Fréttablaðið - 16.05.2004, Síða 15
15SUNNUDAGUR 16. maí 2004
E r ástæða til þess að hafaáhyggjur af þróun í íslensku
viðskiptalífi? Er samþjöppun í
viðskiptalífinu að verða vanda-
mál? Þarf að setja sérstök lög um
eignarhald fyrirtækja á Íslandi til
þess að koma í veg fyrir hringa-
myndun? Þessar spurningar voru
meðal þeirra sem framsögumenn
á fundi Félags viðskipta- og hag-
fræðinga veltu fyrir sér.
Áhyggjur af auðnum
Hræringar í íslensku við-
skiptalífi síðasta árið hafa verið
áberandi. Gríðarlegar eignir hafa
skipt um hendur á einu ári. Auk
uppskiptingar Kolkrabbans og
sölu sjávarútvegsfyrirtækja
Brims, hafa fjölmörg smærri fyr-
irtæki skipt um eigendur með
skuldsettri yfirtöku. Eignabreyt-
inganna sér stað í hagtölum.
Þannig hafa erlendar skuldir fyr-
irtækja og einstaklinga vaxið
verulega og eru nú 150 prósent af
landsframleiðslu. Vissulega eru
fjölbreyttar eignir á móti skuld-
unum en margir hafa áhyggjur af
því hvað myndi gerast ef eigna-
verð tæki að lækka. Aðrir hafa
miklar áhyggjur af því að hér sé
að verða samþjöppun þar sem ör-
fáir auðmenn stjórni íslensku at-
vinnulífi. Á vegum viðskiptaráð-
herra er nefnd að störfum sem
kanna á stöðu mála. Frummæl-
endur á fundi Félags viðskipta- og
hagfræðinga voru á einu máli um
að ekki þyrfti að setja sérstök lög
sem settu hömlur á eignarhald.
Samkeppnislög dygðu ágætlega.
Frummælendurnir voru Yngvi
Örn Kristinsson forstöðumaður
verðbréfasviðs Landsbankans,
Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsr-
ar Verslunar og Þór Sigfússon
framkvæmdastjóri Verslunarráðs
Íslands.
Tengdó verður Krati
„Ég er orðinn svo mikill krati
að ég get ekki sætt mig við að
fimm auðhringir eigi allt Ísland,“
hafði Jón G. Hauksson eftir
tengdaföður sínum, góðum og
gegnum sjálfstæðismanni. Hann
hafði líka áhyggjur af skuldasöfn-
un auðmanna á sama tíma og Dav-
íð Oddsson væri að borga sínar.
Þessi sjónarmið eru kunnugleg og
oftar en ekki hafa fylgt fullyrð-
ingar um að bankar og auðmenn
búti í sundur fyriræki sér til
hagnaðar. Tengdapabbinn vildi
koma böndum á þetta.
Jón var ekki sammála og sagði
auðmenn vera fagnaðarefni.
„Auðmenn sitja ekki auðum hönd-
um,“ bætti hann við. „Þeir eru at-
hafnasamir og þeir keyra þjóðfé-
lagið áfram.“ Jón G. Hauksson
hefur skrifað um viðskipti í á
þriðja áratug. Hann rifjaði upp
þann stöðuga heim þegar tvær
blokkir réðu mestu í íslensku við-
skiptalífi. Sambandið og Kol-
krabbinn. „Á þessum tíma var tal-
að um Sambandið sem eilífðarvél
sem gæti ekki farið á höfuðið, en
hún fór hratt á höfuðið.“ Veldi
byggjast hratt upp og margir
þeirra sem nú eru mest áberandi í
viðskiptalífinu voru ekki mjög
stöndugir fyrir rúmum áratug.
„Veldi hrynja líka hratt,“ sagði
Jón og benti á að eigendur misstu
stundum einbeitinguna, arðsemin
yrði lítil og þeir gætu neyðst til að
selja. Elífðarvélin er ekki til var
niðurstaða hans.
Fátt bendir til samþjöppunar
Jón greindi íslenskt viðskipta-
líf í átta fjársterkar blokkir. Ingvi
Örn Kristinsson taldi upp fimm-
tán, misfjársterkar. Ingvi sagði
fátt benda til þess að um mikla
samþjöppun væri að ræða í við-
skiptalífinu. Menn ynnu saman á
einum stað og bitust á öðrum.
Valdamiklir auðmenn eru því
fleiri en nokkru sinni hér á landi.
Jón velti því fyrir sér hvort það
skipti máli hverjir þeir væru.
„Hugsanlega gagnvart stjórnvöld-
um en ekki gagnvart neytendum.“
Hann leitaði aftur í tímann, til
þess tíma þegar viðskiptablokk-
irnar tengdust pólitískum öflum
sterkum böndum. „Fyrirtæki eru
ekki lengur trúfélög.“ Menn fara
ekki lengur bensínlausir í bæinn
fremur en að kaupa bensín hjá
óvininum eins og var á árum áður.
„Neytendur hugsa um lágt verð
og góða þjónustu.“ Með því að
keppa á þeim grunni hafa bestu
fyrirtækin eflst og eigendur
þeirra orðið ríkir. Ingvi tók í sama
streng og sagði meginmarkmið
þessara hópa vera rekstrarárang-
ur en ekki völd og pólitísk sjónar-
mið. „Hnignun SÍS og Eimskipa-
samstæðunnar má rekja til of lít-
illar áherslu á rekstrarárangur.“
Viðskiptalífið sýni ábyrgð
Þór Sigfússon gerði að umtals-
efni þann ótta sem hræringar við-
skiptalífsins hefðu haft í för með
sér. „Verslunarráð Íslands skoðar
með reglubundnum hætti hvernig
umræða í samfélaginu varðandi
viðskiptalífið er.“ Hann sagði nið-
urstöðu samanburðar áranna
2002 og 2003 að orðið „græðgi“
kæmi tvöfalt oftar fyrir í fjöl-
miðlum og nánast það sama gilti
um orðið „hringamyndun“. Auk
þess hefði sprottið fram umræða
um ofurlaun stjórnenda og verð-
samráð. „Umræðan er í raun far-
in að snúast um neikvæða þætti
markaðarins, en ekki þau tæki-
færi sem frjáls markaður býður
upp á.“ Hann sagði mikilvægt
fyrir viðskiptalífið að sýna
ábyrgð og í því skyni hefði verið
ráðist í að vinna leiðbeiningar um
góða stjórnarhætti fyrirtækja.
Viðskiptalífið þyrfti að sýna
ábyrgð. „Viðbrögð viðskiptalífs-
ins við þeirri gagnrýni sem fram
hefur komið eiga að sýna að við
erum að taka okkur á, setja okkur
skráðar og óskráðar starfsreglur,
auka upplýsingar og hækka við-
miðin.“
Styrkur forsenda landvinninga
Ísland er lítill markaður. Fá-
keppni ríkir frekar á minni mörk-
uðum en þeim stærri. Frummæl-
endurnir bentu á að í auði hópa ís-
lensks viðskiptalífs leyndist mik-
ill sköpunarmáttur. Styrkur væri
forsenda frekari landvinninga í
viðskiptum. Jón G. Hauksson
benti á að margir hefðu tekið það
óstinnt upp þegar Björgólfur
Thor Björgólfsson lýsti því yfir að
lítið væri um spennandi tækifæri
á Íslandi. Ingvi sagði sterka fyrir-
tækja- og fjárfestahópa skapa
skilyrði til sóknar í innlendu at-
vinnulífi og til erlendrar útrásar.
„Þannig má treysta grundvöll lífs-
kjara og áhugaverðrar atvinnu-
sköpunar á Íslandi.“
Hættan við að setja atvinnulíf-
inu óþarfa skorður var að mati
þeirra Jóns, Yngva Arnar og Þórs
sú að með því yrði sköpunarkraft-
ur atvinnulífsins drepinn í dróma
sem bitnaði á lífskjörum almenn-
ings í landinu og takmarkaði
framþróun og útrás. „Hættan er
sú við slíka lagasetningu að lækn-
ingin verði verri en sjúkdómur-
inn,“ sagði Jón G. Hauksson.
haflidi@frettabladid.is
Viðskiptablokkir
fleiri en nokkru sinni
Eignabreytingar liðins árs hafa framkallað skjálfta í samfélaginu. Upphrópanir um samþjöppun, samráð og græðgi hafa
heyrst oftar en áður. Frummælendur á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga töldu fjölbreytni ríkja í atvinnulífinu og
ekki vera þörf á frekari lagasetningu.
FJÁRSTERKAR VIÐSKIPTA-
BLOKKIR SAMKVÆMT SKIPT-
INGU YNGVA ARNAR KRISTINS-
SONAR:
Afl – Atorka – Líf
Baugur Group (Hagar,
Húsasmiðjan, Stoðir)
Engeyingar – Íslandsbanki – Sjóvá
Eyrir
Fengur – Skeljungur
Hof
Kaldbakur – Samherji – Síldarvinnslan
Milestone
Meiður – KB banki – Bakkavör
Norvik – Byko – Kaupás – Flugleiðir
Samson – Landsbanki – Burðarás –
Pharmaco
Saxhóll
S-hópur – Ker – Samskip – SÍF – VÍS –
KB banki
Straumur – HBen-fjölskyldan
Vogun – Grandi – Nýherji – Hampiðjan
VIÐSKIPTABLOKKIR SAM-
KVÆMT SKIPTINGU JÓNS G.
HAUKSSONAR:
Samson – Landsbankinn (Bjöggarnir)
Baugsveldið (Með Pálma í Feng)
S-hópurinn (Ólafur Ólafsson og
Finnur Ingólfsson)
Samherji og Kaldbakur (Þorsteinn
Már Baldvinsson)
BYKO-veldið (Jón Helgi Guðmundsson
og Hannes Smárason)
KB banki (Sigurður Einarsson, Bakkavör,
S-hópur og BYKO-veldið)
Íslandsbanki (Einar Sveinsson, Helgi
Magnússon, Orri Vigfússon og
Werners-systkini)
EIGNIR HJÁ NÝJUM HERRUM
Stórar eignir í íslensku atvinnulífi hafa skipt um eigendur á skömmum tíma. Ekki er langt síðan tvö veldi réðu flestu í íslensku atvinnulífi.
Nú má greina átta til fimmtán sterk fjármálaveldi í íslensku atvinnulífi.
AUÐMENN SITJA EKKI AUÐUM HÖNDUM
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslun-
ar, taldi auðmenn til góðs fyrir samfélagið.
Atorka þeirra keyri samfélagið áfram og
skapi landsmönnum betri lífskjör.