Fréttablaðið - 16.05.2004, Page 4
4 16. maí 2004 SUNNUDAGUR
Á forsætisráðherra að biðja forseta
Íslands afsökunar á ummælum
sínum hann í fréttum Sjónvarps?
Spurning dagsins í dag:
Horfðir þú á Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
32%
68%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Fá fordæmi fyrir átökum forsætisráðherra og forseta:
Opinskárri deilur en áður
STJÓRNMÁL „Ég man almennt ekki
eftir neinum slíkum orðaskiptum
milli forseta og forsætisráðherra,“
segir Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði, um
samskipti forseta og forsætisráð-
herra undanfarna daga og ummæl-
um Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra. Forsætisráðherra sagði
Ólaf Ragnar Grímsson forseta
vera vanhæfan vegna tengsla
sinna við Norðurljós og starfa
dóttur hans hjá Baugi.
Eina dæmið sem Gunnar Helgi
minnist um að hlaupist hafi svo í
kekki með forseta og forsætisráð-
herra sé uppákoman í kringum
heimastjórnarafmælið. „Ég þykist
vita að börnum stjórnmálamanna
hafi iðulega verið blandað í stjórn-
málaumræðu þar sem menn hafi
virt takmörk misjafnlega mikið. Í
seinni tíð er það ekki algengt.“
Deilur forseta og stjórnmála-
manna hafa aldrei verið jafn áber-
andi og nú þó áður hafi komið til
deilna. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra og Jón Baldvin Hanni-
balsson, þáverandi utanríkisráð-
herra, þrýstu mjög á Vigdísi Finn-
bogadóttur, fyrrum forseta, þegar
hún íhugaði að skjóta EES-samn-
ingnum í þjóðaratkvæði. Þá fór
það mun hljóðar en nú. ■
Forsetinn er ekki vanhæfur
Lögspekingar, sem greinir á um hvort forseti hafi rétt til að synja lögum staðfestingar, eru
sammála um að reglur um vanhæfi forsetans hljóti að vera mjög rúmar. Þær hljóti að vera í
samræmi við hæfnisreglur þingmanna.
STJÓRNMÁL Lögspekingar segja að
meta þurfi hæfi eða vanhæfi for-
seta til að synja lögum staðfest-
ingar út frá hlutverki hans í lög-
gjafarvaldinu þar sem litlar tak-
markanir séu settar við hæfi
manna.
Jakob Möller hæstaréttarlög-
maður hefur sagt að forseti hafi
ekki synjunarvald á lögum. Hann
segir hins vegar að gefi menn sér
að forseti hafi þennan rétt, fái
hann ekki séð að forseti yrði van-
hæfur til að staðfesta lögin eða
synja þeim, ekki frekar en að
þingmenn mættu ekki greiða at-
kvæði um lögin
vegna ein-
hverra tengsla
við fyrirtæki
sem um ræðir.
„Forseti er í
þessari sér-
stöku stöðu að
vera hvort
tveggja hluti
framkvæmda-
valds og lög-
gjafavalds. Þá
hefur hann
synjunarvald
sem hluti lög-
gjafans. Um al-
þ i n g i s m e n n
gilda ekki aðr-
ar reglur en að þeir mega ekki
greiða atkvæði með fjárveitingu
til sjálfs síns.“ Jakob segir engar
l a g a r e g l u r
gilda um
hæfi forseta
og vitnar í að
Ólafur Jó-
h a n n e s s o n ,
fyrrum forsætisráðherra og
lagaprófessor, hafi talið að for-
seti yrði aldrei vanhæfur og und-
ir það hafi Páll Hreinsson laga-
prófessor tekið.
„Jafnvel þó einhverjar van-
hæfisreglur giltu um löggjafann
fæ ég ekki séð að forseti yrði van-
hæfur til að staðfesta þessi lög
eða synja þeim,“ segir Jakob.
Björg Thorarensen, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands,
segir engar reglur til um hæfi for-
seta og að aldrei hafi reynt á hæfi
hans. Ef meta eigi hæfi forseta
hljóti það að byggja á svipuðum
grunni og reglur um hæfi þing-
manna sem
eru mjög
rúmar. Björg
segir að þar
sem mál-
skotsréttur-
inn byggir á hlutverki forseta sem
hluta löggjafarvaldsins eigi hæf-
isreglur stjórnsýslulaga ekki við
en mun strangari reglur gilda um
hæfi stjórnsýslunnar en lög-
gjafans.
Björg bendir á að þó hann synji
staðfestingu sé hann ekki endi-
lega að taka efnislega afstöðu til
málsins. „Hann er fyrst og fremst
að nýta þennan rétt til að skjóta
þessu álitamáli í dóm þjóðarinn-
ar.“
brynjolfur@frettabladid.is
Erfðabreytt korn:
Leyft eftir
langa bið
BRUSSEL, AP Eftir sex ára hik og
deilur við bandarísk stjórnvöld
hefur framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins ákveðið að
samþykkja innflutning og sölu á
erfðabreyttu korni.
Óvíst er þó hvort þetta verði til
þess að mikið seljist af erfða-
breyttu korni í ríkjum Evrópusam-
bandsins. Samkvæmt reglum sem
tóku gildi í síðasta mánuði verður
að tilgreina á umbúðunum ef vara
er framleidd úr erfðabættum hrá-
efnum. Tortryggni í garð erfða-
breyttra matvæla er útbreidd í Evr-
ópu og líkleg til að hamla sölu. ■
ÁRNI JOHNSEN
Iðnaðarráðherra skipaði Árna Johnsen í
stjórn Rarik á föstudag.
Árni Johnsen:
Skipaður í
stjórn Rarik
RARIK Fyrrum alþingismaðurinn
Árni Johnsen tók sæti í stjórn
Rarik á föstudag. Árni Johnsen
hlaut fangelsisdóm fyrir fjárdrátt
og mútuþægni í opinberu starfi.
Árni er nú laus úr fangelsi en er
ennþá á skilorði.
Valgerður Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra skipaði Árna í stjórn-
ina eftir tilnefningu frá Sjálfstæð-
isflokknum. „Árni er búinn að
taka út sinn dóm og ég tel því eðli-
legt að verða við þeirri ósk flokks-
ins að skipa hann í embættið.“ ■
ÞYRLA LANDHELGISGÆSLUNNAR
Slasaður sjómaður var sóttur um borð í
norskt karfaveiðiskip í fyrrakvöld.
Slasaður sjómaður:
Sóttur í
þyrlu
SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-SIF sótti í gærkvöld slasaðan
sjómann um borð í norska út-
hafskarfaveiðiskipið Nordstar.
Haft var samband við Landhelgis-
gæsluna um ellefuleytið og var
skipið þá statt á karfamiðunum á
Reykjaneshrygg.
Þar sem stærri þyrla Land-
helgisgæslunnar, TF-LIF, er í við-
gerð og þyrlan TF-SIF nær aðeins
150 sjómílur frá landinu var skip-
stjóri Nordstar beðinn að halda í
átt til Reykjavíkur. TF-SIF lagði
síðan af stað um níuleytið og var
komið með sjómanninn til lands
rétt fyrir klukkan eitt. Sjómaður-
inn var fluttur á Landspítala - há-
skólasjúkrahús með meiðsli á
hendi. ■
FORT ASHBY, AP „Þetta er yndislegur
bær með yndislegu fólki,“ segir
Laura Sours, ein af 1.300 íbúum
bæjarins Fort Ashby, sem er
skammt frá Washington-borg í
Bandaríkjunum. „Það sem gerðist
er hræðilegt og ég vona bara að
það hafi engin áhrif á álit um-
heimsins á okkur.“
Bandaríska herkonan Lynndie
England, sem fræg er af pynting-
armyndunum frá Írak, er frá Fort
Ashby. Hún er 21 árs og vann við
að setja vörur viðskiptavina í
poka í stórmarkaði bæjarins áður
en hún hélt til Íraks.
Í þessum friðsæla bæ, þar sem
menn læsa ekki einu sinni bílun-
um sínum, var fólk vant því að
taka vel á móti aðkomufólki.
Nú eru breyttir tímar. Stærsta
ógn bæjarbúa eru aðkomublaða-
menn, sem hafa streymt þangað
til þess að kynna sér bakgrunn
Lynndie.
„Það mun ekki nokkur maður
tala við ykkur vegna þess að þeir
trúa því ekki að fjölmiðlarnir segi
sannleikann,“ segir Joe God-
lewski, rakari í bænum.
„Einhver skipaði henni að taka
þessar myndir til þess að auðmýkja
þessa menn,“ segir Godlewski.
„Allir sem ég tala við trúa því.“
Í tveggja manna tali segjast
margir íbúanna standa með
stúlkunni sem fór til starfa í hinu
illræmda fangelsi í Bagdad. En
fáir vilja segja það opinberlega
lengur. ■
M
YN
D
/A
P
GUNNAR HELGI KRISTINSSON
Fá fordæmi fyrir jafn hörðum orðaskiptum
forsætisráðherra og forseta og síðustu daga.
BJÖRG
THORARENSEN
Engar reglur eru
til um hvort og
hvenær forseti er
vanhæfur.
JAKOB
MÖLLER
Synjunarvaldið er
hluti löggjafar-
hlutverks forseta.
FORSETINN SETUR ALÞINGI
Forsætisráðherra hefur sagt forseta vanhæfan til að synja fjölmiðlalögunum. Hann segir forseta vanhæfan vegna tengsla sinna
við stjórnendur Norðurljósa og þess að dóttir hans vinnur hjá Baugi.
„Jafnvel þó
einhverjar
vanhæfisregl-
ur giltu um
löggjafann fæ
ég ekki séð
að forseti yrði
vanhæfur til
að staðfesta
þessi lög eða
synja þeim.
SMÁBÆJARSTÚLKAN Í HERNUM
Blaðamenn flykkjast nú til heimabæjar hennar þar sem þeim er tekið af tortryggni.
Fort Ashby heimabær Lynndie England:
Bæjarbúar hræðast
blaðamenn