Fréttablaðið - 16.05.2004, Page 13
13SUNNUDAGUR 16. maí 2004
Þegar ég var sjö ára vildi égverða myndmenntakennari og
byrjaði þá bara í Myndlista- og
handíðaskólanum. Ég var þar á
hverju ári alveg þangað til ég fór
í landspróf,“ segir Kristín
Andrésdóttir, sem lauk síðan prófi
frá þeim skóla sem myndmennta-
kennari.
Við skólann var barnadeild, en
líklega hefur Kristín verið eina
barnið sem sótti námskeið bæði
fyrir og eftir áramót allan grunn-
skólaaldur sinn.
Hún starfar reyndar ekki við
kennslu um þessar mundir, heldur
hefur hún helgað sig myndlist-
inni, og nú stendur yfir sjötta
einkasýning hennar í Café Milano,
sem er til húsa að Faxafeni 11.
„Þetta eru 23 myndir sem ég
sýni, mest landslagsstemningar.“ ■
Byrjaði sjö ára
Þetta er veitingahús og pöbb,“segir Gréta Sigurjónsdóttir,
eigandi Svarthvítu hetjunnar sem
hefur nýverið opnað á Egilsstöð-
um. Titillinn á kaffihúsinu vísar
að sjálfsögðu til þekkts lags
Dúkkulísanna en þær eru einmitt
allar ættaðar frá Egilsstöðum.
„Fólk sem man þetta langt aftur í
tímann tengir Svarthvítu hetjuna
heilmikið við Austurlandið og lag-
ið hefur lifað ágætu lífi. Það vill
svo skemmtilega til að ég var í
Dúkkulísunum og heitið lá því
beint við,“ segir Gréta, en með
veitingahúsinu má segja að
draumur hennar sé að rætast. „Ég
var með lítinn hádegisveitinga-
stað í Ármúlanum sem hét Diner-
inn. Sambýlismaður minn, Sigurð-
ur Grétarsson fékk svo gott starf
hér fyrir austan og við fluttum
hingað. Ég kom auga á autt hús-
næði og kýldi bara á að selja stað-
inn fyrir sunnan og opna veitinga-
stað hér.“
Gréta ólst upp á Egilsstöðum
og gerðist snemma gítarleikari
Dúkkulísanna. „Stelpurnar voru
allar saman í bekk og ákváðu einn
góðan veðurdag þegar þær voru
14 eða 15 ára að stofna kvenna-
hljómsveit. Ég var 16 ára þegar ég
kom inn í þetta og við vorum
farnar að spila á böllum áður en
við höfðum aldur til að vera þar
inni. Þetta er hópur sem heldur
enn góðu sambandi enda erum við
miklar vinkonur,“ segir Gréta og
liggur því beinast við að
Dúkkulísurnar komi saman á
Svarthvítu hetjunni. „Það verður
úr á júróvisjónkvöldinu þann 15.
maí,“ segir Gréta að lokum og
verður án efa kröftug júróvisjón-
stemning fram eftir nóttu á Svart-
hvítu hetjunni á Egilsstöðum. ■
■ LISTSÝNING
KRISTÍN ANDRÉSDÓTTIR
Sjötta einkasýning hennar stendur nú yfir í
Café Milano.
Svarthvíta hetjan
á Egilsstöðum
GRÉTA SIGURJÓNSDÓTTIR
Dúkkulísan Gréta Sigurjónsdóttir hefur
opnað veitingahús á Egilsstöðum sem ber
nafnið Svarthvíta hetjan.