Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 34
Júlíus Þór Júlíusson er formaðurog einn af stofnendum Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem kom- ið var á fót í byrjun árs. Júlíus er óvirkur alkóhólisti og hefur langa meðferðasögu að baki. Hann hefur verið spilafíkill í ein fimmtán ár. „Ég kynntist spilamennskunni í kringum árið 1989. Þá eyddi ég heilu og hálfu dögunum í Ölveri og ákvað að prófa að setja pening í kassann. Ég varð fíkill um leið og gat ekki slitið mig frá kassan- um,“ segir Júlíus sem leitaði þó ekki á náðir spilakassanna til að græða. „Ég átti nóg af peningum á þessum tíma en tókst að eyða þeim mjög hratt. Spilakassarnir fannst mér vera góð og skemmti- leg afslöppun.“ Í Gullnámuna með 200 þús- und krónur Júlíus Þór eyddi miklum tíma og peningum í spilakassa. Það var þó ekki eina fjárhættuspilið sem hann tók þátt í. Hann sótti einnig stíft í getraunir. „Það gekk ekkert að græða á spilakössunum svo ég fór í getraunirnar. Ég var mjög aktívur í þeim og var farinn að eyða 40–50 þúsund krónum á viku, en ég græddi heldur ekki á þeim,“ segir Júlíus. Árið 1994 opnaði Gullnáman þar sem hægt var að spila um hærri upphæðir í kössum en áður hafði tíðkast. Júlíus Þór hræddist mjög að fara þar inn. „Ég fór þang- að inn í fyrsta skipti ári eða tveim- ur árum eftir að Gullnáman opn- aði. Ég hélt mig að mestu við litlu kassana því ég taldi sjálfum mér trú um að ég tapaði minna í þeim.“ Hæsti vinningur í minni köss- unum er um tíu þúsund krónur en í Gullnámunni hleypur hann á milljónum. „Ég fór aldrei inn í Gull- námuna nema eiga slatta af pen- ing – svona 200 þúsund kall – ég fór aldrei þangað með minni pen- ing,“ segir Júlíus Þór. Skuldugur upp fyrir haus Júlíus sigldi í strand og í des- ember á síðasta ári vatt hann kvæði sínu í kross og fór í með- ferð. „Ég fór mjög illa út úr þessu og stundaði vinnu mína illa,“ seg- ir Júlíus, sem reyndi hvað hann gat til að friða samviskuna. „Ég var alltaf að friða samviskuna með því að gera eitthvað fyrir fjölskylduna. Þegar konan mín spurði hvar peningarnir væru sagði ég að þeir hefðu allir farið í greiðsluþjónustuna sem hún kom ekki nálægt. Það var ekki fyrr en vanskilatilkynningar fóru að streyma inn að þetta komst upp.“ Allt annað líf Júlíus fór í meðferð á Staðar- felli árið 1995 og þremur mánuð- um síðar réð hann sig í vinnu á sveitabæ á Breiðabólsstað á Fells- strönd. Þar dvaldist hann í hálft ár. „Þar fékk ég fimm þúsund krónur í laun á viku,“ segir Júlíus og hristir hausinn þegar hann rifj- ar upp þennan tíma. „Ég fékk bíl- inn lánaða einu sinni í viku og keyrði þá í Búðardal til að spila og eyddi öllum peningnum. Stundum græddi ég kannski þrjú þúsund karl og varð voða ánægður með að hafa hækkað kaupið mitt.“ Júlíus lætur nú löggildan end- urskoðanda halda utan um fjár- mál sín til að greiða niður skuld- irnar og borga aðrar afborgarnir. „Þetta er allt annað líf og það hef- ur orðið mikil breyting á þessum sex mánuðum,“ segir Júlíus Kom illa niður á fjölskyld- unni Júlíus er giftur og á tvær dæt- ur. Hann segir fíkn sína hafa bitn- að illa á fjölskyldunni. „Eldri stelpan mín hefur farið mjög illa út úr þessu og ég á mikinn þátt í því. Við erum aðeins farin að ná aftur saman og hún er farin að hjálpa mér í starfinu hjá sam- tökunum. Yngri stelpan hefur ekki verið að erfa þetta við mig,“ segir Júlíus. „Konan er kannski ekki alveg komin með 100% traust á mér. Henni fannst líka erfitt þegar við vorum að byrja með samtökin, að láta fólk vita að ég væri spilafíkill. Ég kom opin- berlega fram og ræddi málið, meðal annars í sjónvarpi, og það fannst henni afar erfitt. En hún sér í dag hvað þetta gengur vel,“ segir Júlíus léttur í bragði. Falin fíkn Júlíus segir að spilafíkn sé mjög falin fíkn. „Það sjá allir ef þú hefur verið að drekka og lík- amlegu einkennin eru miklu sterkari. Spilafíkillinn getur hins vegar haldið fíkninni leyndri þar til hann er búinn að tapa öllu og jafnvel rústa nokkrum fjölskyld- um,“ segir Júlíus „Spilafíklar hækka fyrst yfirdráttarheimild- ina í viðskiptabankanum og svo í öðrum bönkum. Svo taka þeir lán, jafnvel falsa nöfn ættingja og svo hrúgast inn kröfurnar og spilafíkillinn tekur yfir lífið. Eftir sitja ættingjar og vinir umvafðir skuldum. Þetta er kannski svart- asta sýnin á spilafíkla en þetta er að gerast í þjóðfélaginu og fólk verður að vita af þessu. Það vant- ar kynningu á áhættunni sem fylgir fjárhættuspilum og að fólk geri sér grein fyrir því,“ segir Júlíus. Fjárhættuspil undir eftirliti Júlíus stofnaði Samtök áhuga- fólks um spilafíkn eftir að meðferð lauk til að hjálpa öðrum spilafíkl- um. Hann segir að samtökin séu ekki í herferð gegn fjárhættuspili heldur vilji koma á fót ábyrgari spilamennsku. „Hún felst meðal annars í því að fólk líti á fjárhættu- spil sem einhvers konar hættu. Al- veg eins og þegar fólk kveikir sér í sígarettu veit það að það á í hættu að fá lungnakrabbamein eða að fólk veit að það getur skaðast af því að drekka of mikið,“ segir Júlí- us. „Við viljum að fjárhættuspil séu undir opinberu eftirliti og að það sé takmarkaður fjöldi staða og takmarkaður fjöldi kassa. Þá minnkar þessi hætta sem er fyrir hendi í dag.“ Júlíus telur einnig brýna nauð- syn á því að meðferðarúrræði séu til staðar fyrir spilafíkla. „Ég tek ofan fyrir SÁÁ og því starfi sem samtökin vinna en það er ekki til neitt meðferðarúrræði sem slíkt fyrir spilafíkla. Það þarf að koma á fót dagmeðferð, jafnvel innliggj- andi meðferð. Það er ekki nóg fyrir fólk að koma og setjast í viðtal. Það þarf að virkja fólkið, til dæmis það sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu. Það þyrfti að hafa eitthvað afdrep þar sem það getur hist og sótt tölvunámskeið, farið í útreiða- túra eða slíkt. Þótt við myndum ekki 22 16. maí 2004 SUNNUDAGUR Ég var alltaf að friða samviskuna með því að gera eitthvað fyrir fjöl- skylduna. Þegar konan mín spurði hvar peningarnir væru sagði ég að þeir hefðu allir farið í greiðsluþjónust- una sem hún kom ekki ná- lægt. Það var ekki fyrr en vanskilatilkynningar fóru að streyma inn að þetta komst upp. ,, Hver er maðurinn? Vinnusamur og forn í háttum Maðurinn sem við spyrjum umað þessu sinni er karl á miðj- um aldri. Hann er öllu jafna hress og kátur, ljúfur í samskiptum og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Maðurinn er vinnusamur í meira lagi og hefur gríðarlegan áhuga á viðfangsefnum sínum. Sá áhugi endurspeglast vel í störfum hans. Sumum þykir hann raunar vita meira en góðu hófu gegnir um hugðarefni sín en sagan og stað- reyndir eru ljóslifandi í kolli hans. Áhugamál hans og vinnan eru að mestu hin sömu og má því segja að hann lifi og hrærist í einum af- mörkuðum þætti samfélagsins. Okkar maður hefur ferðast um veröldina þvera og endilanga í krafti starfs síns og er vel kynntur á sínu sviði í heiminum. Hann hefur leiftrandi frásagnargáfu og nýtur þess að segja frá og einn viðmæl- enda blaðsins sagði hann hafa afar gaman af að hlusta á sjálfan sig. Maðurinn er nokkuð forn í hátt- um og hefur gaman af fyrirbærum á borð við ferskeytlur, limrur og annan kveðskap. Hann sækir þorra- blót og réttir í heimasveit sinni og lætur jafnan nokkuð til sín taka á slíkum mannamótum. Okkar manni er það helst fund- ið til vansa að hafa slæman fata- smekk og vera oft hálf undarlega til fara miðað við starf sitt. Þá er hann sagður geta verið heldur langorður í samræðum við sam- starfsfólk sem aðeins þarf að fá já eða nei upp úr honum. Slík erindi eiga það til að enda með löngum sögum um alls óskyld málefni. Nú er spurt, hver er maðurinn? Svarið má finna á blaðsíðu 24. ■ Sérkennilegt heimilishald: Með dýragarð á heimili sínu Jamie L. Verburgt sem býr íWisconsin er engin venjuleg kona. Nágrönnum hennar var ekki um sel þegar stækur þefur tók að berast frá íbúð hennar og hvarf ekki. Þeir sáu sér ekki annað fært en að kalla á lögreglu. Þegar lög- reglan kom inn í íbúð Jamie fundu þeir 200 dýr, þar á meðal krókó- díla, sporðdreka, snáka, og rottur. Í kjallara hússins voru sjötíu end- ur, fjölmargar dúfur og froskar. Í nálægum bílskúr fann lögreglan nokkur hundruð rotnandi hræ af fuglum og kanínum sem Jamie hafði safnað til að næra gæludýr sín á. Lögreglumaður sem var á staðnum sagði lyktina hafa verið óbærilega. Dýrin eru nú öll í vörslu dýraverndarsamtaka. Jamie keypti dýrin á internet- inu. Árið 2000 var kærasti hennar sóttur til saka eftir að lögregla fann ref, hlébarða, púmu, kyrk- islöngu og eðlu á heimili hans. ■ • Viðkomandi er upptekinn af fjárhættuspili • Þarf að leggja undir meira fé en áður til að öðlast þá spennu sem sóst er eftir • Endurteknar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta fjárhættuspili hafa mistekist • Eirðarleysi eða pirringur þegar reynt er að draga úr eða hætta fjárhættuspili • Fjárhættuspil er notað sem aðferð til að flýja vandamál eða bæta úr vanlíðan • Eftir að hafa tapað fer einstaklingurinn oft aftur til þess að vinna upp tapið • Viðkomandi lýgur að fjölskyldumeðlimum, meðferðaraðilum eða öðrum til að leyna því hve djúpt hann er sokkinn • Hefur gripið til ólöglegs athæfis til að fjármagna fjárhættuspil, til dæmis skjala- fals, fjársvika, þjófnaðar eða fjárdráttar • Hefur stofnað í hættu eða glatað dýrmætum tengslum við fólk, atvinnu, skólagöngu eða tækifærum á frama vegna fjárhættuspilsins • Treystir á fjárhagsaðstoð annarra til að bæta slæman fjárhag vegna fjárhættu- spila (Heimild: saa.is) Athugaðu – til þess að fá endanlega úr því skorið hvort þú ert spilafíkill þarft þú að fara í greiningarviðtal hjá fagmanni með nægilega góða reynslu. Viðmiðanir SÁA fyrir spilafíkn: Spilafíkn hefur talsvert verið í umræðunni undanfarið. Nýlega voru stofnuð Samtök áhugafólks um spilafíkn. Formaður félagsins sagði Fréttablaðinu sögu sína og frá hinni földu fíkn. Spilaði sig í strand

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.