Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.05.2004, Blaðsíða 16
Það sem varð til þessara skrifa er að nú er mér algerlega nóg boðið. Ég hef ákveðið að taka þátt í um- ræðunni um fjölmiðlafrumvarpið, einkum þó hegðan þeirra manna sem eru kosnir inn á Alþingi allra Íslendinga og tilheyra stjórnar- flokkunum. Eru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins að ganga af göfl- unum? Í þættinum Íslandi í dag 4. maí sl. var rætt við alþingismenn- ina Jóhönnu Sigurðardóttur, Sam- fylkingunni, og Einar K. Guðfinns- son, Sjálfstæðisflokki. Í þættinum var gerð símakönnun um hvort dómsmálaráðherra, Björn Bjarna- son, ætti að segja af sér. 89% töldu að hann ætti að gera svo. En hvað lét Einar út úr sínum sjálfstæðis- munni? Hann sagði að ekki væri mark takandi á könnuninni af því að þjóðin hefði verið svo neikvæð síðustu daga! En hvers vegna ætli þjóðin sé neikvæð? Það er einmitt vegna svona hroka og mikillætis sem einkennir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem gerir okkur kjósendur neikvæða gagnvart þeim og þá um leið ríkisstjórninni. Mætti ætla að það væri inngöngu- skilyrði í þingflokkinn! Það virðist seint ætla að renna upp fyrir þing- mönnum, sérstaklega þingmönn- um stjórnarflokkanna, að þeir eru komnir inn á þing með aðstoð kjós- enda og komast örugglega út af þingi með aðstoð hinna sömu kjós- enda. Íslensk stjórnmál hafa að und- anförnu fengið mann til að undrast yfir því hvers konar fólk það er sem við erum að kjósa inn á þing. Við væntum þess að þar sitji fólk sem er treyst til að fara með völd- in eftir lýðræðislegum reglum, en fer hinsvegar með völdin á þann hátt að minnir á alræðisríki. Þarna trónir forsætisráðherra, sem í eig- in hroka og yfirlæti misbeitir valdi sem allt of lengi hefur verið í hans höndum, til að koma persónuleg- um markmiðum sínum á fram- færi, með slíkum hraða og fauta- gangi, að minnir á einræðisherra. Hvers vegna? Er hann að nota tækifærið meðan hann hefur stól- inn? Ísland er að verða eins og hvert annað bananalýðveldi þar sem forsætisráðherra og þing- menn stjórnarflokkanna gera ná- kvæmlega það sem þeim dettur í hug og það sem verra er, komast upp með það. Það eina sem vantar upp á er að þjóðskipulaginu verði breytt í einn flokk, eina stefnu og einn foringja! Þingmenn stjórnar- flokkanna virðast haldnir ein- hverjum þrælsótta og hugleysi til að fylga eigin sannfæringu. Haft er eftir Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, að þingmenn séu almennt ragir við að tjá skoðanir sínar og kjósa frek- ar að þegja en koma sér í vanda. Þetta veldur mér verulegum áhyggjum um hæfi þess fólks sem situr á Alþingi og tekur ákvarðan- ir um framtíð okkar. Menn láta einfaldlega ekki kúga sig, því með því eru þeir að misbjóða trausti al- mennings, svo ekki sé minnst á skoðanafrelsi og sjálfstæða hugs- un. Sú umræða í þjóðfélaginu um að fólk hræðist að tjá skoðanir sín- ar vegna ótta um starfsframamissi er hættuleg og ef satt reynist mannréttindabrot. Það kemur þá væntanlega í ljós með þessari grein! Menntamálaráðherra segir það þjóðréttarlega skyldu stjórnvalda að bregðast við og afstýra sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði (Fréttablaðið 29. apríl). Ég held að það sé líka þjóðréttarleg skylda stjórnvalda að hlusta á hvað fólkið í landinu hefur að segja, sérstak- lega þegar svo greinileg óánægja er með aðferðafræði þá sem umlykur fjölmiðlafrumvarpið og eftirlaunafrumvarpið á sínum tíma. Greinileg og mikil andstaða er við óbreytt fjölmiðlafrumvarp- ið og aðferðir Davíðs. Þess vegna ber stjórnvöldum annaðhvort að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið eða einfaldlega að draga það til baka. Svo einfalt er það. Alþingi er okkar allra, en ekki einkaklúbbur fárra einstaklinga. Þingmál snúast ekki um vilja Dav- íðs, heldur vilja þjóðarinnar. Það sem vakið hefur athygli eru þeir þingmenn sem ég kýs að kalla „þingbörnin“. Þau komust inn á þing í krafti þeirrar æsku- dýrkunar sem tröllríðið hefur ís- lensku þjóðfélagi. Þeir lyppast nið- ur undan foringjanum, eða eins og Elsa B. Friðfinnsdóttir segir svo hnitmiðað í Fréttablaðinu 2. maí sl. þá „örlar ekki á sjálfstæðri skoðun, á gagnrýnni hugsun, á virðingu fyrir þeim sem kusu viðkomandi“. Legg ég því til að næsta frumvarp verði um aldurstakmörk, þar sem enginn getur boðið sig fram til þingmennsku fyrr en viðkomandi hefur náð fullum þroska og sýnt og sannað að hann hafi getu til að starfa með sjálfstæðri hugsun. Gildir það líka fyrir Framsóknar- fóstrin sem sitja á þingi. Nú hefur það ótvírætt sýnt sig og sannað að ungt fólk á Alþingi, sem hefur tak- markaða lífsreynslu og kannski í einhverjum tilfellum veit ekki hvað það er að reka heimili og borga af lánum, getur ekki starfað á svona ábyrgðarmiklum vett- vangi. Að lokum harðneita ég því að maður eins og Halldór Ásgríms- son, sem sýnir engan dug og sjálf- stæði, virkar eins og strengja- brúða í greipum Davíðs Oddssonar og hefur aðeins sáralítið fylgi á bak við sig, muni verða næsti for- sætisráðherra okkar. Mér er spurn, sætta landsmenn sig virki- lega við það? Ég tel ekki. Ef satt er sem haldið er á lofti í samfélaginu að stjórnarliðar ótt- ist hótanir Davíðs um framtíð þeirra sem stjórnmálamenn, þá krefst ég þess að Davíð segi af sér og ríkisstjórnin öll. Teknir verði upp breyttir stjórnarhættir þar sem menn eru kosnir en ekki stjórnmálaflokkar. Ég skora á þá stjórnarliða sem greinilega eru undir hælnum á Davíð að fara eft- ir eigin samvisku og verða menn að meiri! ■ T vö hitamál dagsins – fjölmiðlafrumvarpið og skipun hæstarétt-ardómara – tengjast bæði skiptingu valds í samfélaginu. Skipunhæstaréttardómara snertir áhrif framkvæmdavaldsins á dóms- valdið. Málsmeðferð fjölmiðlafrumvarpsins hefur dregið fram áhrif framkvæmdavaldsins á löggjafarvaldið og efnisatriði þess snúast um löngun framkvæmdavaldsins til að stjórna fjölmiðlum – sem félags- fræðingar á síðustu öld fóru að kalla fjórða valdið með tilvísun í þrí- skiptingu ríkisvaldsins. Það er fyllilega réttmætt að líta á umdeilda skipun dómsmálaráð- herra á hæstaréttardómara gegn óskum réttarins sjálfs sem lið í tog- streitu framkvæmdavalds og dómsvalds. Hæstiréttur hefur fjórum sinnum fellt úr gildi lög sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir. Og í hvert sinn hafa ráðherrar véfengt niðurstöðu Hæstaréttar; ýmist með því að benda á að dómurinn hafi ekki verið samhljóða eða þá með því að Hæstiréttur væri farinn að stunda pólitík með túlkun sinni á lögum og íslensku lagaumhverfi. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa því ekki farið dult með áhyggjur sínar af Hæstarétti og með hvaða hætti hann hefur varið grundvallarreglur stjórnarskrár, alþjóðlegra skuldbindinga og stjórnsýslureglna gegn ákvörðunum ríkisstjórna og lagasetningu Al- þingis. Það hefur komið fram í fréttum að í dómsmálaráðuneytinu eru í vinnslu tillögur um breytingar á lögum um Hæstarétt. Samkvæmt þeim mun dómsmálaráðherra skipa forseta Hæstaréttar beint í stað þess að dómarar við réttinn kjósi forseta úr sínum röðum. Í fyrstu virðist þetta ekki stórvægileg breyting en þegar litið er til þess að forseti Hæstarétt- ar ræður málaskrá réttarins og stjórnar því hvaða dómarar skipa rétt- inn hverju sinni sést að þessar tillögur eru stórvægilegar – sérstaklega í ljósi gagnrýni ráðherra ríkisstjórnarinnar á Hæstarétt á undanförnum árum. Ef ráðherra skipaði forseta Hæstaréttar sem vildi takmarka áhrif réttarins á lagasetningu og auka vægi pólitískra markmiða ríkisstjórna og Alþingis á kostnað grundvallarreglna hefði sá lykilstöðu til slíks. Hann gæti falið þeim dómurum sem eru sama sinnis að dæma í álita- málum. Við Íslendingar bjuggum lengi við sérstæða þjóðfélagsskipan. Stjórnmálaflokkar höfðu gríðarleg völd í samfélaginu. Flokksmenn voru skipaðir í öll embætti ríkisvalds og sveitarstjórna og hagsmunir flokkanna stýrðu stjórnkerfinu. Bankarnir heyrðu undir stjórnmála- flokkana og stærsti hluti viðskiptalífsins var í nánum tengslum við þá. Fjölmiðlar tilheyrðu hinu pólitíska valdi. Ákvarðanir voru teknar í stofnunum flokkanna og Alþingi varð afgreiðslustofnun þeirra. Sam- félagið var miðstýrt og um flest andstætt þeim opnu lýðræðislegu sam- félögum með margskiptu valdi, sem nágrannaþjóðir okkar reyndu að byggja upp. Undanfarna tvo áratugi hafa Íslendingar reynt að feta sig nær ná- grannaþjóðum sínum og vinna sig frá hinu gamla kerfi sem stóð ekki lengur undir sjálfu sér. Á síðustu misserum hefur hins vegar mátt merkja söknuð stjórnmálamanna eftir gamla kerfinu og sjá tilraunir þeirra til að verja það. Flest átakamál síðustu ára eru greinar af þeim meiði. ■ 11. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Framkvæmdavaldið skyggir á löggjafarvaldið, sækir á dómsvaldið og vill bönd á fjórða valdið. Eitt óskipt vald Hroki og mikillæti sjálfstæðisþingmanna ORÐRÉTT Stéttvís lögmaður Samúð Bjarna [Benediktssonar alþingismanns] virðist meiri með félögum sínum í lögmanna- stétt en starfsmönnum og því mun frumvarp Davíðs rúlla í gegnum þingið. Birgir Hermannsson segir að sam- þykkt fjölmiðlafrumvarpsins muni auka umsvif lögmannastéttarinnar um allan helming. DV 10. maí. Upphafsmaðurinn? Einnig yrði væntanlega haldið áfram að rifja upp ummæli Ólafs Ragnars sjálfs árið 1995 þegar hann sem formaður Alþýðu- bandalagsins hvatti til alvarlegr- ar skoðunar á því að lög yrðu sett um eignarhald á fjölmiðlum. Kristinn Harðarson í fréttaskýringu um hvort forseti Íslands neiti að und- irrita fjölmiðlalögin. DV 10. maí. Játningar Ég verð að játa að ég botna lítið í umræðunni um fjölmiðlafrum- varpið. Ég er tryggur áskrifandi að Morgunblaðinu og er einn af þeim sem settu DV á hausinn á sínum tíma með því að segja upp áskriftinni. Þórhallur Hróðmarsson í lesenda- bréfi. Morgunblaðið 10. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Ef ráðherra skipaði forseta Hæstaréttar sem vildi takmarka áhrif réttarins á lagasetningu og auka vægi pólitískra markmiða ríkisstjórna og Alþingis á kostn- að grundvallarreglna hefði sá lykilstöðu til slíks. ,, „Bilun í hugbúnaði“ Pólitíska vefritið Maddaman.is, sem Sam- band ungra framsóknarmanna heldur úti, er enn lokað. Þegar smellt er á vefslóðina kemur upp þessi texti: „Maddaman er því miður óaðgengileg vegna bilunar í hug- búnaði. Maddaman biðst velvirðing- ar á uppákomunni“. Villan í hugbún- aðinum kom upp rétt eftir að Jón nokkur Einarsson, einn virkasti pistlahöfundur Maddömunnar, birti grein þar sem einhverjum mun hafa þótt ómaklega vegið að afa eins af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins með ummælum um hakakrossfána. Engin tengsl geta þó verið á milli skrifa Jóns og hugbúnaðarvillunnar. Eða dettur mönnum virkilega í hug að ungir framsóknarmenn ástundi ritskoðun? Glæpum fækkar Jón Steinsson hagfræðingur ræður um mikla fækkun glæpa í Bandaríkjunum í fróðlegum pistli á vefritinu deiglan.com. Segir hann að á tíunda áratugnum hafi morðum fækkaði um 43%, nauðgunum um 25%, ránum um 46%, inbrotum um 41%, bílaþjófnuðum um 37% og stór- felldum líkamsárás- um um 27%. Segir hann að fræðimenn skýri þetta með fjölgun lögreglu- manna, fjölgun fanga, hnignun krakk-kókaín farald- ursins og lögleið- ingu fóstureyðinga. Fóstureyðingar til góðs Jón spyr: „Hvernig getur það verið að lög- leiðing fóstureyðinga sem átti sér stað í upphafi áttunda áratugarins hafi leitt til færri glæpa á tíunda áratuginum?“ Hann svarar: „Þetta orsakasamband byggir á tvennu. Annars vegar því að óvelkomin börn séu lík- legri til þess að leiðast út í glæpi. Og hins vegar því að óvelkomnum börnum fækki við lögleiðingu fóstureyðinga. Rannsóknir benda til þess að báðir þessir þættir séu fyr- ir hendi. Þá sýna nýlegar rannsóknir að glæpum fækkaði fyrr í fylkjum sem leyfðu fóstureyðingar fyrr. Einnig fækkaði glæpum meira í fylkjum þar sem fóstureyðingar voru algengari. Slíkt samband er þó einungis til staðar fyrir aldurshópana sem fæddust eftir að fóstureyðingar voru lögleiddar. Eldri ár- gangar sýna ekki slíkt samband milli mis- munandi fylkja“. degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Íslensk stjórnmál hafa að undanförnu fengið mann til að undrast yfir því hvers konar fólk það er sem við erum að kjósa inn á þing. Við væntum þess að þar sitji fólk sem er treyst til að fara með völdin eftir lýðræðislegum reglum, en fer hinsvegar með völdin á þann hátt að minnir á al- ræðisríki. RÚNA GUÐMUNDSDÓTTIR DOKTORSNEMI Í SAGNFRÆÐI UMRÆÐAN Fjölmiðla- frumvarpið ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.