Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 16
16 16. maí 2004 SUNNUDAGUR
Guðný Guðmundsdóttir, kon-sertmeistari Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, er
heiðursgestur Listahátíðar í ár
ásamt Jónasi Ingimundarsyni
píanóleikara. Guðný hefur verið
konsertmeistari í 30 ár og hefur
jafnlengi kennt kynslóð
fiðluleikara með afburða góðum
árangri. „Það kom mér gleðilega
á óvart að ég skyldi hljóta
þennan heiður, hvort sem hann
er nú verðskuldaður eða ekki,“
segir Guðný.
Guðný var einungis 15 ára
þegar hún fór að leika sem
lausamaður hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. „Þá var ég
nemandi við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Það var afar vel
tekið á móti mér og mikið látið
með mig þegar ég kom þarna
inn kornung. Þegar ég var 17
ára var ég send sem fulltrúi
hljómsveitarinnar til að taka
þátt í tónleikum í Bandaríkjun-
um. Ég fór þangað í fylgd
miðaldra karlmanna sem
pössuðu mig vel.“ Hún lærði í
Eastman School of Music og
hinum virta Juilliard-háskóla í
New York. „Þar var krafist
óhemju vinnu af nemendum á
öllum sviðum,“ segir hún. „Fólk
heldur stundum að það sé
auðvelt að fá gráður í tónlist í
Bandaríkjunum en þarna voru
gerðar gríðarlegar kröfur og
maður varð að læra að aga sig.“
Skortur á tækifærum
Guðný var 26 ára þegar hún
sneri heim og varð konsert-
meistari Sinfóníuhljómsveitar-
innar. „Á þessum tíma voru
konur ekki orðnar gjaldgengar í
sumum helstu hljómsveitum
Evrópu, hvað þá að þær væru í
lykilstöðum. En Ísland hefur
alltaf verið í fararbroddi í kven-
réttindum þannig að ráðning
mín þótti ekkert tiltökumál og
það var ráðið í stöður í samræmi
við hæfileika fólks en ekki
vegna kyns. Einstaka sinnum
komu upp ágreiningsmál milli
mín og karla í hljómsveitinni en
það er bara eðlilegt að slíkt
gerist.“
Það gefur auga leið að mikil
samkeppni hlýtur að vera innan
Sinfóníuhljómsveitarinnar um
stöður. „Það er ekki oft sem
stöður losna og yfirleitt ekki
margar í einu,“ segir Guðný. „Í
sumar deildir þarf ekki nema
þrjá til fjóra hljóðfæraleikara,
eins og til dæmis í blásara-
deildir. Ef fólk er á góðum aldri
þegar það kemst í þannig stöður
þá getur liðið langur tími þar til
endurráðið er í þær. Hins vegar
losna fleiri stöður að jafnaði í
strengjadeild, enda er hún
stærst og kjarninn í
hljómsveitinni. Þetta er vissu-
lega ákveðið vandamál og margt
gott tónlistarfólk fær ekki þau
tækifæri sem það á skilið.“
Guðný segir íslenska tón-
listarmenn almennt betur
menntaða nú en áður fyrr. „Það
var ekki mjög algengt að fólk
legði á sig langskólanám í hljóð-
færaleik eins og ég gerði. Ég
fékk ekki námslán því tón-
listarnámið var ekki viðurkennt
sem lánshæft. Fyrir vikið varð
ég duglegri við að útvega mér
styrki og vann með námi. Ég
kunni ekkert annað en að spila á
fiðlu og fékk vinnu við það í
hinum ýmsu hljómsveitum eða
við tónlistarupptökur og annað
tilfallandi.“
Óttast ekki að mistakast
Hvað hefðirðu starfað við
hefðirðu ekki lagt fyrir þig tón-
list?
„Myndlistin er mér mjög
hugleikin. Ég hafði afskaplega
gaman af að teikna þegar ég var
yngri og gerði mikið af því. Ég
hef lagt þetta áhugamál mitt til
hliðar síðustu árin en verð
kannski frístundarmálari á
elliárum ef ég get ekki lengur
spilað á fiðluna. Ef ég hefði ekki
orðið tónlistarmaður hefði ég
sennilega orðið myndlistar-
maður eða lagt stund á
bókmenntafræði. Ég held að
listgreinarnar séu ansi skyldar
og ef maður er í einni listgrein
þá höfða flestar hinar líka til
manns.“
Hefur þér einhvern tíma mis-
tekist á tónleikum?
„Hvað er að mistakast?
Manni mistekst alltaf á tón-
leikum að einhverju leyti af því
maður er að leita að fullkomnun
en getur yfirleitt ekki haft hlut-
ina alveg eins og maður vill hafa
þá. Þegar manni mistekst alvar-
lega þá er það yfirleitt vegna
þess að maður gleymir þegar
leikið er nótnalaust, en þá er
maður yfirleitt fljótur að
komast í gang aftur. Ég hef einu
sinni stoppað vegna þess að ég
gleymdi. Það var á útskrifar-
tónleikunum mínum þegar ég
var 19 ára. Ég bað áheyrendur
afsökunar og byrjaði svo aftur á
byrjuninni. Þetta varð fleygt um
allan bæinn. Eftir það lærði ég
að setja upp pókerandlit í þau
skipti sem mér mistókst en það
gerir að verkum að áheyrendur
taka yfirleitt ekki eftir mis-
tökunum. Ég held að það síðasta
sem listamenn, sem eru komnir
á sæmilegan aldur og hafa
öðlast þroska, hafa áhyggjur af
sé það að mistakast. Ég undirbý
mig vel fyrir tónleika og veit að
ég get ekki reiknað með að vera
ánægð með allt sem ég geri.“
Sinfónían er andlit
þjóðarinnar
Stundum hefur fjármögnun til
Sinfóníunnar verið harðlega
gagnrýnd og því haldið fram að
hún eigi að bera sig sjálf. „Ég
held að það sé aldrei sett nóg af
peningum í menningu og listir,“
segir Guðný. „Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands nýtur mikillar
virðingar erlendis, er komin á
blað sem alþjóðleg hljómsveit og
oft er leitað til hennar í sam-
bandi við upptökur á geisladiska.
Sinfóníuhljómsveitin er andlit
þjóðarinnar út á við. Það kostar
peninga að halda henni úti og það
á að leggja fjármagn til hennar,
svo framarlega sem ætlunin er
að halda uppi menningu í landinu
og ætlast til að Ísland sé þjóð á
meðal þjóða. Menning okkar
vekur athygli á okkur og hlýtur
að koma okkur til góða. Vonandi
verður það aldrei þannig að
Sinfónían verði sett út á guð og
gaddinn og í þeirri von að
fyrirtæki verði bara nógu dugleg
að styrkja hana. Á þann hátt
getur menning aldrei þrifist og
sérstaklega ekki í litlu samfélagi
eins og okkar. Fyrirtæki koma og
fara og sum verða gjaldþrota.
Sameiginlegur sjóður þjóðar-
innar er eitthvað sem við eigum
að geta reitt okkur á. Þegar farið
er að treysta á að menningar-
stofnanir sjái um sig sjálfar þá
held ég að fegurstu fjaðrirnar
fjúki fljótlega af leikhúsunum,
Sinfóníunni og annarri
menningarstarfsemi.“
Veikindin voru aðvörun
Fyrir örfáum árum greindist
Guðný með þröngar kransæðar.
Hún tók sér frí frá konsert-
meistarastarfinu en sinnti
kennslu að hluta til. „Ég hafði
verið á kafi í vinnu árum saman
og sennilega ekki hugsað nóg
um sjálfa mig, þannig að
veikindin komu eins og aðvörun.
Ég varð mjög hissa og hafði alls
ekki átt von á að neitt slíkt henti
mig. Ég var mjög kraftlaus í eitt
og hálf ár, en eftir skurðaðgerð
og endurhæfingu náði ég
kröftum á ný. Nú stunda ég jóga
og Qi gong sem er gömul kín-
versk andleg og líkamleg leik-
fimi, sem gefur mikla orku. Mér
líður oftast ágætlega, er hvergi
smeyk en þarf að passa að
ofgera mér ekki. Ég hef ekki
alveg sömu orku og áður, en ég
er ekki heldur lengur tvítug.“
Eftir veikindafrí fór Guðný
aftur í stöðu 1. konsertmeistara
sem hún deilir nú með Sigrúnu
Eðvaldsdóttur. „Slík skipting er
gott fyrirkomulag, enda er það
við lýði í sinfóníum fjölmargra
landa,“ segir hún.
Hún er gift Gunnari Kvaran
sellóleikara. „Við erum ekki í
samkeppni hvort við annað,
enda leikum við ekki á sama
hljóðfæri,“ segir hún. „Ég hef
séð sambönd þar sem fólk sem
vinnur á sama sviði hefur ekki
getað látið sambandið ganga
vegna innbyrðis samkeppni. En
um leið má líka segja að kannski
hafi það fólk bara verið of ólíkt
til að geta hafa átt framtíð
Guðný Guðmundsdóttir er heiðursgestur Listahátíðar í ár og fagnar 30 ára afmæli sem konsertmeistari Sinfóníunnar. Hún ræðir um mátt
tónlistarinnar, hlutverk Sinfóníuhljómsveitarinnar, veikindi sín og tónlistarkennslu.
Tónlistin auðgar ímyndaraflið
GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
„Æfingin skiptir gríðarlegu máli, nánast öllu.
Þeir sem hafa mikla hæfileika treysta
stundum um of á þá og vanmeta hinn gríðar-
lega þátt æfingarinnar. Sá sem telur sig ekki
hafa mikla hæfileika leggur oft meira á sig og
æfir sig enn meir og öðlast færnina þannig.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T