Fréttablaðið - 08.05.2004, Síða 48

Fréttablaðið - 08.05.2004, Síða 48
Hugi Halldórsson hefur veriðreglulegur gestur í sjónvarps- þættinum 70 mínútur síðustu mán- uði. Hugi hefur farið mikinn í dag- skrárliðnum Falin myndavél auk þess sem hann leggur líf sitt og limi í hættu í margvíslegum áhættuatrið- um. Sjónvarpsáhorfendur mega bú- ast við því að sjá meira af Huga í sumar því hann hefur verið ráðinn sem afleysingarmaður á PoppTíví. Skemmti hjá kvenfélögum Hugi er alinn upp í Hafnarfirði og bjó þar til tólf ára aldurs. Þá flutti hann á Sauðárkrók þar sem hann kynntist Auðunni Blöndal. „Fljótlega eftir áramót fór strák- ana að vanta mann í dagskrárliðinn Falin myndavél. Auðunn stakk upp á mér og ég ákvað að slá til,“ útskýr- ir Hugi aðdraganda þess að hann kom inn í þáttinn. Hugi og Auðunn sprelluðu mikið saman þegar þeir bjuggu á Sauðár- króki. „Við gerðum til dæmis stutt- myndir sem sýndar voru í félags- miðstöðinni. Svo skemmtum við á árshátíðum, kvenfélagshátíðum og þar fram eftir götunum,“ segir Hugi sem er afar ánægður með vinnuna á Popptíví. „Þar er gott vinnuum- hverfi og skemmtilegt fólk.“ Lagði lagadraumana á hilluna Hugi var í laganámi við Háskóla Íslands þegar sjónvarpskallið kom. Hann ákvað að leggja laga- draumana á hilluna um sinn enda fara þeir, að sögn Huga, ekki vel saman við grínið í 70 mínútum. „Það má eiginlega segja að ég hafi dropp- að náminu eftir að ég frétti að ég fengi sumarvinnu á PoppTíví. Þá vildi ég einbeita mér betur að sjón- varpinu og reyna finna út hvað ég gæti komið með nýtt inn í þáttinn,“ segir Hugi. „Ég reyni ábyggilega aftur við skólann í haust ef allt gengur eins og það á að ganga. En svo veit maður ekki með framhald- ið. Ég hætti í skólanum ef mér býðst áframhaldandi starf hjá PoppTíví. Ég get alltaf farið í skóla en það er ekki á hverjum degi sem mér býðst að starfa í sjónvarpi.“ Hættuleg og klunnaleg atriði Einn af dagskrárliðunum sem Hugi hefur á sinni könnu er svo- kallaður Ofurhugi þar sem hann reynir fyrir sér í hinum ýmsu áhættuatriðum. „Atriðin þurfa ekki endilega að vera eitthvað brjálæð- islega hættuleg. Þau mega bæði vera klunnaleg og hættuleg. Það má eiginlega segja að þessi dag- skrárliður gangi út á það að ég geti hugsanlega meitt mig,“ útskýrir Hugi sem hefur meðal annars keyrt á kassabíl niður tröppur en sú ferð endaði úti í vatni, og stokk- ið af stóra stökkbrettinu í Sundhöll Reykjavíkur með það að markmiði að lenda á maganum. „Ég meiddi mig í bæði skiptin en það var ekki mjög alvarlegt,“ segir Hugi sem viðurkennir þó fúslega að hann hræðist stundum áhættuatrið- in. „Ég er ekki tilfinningalaus hetja. Ég er stundum smeykur en yfirleitt er búið að ganga úr skugga um að ég meiði mig ekki alvarlega – í mesta lagi fótbrotna ég eða handar- brotna.“ kristjan@frettabladid.is 28 8. maí 2004 LAUGARDAGUR Það hefur ekki verið gott veðurtil veiða síðustu viku. Kuldinn hefur verið mikill og hefur jafn- vel snjóað á veiðimenn. „Það snjóaði í vikunni hérna við Elliðavatn en veiðimenn hafa verið að reyna þrátt fyrir það,“ sagði Einar Óskarsson í vikunni og bætti við: „Sumir veiðimenn hafa veitt vel, um tuttugu fiska eins og Geir Thorsteinsson.“ Vífilsstaðavatnið hefur gefið vel og veiðimaður sem var þar í vikunni veiddi fimm fallega fiska á ýmsar flugur. Annar veiðimaður var með rækju og fékk átta fiska. „Við vorum að koma úr Baug- staðaósnum og fengum tuttugu fiska. Þeir stærstu voru fjögur pund og bitu á neðarlega í ósn- um,“ sagði Jóhann Páll Krist- björnsson en hann hefur veitt ell- efu ár í röð í Baugastaðaósi á þessum tíma árs. „Það er gaman að veiða þarna með fjölskylduna enda geta allir veitt,“ sagði Jó- hann í lokin. Veiðin hefur verið ágæt í Baugastaðaósi en veðurfarið hef- ur verið að stríða veiðimönnum eins og víða við ár og vötn í vik- unni. Veiðimaður sem var að veiða í Varmá fyrir fáum dögum sagði að fisk væri að fá en það væri kalt og erfitt að fá fiskinn til að taka agn veiðimanna. Frítt í vatnasvæði Lýsu á sunnudaginn „Það er rétt að við hérna á Agni ætlum að bjóða öllum í veiði á vatnasvæði Lýsu á sunnudaginn og hvetjum alla sem hafa gaman af stangveiði á skella sér í veiði,“ sagði Ágúst K. Ágústsson, spurð- ur út í boð þeirra Agnmanna. „Vatnasvæði Lýsu er fallegt veiðisvæði á Snæfellsnesi. Þar eru fjögur vötn og renna fallegar veiðiár á milli þeirra og er fiskur jafnt í ánum og vötnunum sjálf- um. Vatnasvæðið er kjörið fyrir fjölskyldur og litla hópa til að veiða á og við vonum að sem flest- ir mæti á svæðið á sunnudaginn,“ sagði Ágúst að lokum. Eitthvað er byrjað að veiðast á Vatnasvæði Lýsu – möguleikinn er fyrir hendi og þar er allavega hægt að æfa sig fyrir sumarið. ■ Veitt í snjókomu Veiðimenn hafa ekki látið veðrið á sig fá. Snjóaði á veiðimenn við Elliðavatn. Fengum tuttugu fiska – sá stærsti var fjögur pund, segir einn veiðimanna. Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. NÝJAR VEIÐIVERSLANIR Verslunin Veiðiportið hefur verið opnuð fyrir veiðimenn á móti Ellingsen, úti á Granda. Það styttist einnig í að ný veiðibúð verði opnuð á Ak- ureyri og ekki bara ein heldur tvær höfum við frétt. SUMARIÐ 2004 Það verður víst mikið að gerast á sýningunni Sumarið 2004, sem opnaði í gær- dag. Veiðifélagið Laxá og Útivist og veiði verða þar með uppákom- ur fyrir veiðimenn, auk fleiri fyr- irtækja. Eins og við segjum frá annars staðar í síðunni verður Agnið með frítt á Vatnasvæði Lýsu og það skyldi þó aldrei vera út af þessari sýningu. ■ Veiðifréttir SJÓBIRTINGUR Einar Freyr Jóhannsson með sjóbirting úr Baugstaðaósi. M YN D IR /J Ó H AN N P ÁL L Hugi Halldórsson er nýr meðlimur í 70 mínútum. Hann hrellir fólk með falinni myndavél og reynir fyrir sér í margvíslegum áhættuatriðum. Ofurhugi leggur laganámið á hilluna Nafn? Hugi Halldórsson. Aldur? 23 ára. Hjúskaparstaða? Á bara kærustu og læt það duga. Fyrri störf? Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, flokksstjóri í unglingavinn- unni og annað. Í geislaspilaranum? Muse. Síðasta bók sem þú last? Klór eftir Þorstein Guðmundsson. Uppháhalds sjónvarpsþáttur? 70 mínútur og 24. Hugi í hnotskurn Ég get alltaf farið í skóla en það er ekki á hverjum degi sem mér býðst að starfa í sjónvarpi. ,, HUGI HALLDÓRSSON Hugi verður á PoppTíví í sumar en hann þjálfar líka 5. flokk kvenna í knattspyrnu hjá FH. Hér er hann í miðjum hópnum. 1. HUGI KOMINN Á BRETTIÐ 3. OG LENDIR Á MAGANUM 2. SVÍFUR YFIR LAUGINNI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Háhraða internet næstum hvar sem er KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ, ÞAÐ BORGAR SIG! EKKERT VANDAMÁL EKKERT ADSL? tækni SÍ‹UMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.