Fréttablaðið - 16.05.2004, Side 1

Fréttablaðið - 16.05.2004, Side 1
▲ Margir hafa farið illa út úr spilafíkninni. Nýverið voru stofn- sett Samtök áhugafólks um spilafíkn. Formaður félagsins sagði Fréttablaðinu sögu sína. i f f i ill il fí i i. i f f l il fí . f l i i l i í . Hin falda fíkn SÍÐUR 22 & 23 Hlutir sem þjóðin fékk á heilann MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 28 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR ÍA MÆTIR FYLKI Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla. Klukkan 14 mætast Grindavík og ÍBV, KA tekur á móti Keflavík og Fylkir sækir ÍA heim. Klukkan 19.15 tekur Fram á móti Víkingi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 16. maí 2004 – 133. tölublað – 4. árgangur STJÓRNMÁL Ljóst er að ekki hefur dregið úr titringi innan Fram- sóknarflokksins vegna fjölmiðla- frumvarpsins eftir ummæli Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld, en þar sagði Davíð að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væri vanhæfur til að neita að staðfesta lagasetninguna vegna tengsla sinna við Norðurljós. Ummælin virðast hafa komið þingmönnum Framsóknar- flokksins í opna skjöldu og vald- ið óvissu um það hvert málið stefnir. Ráðherrar flokksins tjáðu sig ekki um málið á Al- þingi í gær, en þingmenn Fram- sóknar, sem Fréttablaðið ræddi við, lýstu hneykslan sinni á orð- um forsætisráðherra um forseta lýðveldisins. Einn þingmanna Framsókn- arflokksins sagði flokkinn hafa sýnt það í þessu máli að hann vildi ekki fara í skotgrafirnar eða svona sandkassaleik eins og forsætisráðherra hefði gert og reyndar forseti Íslands líka. Davíð sætti mikilli gagnrýni frá stjórnarandstöðunni á Alþingi í gær. bryndis@frettabladid.is Sjá síðu 2 Svo virðist sem þjóðin fái stundum hluti á heilann, þannig að landsmenn allir verða helteknir af fyrirbærinu og tjá sig um það eins og sérfræðingar. Verðbréfakaup er eitt dæmi um þetta. En hvað hefur orðið um slíkar bólur í mannlífinu? Titringur í Framsókn Þingmenn Framsóknarflokksins eru hneykslaðir á orðum forsætisráð- herra um forseta lýðveldisins. Ósmekklegt og ómálefnalegt og á mjög lágu plani segja þingmenn flokksins. Ráðherrar Framsóknar tjá sig ekki. ÁFRAM RIGNING Í REYKJAVÍK en bjart framan af degi á Akureyri og þar í kring. Síðan þykknar einnig upp þar og fer að rigna. Milt í dag en kólnandi á morgun. Sjá síðu 6. JÓNSI HAFNAÐI Í ÞVÍ NÍTJÁNDA Jón Jósep Snæbjörnsson hafnaði í 19. sæti með lagið Heaven í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva sem fór fram í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. Íslenska lagið fékk sextán stig í keppninni og þurfa Íslendingar því að taka þátt í forkeppni á næsta ári. Þau lönd sem gáfu íslenska laginu stig voru Noregur og Mónakó sem gáfu því fimm stig. Danmörk, Finnland og Rússar gáfu liðinu tvö stig hvert. Úkraínska söngkonan Ruslana kom, sá og sigraði eftir harða keppni við serbnesku og grísku keppend- urna. Úkraínska lagið hlaut 280 stig. RÁÐIST INN Í FLÓTTAMANNA- BÚÐIR Ísraelskir hermenn skildu eftir sig slóð eyðileggingar þegar þeir fóru frá flótta- mannabúðunum í Rafah á suðurhluta Gazasvæðisins í gærmorgun. Sjá síðu 2 EKKI VANHÆFUR Lögspekingar, sem greinir á um hvort forseti hafi rétt til að synja lögum staðfestingar, eru sammála um að reglur um vanhæfi forsetans hljóti að vera mjög rúmar. Sjá síðu 4 VÍSAÐ TIL ÞRIÐJU UMRÆÐU Fjöl- miðlafrumvarpinu var vísað til þriðju um- ræðu á Alþingi í gær. Jónína Bjartmarz vill sjá frekari breytingar. Óvíst er hvenær þriðja umræða hefst. Sjá síðu 6 VANTAR LÖGREGLU Engin lögregla hefur verið sýnileg á Vopnafirði um fjögurra vikna skeið. Þorsteinn Steinsson, sveitar- stjóri bæjarfélagsins, segir ástandið óviðun- andi. Sjá síðu 6 Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á 30 ára starfs- afmæli sem konsertmeist- ari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands um þessar mundir. Hún er jafnframt heiðursgestur Listahátíðar. SÍÐUR 16 & 17 FÉKK SÉR PYLSU Gerhard Schröder fékk sér pylsu í vikunni. Kanslari Þýskalands: NATO ekki til Íraks BERLÍN, AP Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, sagðist í gær ekki telja að hersveitir á vegum Atlants- hafsbandalagsins gætu tekið við af bandarískum hermönnum og bandamönnum þeirra í Írak. Hann sagðist telja að öryggismál í Írak væru best komin í höndum trú- bræðra hinna múslimsku íbúa landsins. „Ég efast um að NATO, sem myndi lenda í sömu sálrænu erfið- leikunum og hersveitir banda- manna nú, gætu bætt stöðu öryggis- mála þar,“ sagði Schröder. „Þegar til lengri tíma er litið, ef írösk stjórnvöld með stuðningi um- boðs frá Sameinuðu þjóðunum myndi biðja um aðstoð, þá held ég að það gæti orðið auðveldara fyrir þá sem hafa skyld trúarbrögð ... ís- lamska hermenn frá íslömskum ríkjum.“ ■ Landsbankadeildin: Meistararnir töpuðu FÓTBOLTI Titilvörn Íslandsmeistara KR í Landsbankadeildinni í knatt- spyrnu byrjaði ekki vel í gær þeg- ar liðið beið lægri hlut fyrir FH- ingum, 1-0, á KR-velli. Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmarkið á 26. mínútu. Sjá bls 25. SÍÐUR 20 & 21 ▲ Konsertmeistarinn ▲

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.