Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Hvernig ertu núna? Ég er glaður yfir því að vera að fara á völlinn. Hæð: 186 cm. Augnlitur: Blár. Starf: Framkvæmdastjóri KSÍ. Stjörnumerki: Meyja. Hjúskaparstaða: Gifting framundan í sumar. Hvaðan ertu? Reykjavík. Helsta afrek: Dóttirin Ellen. Helstu veikleikar: Læt stelpurnar á heimilinu ráða öllu. Ertu í bókinni Samtíðarmenn? Nei. Helstu kostir: Ótrúlega öruggur á víta- punktinum. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Íslenska knattspyrnan. Uppáhalds útvarpsþáttur: Beinar út- sendingar frá íslenskri knattspyrnu. Uppáhalds matur: Heilsufæði konunn- ar. Mestu vonbrigði lífsins: Hafi þau verið til eru þau gleymd. Hobbý: Knattspyrna. Viltu vinna milljón? Já, sigra. Jeppi eða sportbíll: Sportbíll frá Heklu. Bingó eða gömlu dansana: Bingó hjá mótanefnd KSÍ. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þjóðskáld. Skelfilegasta lífsreynslan: Féll út úr bíl á ferð á hringtorgi. Hver er fyndnastur? Jóhannes eftir- herma. Hver er kynþokkafyllst/ur? Verð að segja konan. Trúir þú á drauga? Nei. Hvaða dýr vildirðu helst vera: Köttur. Hvort vildirðu heldur vera Eyjólfur Sverrisson eða Guðni Bergsson? Verð að segja Jolli (Eyjólfur) því ég vinn með honum, svo er hann svo ótrúlega vinsæll. Áttu gæludýr? Smápart í Birtu, heimil- iskettinum sem öllu ræður. Hvar líður þér best? Í Vesturbænum. Stjórnarformaður Landsbankans, guð- faðir Landsbankadeildarinnar, kemur að þér þar sem þú ert að sinna banka- viðskiptum í Íslandsbanka. Hann er ósáttur og lætur óánægju sína í ljós. Hvað gerirðu? Minni hann á hverjir eru Íslandsmeistarar. Besta bók í heimi: Mábbi sem dóttir mín er að lesa. Næst á dagskrá: Fara á völlinn. Ætlaði að verða þjóðskáld Bakhliðin Á GEIR ÞORSTEINSSYNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.