Fréttablaðið - 06.03.2004, Page 31

Fréttablaðið - 06.03.2004, Page 31
LAUGARDAGUR 6. mars 2004                                     !            "  # #      $%&' (      ) *+,             ## -&.%%%% R Í K I S S K A T T S T J Ó R IRSK Skattstjórar Skattaleg úrlausnarefni Reykjavík 560-3600 Vesturland 431-2911 Vestfirðir 450-3500 Norðurland vestra 467-1576 Norðurland eystra 461-2400 Austurland 470-1300 Suðurland 488-5500 Vestmannaeyjar 481-1460 Reykjanes 515-2900 Ríkisskattstjóri 563-1150   /0   !      !        Debetkortin hafa leyst tékkana af hólmi og á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að kortin komu á mark- að hefur færslum fjölgað um nokkrar milljónir á ári. Jafnt var á komið með kortum og tékkum árið 1995 en á síðasta ári voru debet korta færslur næstum fimmtíu milljónir á móti þremur milljónum tékkafærslna. Þó peninganotkunin hér hafi haldist svo til óbreytt á undanförnum árum nota Íslend- ingar talsvert minna af peningum en aðrar þjóðir. Þannig eru seðlar og mynt í umferð á Íslandi um 1% af vergri landsframleiðslu, en sambærileg tala fyrir Danmörk er 2,9%, Svíþjóð 3,8% og Bandaríkin 5,8%. Einna mest er peninganotk- unin á Möltu. Seðlar og mynt í um- ferð þar nema 25% af landsfram- leiðslu. Talið er að þróunin í átt til minni peninganotkunar hafi hafist fyrr á Íslandi en annars staðar og eins er það mat manna að lágmark- inu sé náð, þ.e. seðla- og myntnotk- un minnki ekki að ráði úr þessu. Falsanir Árlega koma upp nokkur pen- ingafölsunarmál, misstór að vöxtum. Árið 2002 voru 33 slík mál færð til bókar hjá lögreglu, 69 árið 2001, 35 árið 2000 og 52 árið 1999. Peningafölsun er reyndar engin nýlunda á Íslandi því árið 1914 kom upp frægt mál og fóru fregnir af því sem eldur í sinu um samfélagið. Ljósmyndari á Sauðárkróki vildi sýna snilli sína og ljós- myndaði peninga. Myndirnar framkallaði hann á þunnan pappír sem hann límdi saman til að fá fram- og bakhlið. Eitthvað átti hann meira við myndirnar til að gera þær sem líkastar al- vöru seðli og að því búnu var „peningunum“ komið í umferð. Nokkrir bitu á agnið og gerðu ekki athugasemdir en það gerði hins vegar árvökull kaupmaður í Stykkishólmi sem kom upp um allt saman. bjorn@frettabladid.is SEÐLABANKINN Eins og gefur að skilja hvílir leynd yfir mörgu sem lýtur að peningaumsýslu Seðlabanks. Ekki fæst t.d. uppgefið hversu miklir peningar eru varðveittir þar hverju sinni. Upplýsing- um um flutningsleiðir til landsins er haldið leyndum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.