara vaða þeir á bílinn.“ ■ EYVINDUR MAGNÚSSON Fimm ölvaðir menn réðust á hann þar sem hann var að keyra út Fréttablaðið. Þeir spörkuðu meðal annars ítrekað í hann þar sem hann lá í götunni. Eyvindur er talsvert marinn og bólginn en segist sem betur fer ekki brotinn. ÁRTEIGUR VAR UMFLOTINN VATNI Ábúendur þar segjast ekki hafa haft miklar áhyggjur af íbúðarhúsunum en neita því ekki að aðeins hafi farið um þau. Eiður Jónsson, bóndi á Árteig II, tók myndirnar. VEGURINN ER STÓRSKEMMDUR Unnið var að því í gær að moka möl í hann og ryðja burt ónýtu malbiki. Ljóst er að hann verður engin hraðbraut á eftir. HRAÐAKSTUR Fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í nágrenni Egilsstaða í gær, en lög- reglan á staðnum var með sér- stakt eftirlit með umferðinni. Ágæt færð var á vegum og ljóst að einhverjir ökumenn notuðu tækifærið til að gefa aðeins í. TÓKU SKJÁVARPA Þjófar höfðu á brott með sér skjávarpa eftir inn- brot á Bíldshöfða aðfaranótt laugardags. Morguninn eftir var brotist inn í bíl og reynt að taka geislaspilara. Það gekk ekki og höfðu þjófarnir því lítið upp úr krafsinu. ■ Lögreglufréttir VILL EKKI TYRKLAND Þýskur þingmaður í stjórnarandstöðu sagði í blaðaviðtali að ef Tyrk- land myndi fá aðild að Evrópu- sambandinu myndi það leiða til aukinnar ósamstöðu innan sam- bandsins. Stjórnarandstæðingar hafa lagt til að Tyrkland gangi í sérstakt samstarf við sambandið í stað þess að hljóta fulla aðild. HANDTEKINN FYRIR BRÉFA- SPRENGJU Lögreglan í Perugia á Ítalíu handtók í gær 40 ára gaml- an mann sem grunaður er um að hafa sent bréfasprengju. Pakkinn sprakk á föstudag og særðust þrír lögreglumenn. Konan sem fékk pakkann hringdi í lögregl- una eftir að hún tók eftir því að vírar voru fastir við hann. Lög- reglan sótti pakkann sem sprakk svo á lögreglustöðinni. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.