Fréttablaðið - 06.03.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 06.03.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Efni í leikara Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 23 55 6 03 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 ALVINE ROS efni, metrinn 590,- 590,- 995,-890,-460,- BAMBU gardínur 80x180 sm TILLY ENKEL efni, metrinn LILL gardínur 280x300 sm SARITA gardínur 145x300 sm 690,- TILLY TRIPPEL efni Efni í allt dagana 4/3 - 18/4 Að missa af lífinu Ár eftir ár hafði einn háset-anna á togaranum lifað fá- breyttu og allt annað en nota- legu lífi. Þetta var á tímum síðutogara þegar var raun- verulega kalt á sjónum, öll vinna unnin án þess að sjó- mennirnir hefðu skjól. Háset- inn var elstur allra um borð, var fáskiptinn, sagði fátt af sér, skipti sér ekki af hinum, aldrei. Var orðinn slitinn, þreyttur en þagði. Félagarnir vissu lítið um hann. Það sem þeir vissu var nú þannig að erfitt var að skilja og jafnvel enn verra að vita. ALDREI FÓR hann í frí. Reri alla túra, allan ársins hring, ár eftir ár. Alltaf þegar komið var að landi tók hann sama leigubílinn, fór í ríkið og bað um brennivín. Skrúfaði tappann af fyrstu flöskunni og henti honum. Það tók því ekki að loka fyrstu flöskunni. Svo hratt drakk hann úr henni. Framhaldið var ekki þekkt, kannski að leigubílstjórinn færi nærri um hvað hásetinn aðhafðist. Aðrir vissu ekkert og síst hann sjálfur. Alltaf mætti hann eins til borðs. Leigubíllinn rann að skipshlið fimmtán mínútum fyrir brott- för og hásetinn sté út, dauða- drukkinn. ENN OG AFTUR var hann á sjónum og öllum að óvörum trúir hann félögum sínum fyr- ir því að hann eigi dóttur sem ætli að giftast. Vandinn sé sá að giftingin verði ekki á sama tíma og togarinn verði í landi og þess vegna geti hann ekki verið við brúðkaupið þrátt fyrir ítrekaðar óskir dóttur- innar. Félagarnir kepptust við að fá hann til að taka frí einn túr og standa við hlið dóttur sinnar. Að lokum tók hann ákvörðun, pantaði frí í fyrsta sinn í áraraðir. FRÍTÚRINN rann upp. Þeg- ar farið var frá bryggju kom leigubíllinn ekki og hásetinn ekki heldur. Þrjár vikur liðu og næst þegar farið var á sjó endurtók fyrri sagan sig. Fimmtán mínútum fyrir brott- för kom leigubíllinn og háset- inn sté út dauðadrukkinn. Eft- ir þrjá sólarhringa í hafi, þegar hásetinn var nálægt því að ná heilsu, báru félagarnir loks upp erindið og spurðu spenntir hvernig hefði verið í landi. „Blessaðir veriði, ég var blindfullur báða dagana.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.