Fréttablaðið - 16.05.2004, Page 32

Fréttablaðið - 16.05.2004, Page 32
Hlutabréfkaup hafa mikið verið í um-ræðunni síðustu ár. Mikil læti urðu á sínum tíma í kringum útboð í sjávarút- vegsfyrirtækjum, deCODE og Oz og allt ætlaði um koll að keyra þegar frumútboð fóru fram í bönkunum. Æðið náði hámarki þegar 93 þúsund manns keyptu hlut í Bún- aðarbankanum árið 1998 og síðan komu m.a. vikuleg innskot í Kastljósi þar sem fólki var ráðlagt í hlutabréfakaupum. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi er frekar ungur. Kauphöll Íslands var stofnuð árið 1986 og þá var einungis verslað með skuldabréf. Erfiðlega gekk að fá íslensk fyrirtæki inn í Kauphöllina og í raun má segja að vísir að almennum hlutabréfa- markaði verði ekki til fyrr en í kringum 1991 með innkomu Flugleiða og Olís í Kauphöllina. Æði í kringum uppsjávarfisk „Það má kannski segja að fyrsta æðið á hlutabréfamarkaðinum hér verði í kringum fyrirtæki í uppsjávarfiski í kringum 1996-7. Ástæðuna má meðal annars rekja til veður- fyrirbærisins El Ninjo sem hækkaði verðið á olíu og uppsjávarfiski og þá dróst fólk meira inn í markaðinn,“ segir Þórður Páls- son forstöðumaður greiningardeildar KB banka um aðdraganda hlutabréfaæðisins. Markaðurinn á Íslandi náði hámarki í þeim umgangi í apríl 1997 en lækkaði meira og minna þar til á haustdögum 1998 þegar frumútboð fór fram í tölvufyrirtæk- inu Skýrr. Í kjölfarið voru frumútboð í Landsbankanum, FBA en hlutabréf þess- ara fyrirtækja allra hækkuðu skarpt í kjöl- far frumútboðs. Í desember það ár var frumútboð í Búnaðarbankanum og þá greip einhvers konar æði þjóðina. „Þá kom í ljós áður óþekktur áhugi almennings. Hvorki fyrr né síðar hafa jafnmargir tekið þátt í frumútboði og án vafa er þátttakan í þessu útboði heimsmet ef miðað er við höfðatölu“ segir Þórður. Líftæknin og netið Þórður segir að góð reynsla af frumút- boðum hafi ýtt undir hlutabréfakaup Ís- lendinga og á sama tíma hafi hlutabréfa- markaðir erlendis verið að komast á það flug sem endaði með lækkunarhrinu árið 2000. Ýmsir þættir höfðu áhrif á uppgang erlendra hlutabréfamarkaða. Má þar nefna lok kalda stríðsins, mikla aukningu peninga- magns í umferð til að mæta erfiðleikum á ný- mörkuðum og hugsanleg- um 2000-vanda, líftækni- iðnaðinn og tilkomu nets- ins. Uppgangur líftækni- iðnaðarins og netsins hafði bein áhrif á markað- inn hér heima í gegnum fyrirtæki eins og Oz og DeCODE. Íslenski markaðurinn náði hámarki í þeirri atrennu í febrúar árið 2000 en þá fór Úrvalsvísitalan í 1.888 stig. „Í kjölfar þess fóru markaðir um allan heim lækkandi og hagkerfin fóru í niðursveiflu,“ segir Þórður. Bóla sem hjaðnar hægt Erfitt er að segja til um hvort hluta- bréfakaup Íslendinga hafi minnkað eða aukist síðustu ár. Þórður segir að vissulega hafi myndast ákveðin bóla í kringum hlutabréfakaup á síðustu árum. Sú bóla hafi þó ekki sprungið heldur hafi hún hjaðnað. „Það kom kannski smá hvellur árið 2001 en ef litið er á verðbréfalækkan- ir gerast þær sjaldnast á mjög dramatísk- an hátt. Bólurnar í hlutabréfakaupum taka yfirleitt langan tíma og verða smátt og smátt lífvana,“ segir Þórður sem telur að almenningur stundi hlutabréfakaup ekki jafngrimmt og áður. „Það eru frekar fáir en stórir aðilar sem eru virkir á markaðn- um nú,“ segir Þórður sem er þó á því að hlutabréfakaup almennings eigi eftir að aukast með árunum. ■ 20 16. maí 2004 SUNNUDAGUR Netið: Margir voru skeptískir Uppruna netsins má rekja aftur til kalda stríðs-ins þegar bandaríski herinn ákvað að leggja út í þróun á tölvukerfi sem dreift væri á marga staði. Árið 1971 var tölvupósturinn fundinn upp og árið eftir var @-merkið tekið til notkunar. Tölvupóst- urinn varð strax vinsælasti hluti netsins. Margir voru skeptískir á notkunarmöguleika netsins og töldu að það myndi ekki ná almennum vin- sældum. Magnea J. Matthíasdóttir rithöfundur þekkir eina slíka sögu en hún hefur unnið við netið í um tíu ár. Magnea rifjar upp atvik frá því hún var búsett í Danmörku og eiginmaður hennar, Sigurður G. Sigurðsson, fór á fund hjá stóru fyrirtæki til að kynna kosti netsins. „Einn af yfirmönnum fyrirtækisins hafði nú ekki mikla trú á netinu og sagðist gefa því í mesta lagi þriggja mánaða líftíma,“ segir Magnea hlæjandi þegar hún rifjar upp fundinn. Hún segir marga Dani hafa verið tortryggna gagnvart netinu, eins og öðrum nýjungum, en það hafi verið fljótt að breiðast út þegar það var komið af stað. Magnea segir Íslendinga hins vegar hafa tekið netinu opnum örmum en þegar þau hjónin fluttist aftur heim til Íslands hófu þau bæði störf við það. Breyting til batnaðar Magnea hefur einnig unnið talsvert við þýðingar og þegar hún flutti til Danmerkur ætlaði hún að nýta netið til að senda þýðingarnar heim. „Þá var draumurinn að fá sér módem og senda þýðingarnar í gegnum netið. Það voru samt ýmis vandkvæði við það því þeir á Stöð 2, sem ég vann fyrir þá, voru ekki tilbúnir að taka við póstinum,“ segir Magnea. „Til að byrja með faxaði ég þýðingarnar til þeirra en það varð mikil breyting til batnaðar þegar mér tókst að senda þær með tölvupósti.“ Netið er nú einn öflugasti miðillinn fyrir hvers konar samskipti manna á milli. Samkvæmt Hag- stofunni notaði 81% Íslendinga netið á síðasta ári og 78% höfðu aðgang að því heiman frá sér. Níu af hverjum tíu notuðu netið út af tölvupósti, 85% til að leita sér upplýsinga og 73% til að lesa eða ná í dag- blöð. ■ Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Nýjungum síðustu ára hefur gengið misvel að festa sig í sessi. Margir taka þeim með opnum huga á meðan aðrir líta á þær sem tískubólur sem standa stutt yfir. Það er alkunna að á Íslandi verða fyrirbæri eins og verðbréf og brjóstastækkanir vinsæl umræðuefni. Allir verða skyndilega sérfræðingar í viðkomandi málum. En hvað verður um slík æði? Ásíðustu árum hafa komiðfram ýmsar nýjungar sem margir telja aðeins vera ein- hvers konar tískubylgju sem eigi eftir að hjaðna að skömmum tíma liðnum. Frægar eru gamlar sjón- varpsauglýsingar sem sýndu fólk setja gamla hluti sem nutu tölu- verðra vinsælda áður fyrr í geymslu – hluti á borð við fóta- nuddtæki, hljómborð og gosvélar. Meðal nýjunga síðustu ára eru verðbréfakaup, brjóstastækkun- araðgerðir, netið og Herbalife. Miklar og heitar umræður urðu í kringum þessar nýjungar fyrir nokkrum árum og var leit að þeim Íslendingi sem ekki var sérfræðingur í þessum hlutum, svo mikið var um þá talað. Alltaf voru þó einhverjir sem spáðu því að hér væri aðeins um bólur að ræða sem ættu eftir að springa. Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvað hefði orðið um þessar nýjungar – hvort þær hefðu að- eins verið bólur sem sprungu eða hvort þær hefðu orðið hluti af daglegu lífi okkar. kristjan@frettabladid.is NETIÐ Áður: Var af mörgum talið vera bóla sem myndi springa. Nú: Er notað daglega af stærstum hluta landsmanna. HERBALIFE Áður: Stór hluti landsmanna seldi eða neytti fæðubótarefnanna sem voru að- allega notuð til grenningar. Nú: Enn virðast margir neyta fæðu- bótarefnanna, að minnsta kosti eru sölumennirnir nógu margir. Sölumenn- irnir líta þó ekki lengur á vörurnar sem grenningarlyf heldur sem allsherjar fæðubótarefni. BRJÓSTASTÆKKANIR Áður: Taldar vera bóla ættuð frá Hollywood sem myndi detta úr tísku eins og útlit Twiggy. Nú: Hvort sem um var að ræða tísku- bólu eður ei hefur aðgerðum ekki fækkað. VERÐBRÉFAKAUP Áður: Lítill markaður sem var lengi að þroskast. Markaðurinn tók þó kipp þeg- ar bankarnir voru seldir. Nú: Erfitt að segja til um hlutabréfa- kaup almennings en þeim hefur líklega farið fækkandi frá því að þriðjungur landsmanna keypti hlut í Búnaðarbank- anum. Fyrirbæri sem þjó Hlutabréfakaup Settum heimsmet KEYPT OG SELT Á gólfinu hjá Kaupþingi vinna menn við kaup og sölu verðbréfa dags daglega. Sú var tíðin að hálf þjóðin var farin að kaupa og selja. INTERNETIÐ Internetið þótti mikil bylting þegar það kom fyrst, en margir voru skeptískir. Það hefur að sjálfsögðu fest sig í sessi sem órjúfanlegur hluti af daglegu lífi okkar í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.