Fréttablaðið - 13.03.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 13.03.2004, Síða 24
Kosningabaráttan íBandaríkjunum er farin að taka á sig mynd, þrátt fyrir að frambjóðandi Demókrataflokksins, John F. Kerry hafi ekki enn verið útnefndur formlega sem for- setaframbjóðandi. Það hefur vakið athygli að George W. Bush Bandaríkjaforseti hef- ur ekki kosið að standa þögull hjá, á meðan demókratar ljúka sér af, eins og margir Banda- ríkjaforsetar í sömu stöðu hafa oftsinnis kosið að gera. Bush hefur þegar hafið auglýsingaherð af fullum krafti gegn mótframbjóðanda sínum. Fyrir viku síðan fór af stað auglýs- ingaherferð á vegum Bush, þar sem hann lagði áherslu á já- kvæðan boðskap, þó svo reyndar að nokkrar deilur hafi spunnist um efni aug- lýsinganna, einkum um það hvort að Bush leyfðist að nýta sér rústir Tvíburaturnanna í New York og myndir af slökkviliðsmönnum sér til framdráttar. Skilaboðin voru í stuttu máli þau, að saman hefðu Bandaríkjamenn, undir stjórn Bush, komist í gegnum mikla erf- iðleika, og nú myndu þeir saman, undir stjórn Bush, eiga betri tíma í vændum. Bush vísaði allri gagn- rýni á bug, en nú viku síðar slær Bush hins vegar nýjan tón. Í gær fór önnur auglýsingaherferð hans í sjónvarpi í loftið. Þar leggur hann áherslu á neikvæðan boð- skap gegn mótframbjóðanda sínum John Kerry. Atlaga að Kerry Í auglýsingunum full- yrðir Bush að John Kerry myndi „hækka skatta um að minnsta kosti 900 billjónir“ kæmist hann til valda, og að hann myndi veikja varnarkerfi Bandaríkjanna, draga úr mögu- leikum þeirra til að heyja stríð og til þess að mæta hugsanlegum hryðjuverkum. „John Kerry – vondur í skattamálum, vondur í varnarmálum,“ segir í auglýsing- unni, sem fór í loftið í 18 mikil- vægum ríkjum Bandaríkjanna í gær. Í herbúðum Kerry hefur verið tekin ákvörðun um að mæta hver- ri einustu atlögu af hörku, og strax í gær voru viðbrögðin kom- in, í gagnauglýsingu sem ætlað er að mæta áróðri Bush. Þar er því staðfastlega neitað að Kerry ætli sér að hækka skatta og minnt er á áætlanir hans um skattalækkanir til handa millistéttarfólki. „Enn á ný leiðir George Bush Bandaríkjamenn á villigötur,“ segir í auglýsingu Kerry. „Eiga ekki Bandaríkin betra skilið frá forseta sýnum en neikvæðar og misvísandi auglýsingar?“ Barist um skilgreiningar Ákveðin ástæða er fyrir því að kosningabaráttan hefst svo snem- ma. Frambjóðendurnir keppast nú við að skilgreina vígvöllinn og skil- greina andstæðinginn í hugum kjósenda. Liðsmenn Johns Kerry eru taldir hafa unnið gott verk að þessu leyti, hvað varðar ímyndar- sköpun, í forvali Demakrataflokks- ins, þar sem bandarískir kjósendur hafa horft á frægðarsól Kerrys rísa, í raun án þess að mjög margir hafi séð slíkan árangur fyrir. Hann hefur komið á óvart. John Kerry birtist mönnum nú sem áreiðanleg- ur og raunhæfur valkostur við Bush, enda sýna nýjustu skoðana- kannanir að hann hefur forskot á forsetann. Faðir Bush beið átekta í svipaðri stöðu á sínum tíma, þegar Bill Clinton hlaut útnefningu demókra- ta, og hóf sína kosningabaráttu seint. Líklegt er að sonur hans ætli sér ekki að gera svipuð mistök nú. Því er raunar haldið fram að forsetinn sé einstaklega áfjáður í að hefja baráttuna um þessar mundir, og hann sé með hugann all- an við hana. Kosningasjóðir hans eru stútfullir af peningum og aug- lýsingaherferðir hans eru þegar orðnar þær dýrustu í sögu forseta- kosninga í Bandaríkjunum. Samt er hann rétt að byrja. Í Bandarísk- um fjölmiðlum er það fullyrt að auglýsingarnar núna séu algerlega að undirlagi forsetans sjálfs, og að engar ákvarðanir séu teknar í kosningabaráttunni nema með hans samþykki og vitorði, ef ekki beinlínis að hans undirlagi. Hann er því herstjórinn í sinni eigin kosningaherferð, sem er ekki endi- lega sjálfsagt mál. Stundum er for- setanum hreinlega ýtt til hliðar af auglýsingamönnum og ímyndar- sérfræðingum. Það er því Bush sjálfur sem hef- ur ákveðið að freista þess nú að skilgreina andstæðing sinn, sjálfan sig og vígvöllinn í huga kjósenda. Og leiðin sem hann kýs að fara er þessi: Kerry er s j a l d a n nefndur annað en „frjáls- l y n d i maður- inn frá M a s s a - c h u - setts“ sem vill hækka skatta og veikja varnir. ■ Maður að mínu skapi 24 13. mars 2004 LAUGARDAGUR LJÓSIÐ Í MYRKRINU „Ég upplifði það á myndinni sem var tekin í Klink og Bank að Björgólfur eygði veginn fram á við. Framundan var myrkrið og allt óákveðið. Hann kom með ljósið fyrir litlu listamennina,“ segir Ólafur Egill Egilsson um myndina sem hann tók sjálfur. Snyrtilegir til fara Björgúlfsfeðgar eru menn aðmínu skapi,“ segir Ólafur Eg- ill Egilsson leikari. „Ég veit svo sem ekkert hvað þeir eru að gera í bisness og það eru ekki allir á eitt sáttir við þá þar. En ég er ákaflega ánægður með það sem þeir hafa verið að gera fyrir listabransann. Björgólfur eldri og Landsbankinn hans opnaði meðal ann- ars Klink og Bank í gamla Hampiðju- húsinu fyrir unga listamenn. Björgólfur yngri hefur hins vegar verið sérstakur vel- gjörðarmaður Vesturportsins og styrkti meðal annars útrás okkar. Án hans hefði ævintýrið með Rómeó og Júlíu í Lundúnum aldrei átt sér stað. Hann stofnaði líka í félagi við Vesturport list- framleiðslufyrirtækið Artbox sem stendur meðal annars að sýn- ingunni Brim eftir Jón Atla Jónas- son sem er sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Svo er hann hress og skemmtilegur og góður partímað- ur,“ segir Ólafur Egill. „Þeir feðg- ar eru líka yfirleitt snyrtilegir til fara. Það er nú alltaf kostur.“ ■ ÓLAFUR EGILSSON Harka er farin að færast í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum þrátt fyrir að baráttan sé ekki formlega hafin. Demókratar eiga eftir að ganga endanlega frá vali á framjóðanda, þótt John Kerry hafi tryggt sér útnefningu. Bush sér þó litla ástæðu til að halda aftur af sér og auglýsingarnar frá honum dynja nú á bandarísku þjóðinni. JOHN F. KERRY Hefur ákveðið að svara hverri árás af hörku, enda gamall her- maður, og hefur þegar sett aug- lýsingar í umferð þar sem hann vísar ásökunum Bush á bug. Stefnir í hörkusl milli Kerry og B Kerry lét þau orð falla á miðvikudaginn að repúblikanar væru „hópur lævísra lygara“, en þessi ummæli urðu til þess að hópur þingmanna úr röðum repúblikana gerði það sem nú virðist vera til siðs að gera í bandarískum stjórn- málum: blés til auglýsinga- herferðar. ,, GEORGE BUSH Ræðst beint á John F. Kerry í nýrri auglýs- ingaherferð og sakar hann um að vilja hækka skatta og veikja varnir Bandaríkjanna

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.