Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 8
8 16. maí 2004 SUNNUDAGUR
FRIÐARSINNI BORINN BURT
Friðarsinnar mótmæltu í gær herstöð
Atlantshafsbandalagsins í Betera, skammt
frá Valencia á Spáni. Lögreglusveitir
voru sendar á vettvang til þess að
bera burt mótmælendurna.
Gunnar I. Birgisson vill enn breyta Lundarsvæðinu:
Bæjarstjórinn sat hjá
SKIPULAGSMÁL Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri Kópavogs, sat hjá við
atkvæðagreiðslu um breytinga-
tillögu Gunnars I. Birgirssonar,
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, á skipulagi Lundarsvæðisins.
Tillagan var samþykkt en áður
hafði skipulagsnefnd náð víð-
tækri sátt um fyrri tillöguna.
Gunnar vildi bæta útsýni úr íbúð-
um eins fjölbýlishússins en við
það fjölgar íbúðum úr 384 í 390.
Sigurður segist ekki hafa verið
tilbúinn að ákveða á þeirri stundu
hvort breytingartillaga Gunnars
væri það góð að hætta bæri á að
margra mánaða vinna væri fyrir bí.
„Samþykkt skipulagsnefndar
er niðurstaða sem menn eru búnir
að fá eftir mjög mikla vinnu,“ seg-
ir Sigurður. „Þetta er mjög góð
hugmynd og skemmtileg. Um
hana hefur fengist samstaða og
menn voru allir ánægðir í bæjar-
ráði.“
Siguður segir að bæjarstjórn
fjalli um málið á þriðjudaginn og
þá gefist tóm til að fara betur yfir
breytingartillöguna.
Gunnar segir að aðeins sé um
örbreytingu frá ráðgjöf og áliti
skipulagsnefndar að ræða og hún
sé til mikils batnaðar.
Flosi Eiríksson, samfylkingar-
maður í minnihluta bæjarstjórn-
ar, segir að viðkvæmri stöðu sé
stefnt í voða.
„Hvaða ástæða var fyrir því að
láta skipulagsnefndina sitja yfir
þessu í tvo mánuði ef Gunnar
ætlar svo að breyta þessu einn og
sjálfur í bæjarráði.“ ■
FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Fjölmiðla-
frumvarp Davíðs Oddssonar
verður til umræðu bæði í borgar-
stjórn og borgarráði á þriðjudag-
inn. R-listinn hyggst leggja fram
tillögu að bókun á borgarráðs-
fundi á þriðjudag þar sem þess
verður krafist að ríkisstjórnin
stofni ekki rekstri fjölmiðlafyrir-
tækja og atvinnuöryggi starfs-
fólks þeirra í hættu.
Ólafur F. Magnússon, fulltrúi
frjálslyndra í borgarstjórn, hefur
einnig lagt fram tillögu sem lögð
verður fram á borgarstjórnar-
fundi á þriðjudag. Þar er meðal
annars skorað á Alþingi og sér-
staklega þingmenn Reykjavíkur
að koma í veg fyrir samþykkt
frumvarpsins þar sem fram hafi
komið rökstuddar ábendingar um
að samþykkt frumvarpsins í
óbreyttri mynd geti leitt til at-
vinnumissis hundruða Reykvík-
inga og skertrar afkomu enn fleiri.
„Frumvarpið varðar hagsmuni
borgarbúa og því finnst mér að
borgarfulltrúar eigi að láta málið
til sín taka, sem kjörnir fulltrúar
Reykvíkinga,“ segir Ólafur F.
Magnússon. „Það mættu þing-
menn Reykvíkinga líka gera ef
þeir vildu standa undir nafni.“
Ólafur er ósáttur við að önnur
tillaga um málið verði lögð fram í
borgarráði sama dag og tillaga
hans verður rædd. Hann segist
hafa talið að ekki skipti máli hver
flytti málið, heldur að það yrði
flutt. „Ég sé ekki annað en að fyr-
irhuguð tillaga R-listans sé ein-
göngu framsett í þeim efnum að
þeim sé ekki sama um hver setur
fram tillögu um jafn nauðsynlegt
og gott málefni og þetta er í borg-
arstjórn Reykjavíkur.“
„Ef borgarstjórn vill fjalla um
atvinnuöryggi starfsfólks vekur
það athygli að ekki kom tillaga frá
einum einasta borgarfulltrúa um
það að álykta eða bóka um upp-
sagnir fjölda starfsmanna Land-
spítala,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn.
Vilhjálmur vill ekki gefa upp
hvort sjálfstæðismenn hyggist
styðja tillögurnar tvær. Sjálfstæð-
ismenn muni taka þátt í umræð-
unni á fundinum á þriðjudaginn
og gera grein afstöðu sinni til
þeirra tillagna sem liggja fyrir
borgarstjórn um þetta mál.
Alfreð Þorsteinsson, forseti
borgarstjórnar, kynnti tillöguna
fyrir Vilhjálmi fyrir nokkru en
segir Vilhjálm ekki hafa verið til-
búinn að taka afstöðu til hennar
þá. „Þetta var í upphafi fundar og
hafði ekki verið sent út með dag-
skránni að við skoðuðum þetta
mál betur. Mér fannst eðlilegt að
ég fengi tækifæri til þess að
kynna tillöguna fyrir mínu fólki,“
segir Vilhjálmur.
helgat@frettabladid.is
AP
/R
AM
O
N
E
SP
IN
O
SA
LUNDASVÆÐIÐ
Styrr stendur um framtíðarbyggingarland Kópavogsbæjar í Fossvogi.
Kosningasigur Congress:
Vísitölur
féllu mikið
INDLAND, AP Indverskar verðbréfa-
vísitölur féllu mikið í fyrradag
vegna ótta fjárfesta við að ný
stjórn undir forystu Congress-
flokks Soniu Gandhi hefji meiri
ríkisafskipti en síðasta ríkisstjórn
og dragi úr frelsi á markaði. Í
kauphöllinni í Bombay lækkaði
vísitalan meira en hún hefur gert
í fjögur ár og verðfallið á verð-
bréfavísitölu indversku kaup-
hallarinnar var það mesta í tíu ára
sögu kauphallarinnar.
Sonia Gandhi einhenti sér í það í
gær að mynda nýja stjórn. Til þess
þarf hún stuðning vinstriflokka
sem unnu sinn stærsta sigur frá
upphafi. Talið er að stjórnar-
myndun gæti jafnvel tekist í dag. ■
FÖNGUM SLEPPT
Nær 300 írösk-
um föngum sem
hefur verið hald-
ið í Abu Ghraib-
fangelsi í útjaðri
Bagdad var
sleppt úr haldi í
fyrradag. Stefnt er að því að
sleppa nær 500 manns í næstu
viku.
BÚNAÐUR BILAÐI Búnaður sem
átti að auðkenna breska orrustu-
þotu sem vinveitta bandamönnum
bilaði. Það er ástæðan fyrir því að
hún var skotin niður af Patriot
eldflauga- og loftvarnakerfi
Bandaríkjahers, sagði breski
varnarmálaráðherrann í gær.
SONURINN MYRTUR Íraskur karl-
maður sagði arabísku sjónvarps-
stöðinni al-Arabiya að breskir
hermenn hefðu pyntað son sinn
og myrt. Síðar hefðu þeir greitt
honum andvirði um tveggja millj-
óna króna í bætur. Breski herinn
staðfestir bótagreiðsluna en segir
það ekki viðurkenningu ábyrgðar.
■ Evrópa
■ Irak
SONIA OG KJÓSENDUR
Líklegur næsti forsætisráðherra fagnaði
með kjósendum.
DÓMARA FREKAR EN KVIÐDÓM
Rússneski olíu-
auðjöfurinn Mik-
hail Kódorkovskí
fór þess á leit að
dómari úrskurð-
aði í máli sínu
frekar en kvið-
dómur. Kódor-
kovsí hefur setið í fangelsi frá í
október sakaður um fjármálamis-
ferli og skattaundanskot. Beiðnum
hans um lausn gegn tryggingu
hefur ítrekað verið neitað.
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON
Segir sjálfstæðismenn munu taka þátt í umræðu um fjölmiðlafrumvarpið
á borgarráðsfundi á þriðjudag.
BOSTON, AP Allt bendir til þess að
samkynhneigð pör í Massachu-
setts í Bandaríkjunum geti gengið
í hjónabönd strax á morgun þar
sem hæstiréttur Bandaríkjanna
sá ekki ástæðu til þess að koma í
veg fyrir það.
Pörin hafa verið „ein tauga-
hrúga“ meðan þau bíða þess hvort
byrja megi að gefa þau saman á
mánudaginn, segir Arline Isaacson,
annar formaður stjórnmálasam-
taka samkynhneigðra í Massachu-
setts. „Nú geta þau andað léttara.“
Á föstudaginn hafnaði hæsti-
réttur Bandaríkjanna því, um-
orðalaust, að banna borgarstarfs-
mönnum að gefa út hjónabands-
leyfi til samkynhneigðra para,
þannig að nú stendur ekkert í
veginum fyrir því að af því geti
orðið.
Æðsti dómstóll Massachusetts
ríkis úrskurðaði í nóvember síð-
astliðnum að stjórnarskrá ríkisins
heimili samkynhneigðum að
ganga í hjónaband, og tilkynnti þá
jafnframt að byrja megi að gefa
þau saman þann 17. maí, sem er á
morgun.
Hundruð andstæðinga sam-
kynhneigðra komu saman í
Boston og bauluðu þegar þeir
fréttu af ákvörðun hæstaréttar
um að aðhafast ekkert til að koma
í veg fyrir þessi hjónabönd. ■
Hæstiréttur Bandaríkjanna:
Samkynhneigð pör mega giftast
SPÁ Í GIFTINGARTERTUNA
David Koses og Alfredo Roldan-Flores ætla
að ganga í hjónaband í júní, nú þegar það
verður leyft í Massachusetts.
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON
Lagði fram tillögu um fjölmiðlafrumvarpið
til umræðu á borgarstjórnarfundi á þriðju-
dag. Hann er ósáttur við að R-listinn
hyggist leggja fram aðra tillögu um málið
í borgarráði.
Óvissa um afstöðu
sjálfstæðismanna
Tvær tillögur að bókunum þar sem lagst er gegn fjölmiðlafrumvarpinu í núverandi mynd verða
til umræðu í borgarráði og borgarstjórn. R-listinn og Frjálslyndi flokkurinn eru á móti
frumvarpinu. Sjálfstæðismenn þegja þunnu hljóði.