Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 17
SUNNUDAGUR 16. maí 2004
saman. Við Gunnar höfum unnið
töluvert saman. Við stofnuðum
Tríó Reykjavíkur en við höfum
samt ekki ennþá gefið okkur
tíma til að spila bara tvö saman
á geisladisk.“ Þau hjón eiga
saman dótturina Karól, sem um
tíma stundaði tónlistarnám sem
barn en stefnir á önnur mið, og
Gunnar á soninn Nicholas sem
starfar sem popptónlistarmaður
í Danmörku. Guðný segist ein-
staka sinnum hlusta á popptón-
list og nefnir Bítlana sem sitt
eftirlæti og af íslenskum popp-
urum eru Björk og Stuðmenn
fremst að hennar mati.
Hef yndi af að kenna
Hluti af dagskrá Listahátíðar
eru tónleikar Guðnýjar í Íslensku
óperunni í næstu viku og hún
valdi sjálf verkin sem verða á
dagskrá. „Tveir vinir mínir, sem
eru meðal okkar hæfustu tón-
skálda, voru með verk í smíðum
fyrir mig og hafa nýlokið við þau.
Þessi verk verða frumflutt á fyrri
hluta tónleikanna,“ segir Guðný.
„Þetta eru Sónata nr. 2 eftir Áskel
Másson fyrir fiðlu og píanó og
Sameindir, sem er dúó fyrir fiðlu
og selló, eftir Karólínu
Eiríksdóttur. Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleikari mun
leika með mér sónötu Áskels en
Gunnar, maðurinn minn, leikur
með mér dúó Karólínu.
Ég velti því nokkuð fyrir mér
hvað ég ætti að hafa á efnis-
skránni í seinni hlutanum. Þá
hvarflaði hugurinn fljótlega til
eins vinsælasta verks allra tíma,
sem er Árstíðirnar eftir Antonio
Vivaldi. Það má setja í flokk með
Messías eftir Händel og 9. sin-
fóníu Beethovens hvað vinsældir
varðar. Þetta eru Verkin í
tónlistarsögunni þótt óteljandi
önnur séu frábær. Ég fékk nem-
endur, sem eru að læra hjá mér í
Listaháskólanum og í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík, til að flytja
Árstíðirnar með mér. Mér fannst
við hæfi að kalla þá til því ég er
ekki bara að halda upp á 30 ára
starfsafmæli sem fiðluleikari eða
konsertmeistari heldur líka sem
kennari. Ég hef haft yndi af að
kenna og haft marga frábæra
nemendur. Auk þeirra koma
einnig fram í hljómsveitinni einn
nemandi Gunnars og nokkrir
atvinnumenn. Fyrrverandi nem-
andi minn, Ari Þór Vilhjálmsson
sem útskrifaðist frá mér fyrir þre-
mur árum kemur sérstaklega
heim frá Bandaríkjunum til þess
að „leiða hljómsveitina“. Það þýðir
að hann verður konsertmeistari á
tónleikunum og hjálpar mér að
halda öllu saman því við munum
leika stjórnandalaust. Ég verð
þannig bæði í hlutverki stjórnan-
da og einleikara. Þá er gott að hafa
góðan konsertmeistara, en Ari
hefur góða reynslu á því sviði þótt
ungur sé.“2
Græðandi tónlist
Guðný segist ekki hafa trú á
niðurrifi sem kennsluaðferð og
reyni ætíð að byggja nemandann
upp. „Eitt það mikilvægasta í
kennslu er að fá nemandann til að
elska að æfa sig. Æfingin skiptir
gríðarlegu máli, nánast öllu. Þeir
sem hafa mikla hæfileika treysta
stundum um of á þá og vanmeta
hinn gríðarlega þátt æfingarinnar.
Sá sem telur sig ekki hafa mikla
hæfileika leggur oft meira á sig og
æfir sig enn meir og öðlast færnina
þannig. Það er ekki ofsögum sagt
að æfingin skapar meistarann.“
Heyrst hefur að áhugi á
klassískri tónlist sé á undanhaldi
hjá ungu fólki. „Aukin aðsókn að
sinfóníutónleikum bendir til annars.
Ég veit ekki hvort hún er á undan-
haldi almennt í heiminum. Heimur-
inn er að breytast og það er svo
margt sem glepur fólk. Kannski
hefur það ekki lengur tíma til að
rækta listir í sama mæli og það
gerði áður. Það er búið að sanna
vísindalega að tónlistarnám örvar
heilastarfsemi og auðgar
ímyndunarafl. Að glíma við flókin
hljóðfæri jafnvel þótt í litlu mæli
sé, hefur áhrif. Það græða því allir á
því að hlusta á og læra klassíska
tónlist. Hún lætur einungis gott af
sér leiða.“
kolla@frettabladid.is
Heimurinn er að
breytast og það er
svo margt sem glepur fólk.
Kannski hefur það ekki
lengur tíma til að rækta listir
í sama mæli og það gerði
áður. Það er búið að sanna
vísindalega að tónlistarnám
örvar heilastarfsemi og auð-
gar ímyndunarafl. Að glíma
við flókin hljóðfæri jafnvel
þótt í litlu mæli sé, hefur
áhrif. Það græða því allir á
því að hlusta á og læra
klassíska tónlist.
,,
VEIKINDI
„Ég hafði verið á kafi í vinnu árum saman og sennilega ekki hugsað nóg um sjálfa mig,
þannig að veikindin komu eins og aðvörun. Ég varð mjög hissa og
hafði alls ekki átt von á að neitt slíkt henti mig.“