Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 42
16. maí 2004 SUNNUDAGUR30
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
13 14 15 16 17 18 19
Sunnudagur
MAÍ
CAT IN THE HAT kl. 2 og 4
SCOOBY DOO 2 kl. 2, 4 og M/ÍSL. TALI
SCOOBY DOO 2 kl. 4 M/ENSKU TALI
HIDALGO kl. 8 og 10.40 B.i. 12
CHASING LIBERTY kl. 6
KÖTTURINN MEÐ HÖTTINN kl. 2
TIMELINE kl. 8 og 10.10
DREKAFJÖLL kl. 1.45, 3.30 og 6.30 m. ísl. tali
Sýnd kl. 2, og 4.30 M/ÍSL. TALI
Sýnd kl 3.40, 5.50, 8 og 10.15
SÝND kl. 8 og 10.50 B.i. 16
LÚXUS kl. 2.20, 5.10, 8 og 10.50 B.i. 16
SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10
HHHHH
„Gargandi snilld!“
ÞÞ FBL
HHH1/2
„Öllum líkindum besta
skemmtun ársins“
HL MBL
HHHHH
„Algjört Kill Brill“
ÓÖH DV
HHH
Skonrokk
HHHH
HP kvikmyndir.com
Fyrsta stórmynd ársins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við
Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlf.
Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar
í anda Indiana Jones.
SÝND kl. 1.30, 4, 5.20, 8 og 10.40 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.20, 8 og 10.40
SÝND kl. 8 og 10.40 B.i. 16
HHH
DV
HHH
Tvíhöfði
Vinsælasta
myndin á
Íslandi
SÝND kl. 6, 8 og 10
Með Íslandsvininum, Jason Biggs
úr “American Pie” ofl. frábærum
leikurum eins og Danny DeVito,
Christina Ricci (Sleepy Hollow) og
Stockhard Channing (West Wing)
OG Woody Allen.
Ný rómantísk gamanmynd
frá háðfuglinum Woody Allen
SÝND kl. 4, 6.15, 8 og 10 B.i. 12
SÝND kl. 4 og 9 B.i. 12
HHH
DV
HHH
Tvíhöfði
Vinsælasta
myndin á
Íslandi
HHH1/2
Skonrokk
HHH1/2
HL, Mbl
BAFTA
verðlaunin:
Besta breska
myndin
Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ
SÖNN SAGA
HHHH ÓÖH, DV
„Þetta er stórkostlegt meistaraverk“
„Án efa ein
besta myndin
í bíó í dag.“
KD, Fréttablaðið
SÝND kl. 3.45, 8 og 10.20
SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10
SÝND kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15
Fór beint á toppinn í USA!
R&B
tónlist
og ótrúleg dansatriði!
Meiri hraði. Meiri spenna.
Bílahasarinn nær hámarki.
Sú æsilegasta til þessa.
FRUMSÝNING
HHH
Ó.Ö.H. DV
BUFFET FROID kl. 6.05
SCOOBY DOO 2 kl. 4 M/ÍSL. TALI
Frá meistara spennunnar
Luc Besson
kemur Taxi 3
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Sönghópurinn Reykjavík 5
kemur fram lokatónleikum tónleikarað-
arinnar „Kvöldin í Firðinum” í Veislusaln-
um Turninum á 7. hæð í verslunarmið-
stöðinni Firði, Hafnarfirði. Sönghópinn
skipa Hera Björk Þórhallsdóttir, Krist-
jana Stefánsdóttir, Aðalheiður Þor-
steinsdóttir, Gísli Magnason og Þor-
valdur Þorvaldsson. Með þeim spilar
fjögurra manna hljómsveit.
16.00 Melkorka Ólafsdóttir leikur
á flautu á útskriftartónleikum Listahá-
skólans í Salnum, Kópavogi.
17.00 Kammerkór Langholtskirkju
flytur nokkra sálma úr sálmabókinni
ásamt Daða Kolbeinssyni á óbó, Guð-
mundi Sigurðssyni á orgel, Gunnari
Gunnarssyni á orgel, Hallfríði Ólafs-
dóttur á flautu og Sigurði Flosasyni á
saxófón í Langholtskirkju í tilefni af
útgáfu geisladisksins „Sálmar í sorg
og von”. Stjórnandi er Jón Stefánsson.
17.00 Vortónleikar kóranna í Graf-
arvogskirkju verða í dag.
20.00 Gospelsystur Reykjavíkur
halda sína árlegu vortónleika í Langholts-
kirkju. Með Gospelsystrum syngja einnig
fjörkálfarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jó-
hann Sigurðarson. Sérstakur gestur á
þessum tónleikum er Stúlknakór Reykja-
víkur. Stjórnandi tónleikanna er Margrét
J. Pálmadóttir. Hljómsveitina skipa
Stefán S. Stefánsson á slagverk, saxófón
og flautu, Agnar Már Magnússon á pí-
anó og Jón Rafnsson á bassa.
20.00 Jón Ólafsson leikur og syng-
ur eigin lög af nýútkominni sólóplötu
sinni í Salnum, Kópavogi.
21.00 Swingmúsik á Múlanum
Jazzklúbbi. Hljómsveitin Hljóð í skrokk-
inn leikur swingtónlist í anda gömlu
meistaranna á Hótel Borg.
22.00 Kristján Kristjánsson (KK)
og Bill Bourne verða með tónleika á
Café Rosenberg, Lækjargötu 2.
Ég er að gefa út ljóðabók líka meðljóðum sem ég hef samið á meðan
ég hef verið í Listaháskólanum,“ seg-
ir Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari,
sem ætlar að leika á flautuna sína á
útskriftartónleikum sínum frá Lista-
háskóla Íslands í dag. Tónleikarnir
verða í Salnum í Kópavogi og hefjast
klukkan fjögur. Um leið kemur ljóða-
bókin út.
„Þetta verða því útgáfutónleikar
bókarinnar líka.“
Ljóðin segir hún vera þroskaljóð,
frekar einföld í sniðum, en þar komi
vel fram flest sem hún hefur gengið í
gegnum meðan á náminu stóð síðast-
liðin þrjú ár.
Melkorka hefur spilað á flautu frá
því hún var níu ára, „en ég hef verið
að yrkja ljóð lengur en ég hef spilað á
flautu. Fyrsta ljóðið mitt er frá því ég
var sex ára.“
Á tónleikunum ætlar Melkorka að
flytja fjölbreytta tónlist, meðal ann-
ars flautukvartett eftir Mozart og
einnig frumflytur hún verk eftir
Önnu S. Þorvaldsdóttur, sem er tón-
smíðanemi í Listaháskólanum.
„Svo ætla ég að enda á rosalegu
stykki sem heitir Söngur Linos, eða
Chant de Linos, og er eftir Jolivet.
Þetta er eitt rosalegasta flautustykki
sem hefur verið skrifað, mjög erfitt
tæknilega og virkilega dramatískt.“ ■
Mikið verður um að vera í Gerðu-bergi í dag þegar opnuð verður
sýningin Allar heimsins konur. Mik-
il alþjóðleg stemning verður í hús-
inu í samstarfi við Kramhúsið með
magadansi, flamengó, gospelkór,
trommum og afró, dönsum frá
Balkanskaga, konum í erlendum
þjóðbúningum og mörgu fleiru.
Á sýningunni Allar heimsins kon-
ur eru verk eftir konur frá 176 lönd-
um, sem bandaríska listakonan
Claudia DeMonte fékk til þess að taka
þátt í þessu verkefni. Allar myndirn-
ar eiga að tákna með einhverjum
hætti hlutskipti kvenna hér í heimi.
Claudia DeMonte kom hingað
til lands þegar þessi sama sýning
var sett upp í Listasafninu á Ak-
ureyri nýverið en nú er hún sem
sagt komin til Reykjavíkur.
Sama dag verður opnuð í
Gerðubergi sýning á verkum eft-
ir DeMonte. Hún hefur sjálf
haldið yfir 60 einkasýningar og
gjarnan tekið fyrir málefni kven-
na með gamansömum hætti.
Á opnunardaginn ætlar
DeMonte síðan að flytja fyrir-
lestur um aðdraganda sýningar-
innar og hefst hann klukkan
14.30. ■
Gefur út ljóðabók á
útskriftartónleikum
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
■ TÓNLEIKAR
MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
MEÐ FLAUTUNA SÍNA
Hún heldur útskriftar- og út-
gáfutónleika í Salnum í dag.
Allar heimsins
konur í Gerðubergi
FRAMLAG EL SALVADORS
176 myndir eftir jafnmargar konur frá jafnmörgum löndum verða til sýnis í Gerðubergi í
Breiðholti næstu vikurnar.
■ LISTSÝNING