Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 34
Aftur gefst veiðimönnum tæki-færi á að sækja námskeið á
vegum Fluguveiðiskólans og
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en
skólinn hóf göngu sína í fyrra og
voru nemendur mjög ánægðir með
hann. Nú styttist í að veiðitíminn
byrji fyrir alvöru og ekki seinna
vænna að læra réttu handtökin fyr-
ir sumarið.
Eftir mjög góðan árangur síð-
asta árs var ákveðið að bjóða veiði-
mönnum upp á sömu námskeið og
boðið var upp á í fyrra. Fyrirkomu-
lagið verður með svipuðum hætti
og kennarar verða þeir sömu, þeir
Gísli Ásgeirsson, Einar Páll Garð-
arsson, og Siggi Héðinn og munu
þeir miðla af áralangri reynslu
sinni á bökkum veiðivatnanna.
Ákveðið hefur verið að lengja
námskeiðin til að koma meira efni
að, og til að skapa meiri tíma fyrir
það efni sem áður var kennt. Nám-
skeiðin verða þrjú kvöld í stað
tveggja. Þar verður meðal annars
fjallað um tækniatriði sem lúta að
veiðitækjum s.s. stangir, hjól og lín-
ur, fluguhnýtingu og efnisval, lest-
ur vatns og veiðistaða, lax- og sil-
ungsveiði, val á flugum, umgengni
og meðferð afla og margt fleira.
Námskeiðin fela í sér einstakt
tækifæri fyrir veiðimenn til að
auka þekkingu sína á sportveiði og
öllu því sem að stangveiði lýtur. Að
námskeiði loknu geta þátttakendur
aukið ánægju sína í veiðinni næsta
sumar og verið betur í stakk búnir
til að nýta sér veiðidaga sína til
fullnustu.
Einnig er fyrirhugað að vera
með kastsskólann á vegum Flugu-
veiðiskólans eins og síðastliðið vor
og verður hann haldinn í Hítará í
maí. Þar verður kennt á einhendur
og tvíhendur, á hefðbundnar línur
og skotlínur.
Fyrirhuguð eru þrjú námskeið á
vegum Fluguveiðiskólans daganna
29. og 30. mars, 5. og 6. apríl og 19.
og 20. apríl og kostar hvert nám-
skeið níu þúsund krónur. Námskeið-
in verða haldin í sal Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur að Háaleitisbraut.
Af hverju tekur laxinn? –
Kvikmynd um veiðar
Fleiri og fleiri bætast i þann hóp
sem gefa sig í að gera kvikmyndir
um veiði fyrir helsjúka veiðimenn.
Allavega tveir hópar eru að vinna
að slíkum verkefnum þessa dag-
anna og annar þeirra er Gunnar
Helgason ásamt þeim Ragnheiði
Thorsteinsson og Einari Rafnssyni,
en öll eru þau miklir veiðimenn.
„Af hverju tekur laxinn?“ er
heimildarmynd um fluguveiðar á
laxi á Íslandi. Þar er leitað svara
við ýmsum spurningum, sem við-
koma veiðiskapnum og auðvitað
fluguveiðinni.
Myndin er þannig byggð upp, að
Gunnar Helgason fær svör við
flestum þeim spurningum sem fara
í gegnum huga veiðimanns á ár-
bakkanum. Hann fær til liðs við sig
vana veiðimenn sem kenna honum
að kasta flugu og hnýta. Hann lærir
hvernig á að nálgast veiðistaði og
lesa vatnið.
Það verður spennandi að sjá
hvernig til tekst með þessa mynd,
hugmyndin er góð. Einhverjir fleiri
eru að spá í gerð myndar og hefur
nafn Karls Lúðvíkssonar verið
nefnt í því sambandi nokkrum sinn-
um. ■
34 13. mars 2004 LAUGARDAGUR
Á veiðum
GUNNAR BENDER
■ skrifar um veiðiskap.
Siggi, Páll og Gísli
kenna réttu handtökin
■ Veiðifréttir
SJÓBIRTINGSTÍMABILIÐ AÐ HEFJAST
Það er greinilegt að veiðiskapurinn
er að byrja fyrir alvöru, veiðimenn
eru byrjaðir að athuga veiðidótið og
kanna stöðuna. Sjóbirtingstímabilið
byrjar eftir 18 daga og horfur eru
fínar, klakinn að fara, eftir miklar
rigningar og fiskurinn vonandi enn-
þá á staðnum.
SEIÐUM SLEPPT Eins og hefur
komið fram í fjölmiðlum kom upp
nýrnaveiki í nokkrum seiðaeldis-
stöðvum og varð að slátra meðal
annars seiðum af stofni Breið-
dalsár og Hrútafjarðarár. Megnið
af seiðum úr þessum veiðiám var
alið í öðrum seiðaeldisstöðvum,
svo líklegt er að þetta hafi lítil
áhrif á áætlanir varðandi slepp-
ingar í þessar veiðiár í vor.
Til ráðstöfunar eru ennþá um 150
þúsund gönguseiði í Breiðdalsá
og að hluta í Laxá í Nesjum, sem
er tvöföldun frá fyrri slepping-
um. Í Hrútafjarðará mun verða
sleppt um 10 þúsund gönguseið-
um, sem einnig er aukning á milli
ára.
AÐALFUNDUR Aðalfundur Stanga-
veiðifélags Akureyrar verður hald-
inn í dag klukkan tvö í Gróðrastöð-
inni, Krókeyri, en allir stjórnar-
menn gefa kost á sér til áframhald-
andi setu í eitt ár. Tillaga stjórnar
um skoðunarmenn verður borin
fram og er gerð tillaga um Kristján
Þór Júlíusson og Sigmund Ófeigs-
son. Núverandi formaður félagsins
er Ragnar Hólm Ragnarsson.
GESTUR Í VEIÐIHORNINU Andy
Murray, frá House of Hardy, verð-
ur gestur Veiðihornsins um helgina
og kynnir allt það nýjasta frá
Hardy og Greys. Andy verður til
skrafs og ráðagerða í Veiðihorninu
í Hafnarstræti á milli tíu og tvö í
dag. Ef veður leyfir mun Andy
vera með sýnikennslu í fluguköst-
um.
VIÐ NORÐURÁ
Einar Páll Garðarsson, Sigurður Héðinn og Gísli Ásgeirsson við Norðurá í Borgarfirði, en
það styttist verulega í að veiðitíminn byrji fyrir alvöru.
Kaflaskil verða í sögu BDSM-félagsins á Íslandi undir lok
mánaðarins þegar stjórn þess
mun leggja til að félagið verði
svæft um óákveðinn tíma.
BDSM er samheiti fyrir kyn-
ferðislega bindi-, drottnunar- og
sadómasókistaleiki og munalosta
sem ætlað er að auka munað
þeirra sem það stunda. Fullyrt er
að á milli 20 og 30 þúsund Íslend-
ingar stundi BDSM reglulega eða
hafi löngun til að gera það en mis-
jafnt er hvar áhugasvið hvers og
eins liggur. Á meðan sumir eru
fyrir léttar bindingar eru aðrir
haldnir þörf fyrir mikinn sárs-
auka.
Það stangast hins vegar á við
hinn meinta áhuga, að ástæðan
fyrir því að félagið verður lagt í
dvala er sú, að léleg þátttaka hef-
ur verið á kynningarfundum og
námskeiðum félagsins og almennt
hafa æ færri tekið virkan þátt í
starfsemi þess. Þetta má lesa í að-
alfundarboði félagsins, en aðal-
fundur verður haldinn þann 30.
mars. Í boðinu segir jafnframt að
félagið sé í raun orðið óþarft,
a.m.k. eins og ástandið er nú:
„Þeir fáu sem taka reglulega þátt
í starfi félagsins þekkjast orðið
mjög vel og lítil nýliðun í þeirra
hópi. Þessi hópur getur vel lifað
áfram án formlegs opinbers
starfs.“
Öryggi, meðvitund,
samþykki
BDSM á Íslandi var stofnað á
gamlársdag árið 1997 og er því á
sjöunda starfsári. Lengi vel var
nokkur kraftur í starfseminni,
reglulegir fundir voru haldnir þar
sem fólki gafst kostur á að kynn-
ast, spjalla um hugðarefni sín og
fræðast um nýjungar.
Lög og reglur félagsins eru víð-
tækar og skýrar og er þar meðal
annars fjallað um meginskilyrðin
þrjú: Öryggi, meðvitund og sam-
þykki.
Fram kemur að markmið fé-
lagsins séu meðal annars: Stuðn-
ingur, aðstoð og kennsla auk þess
sem því er ætlað að uppfræða ein-
staklinga og standa vörð um laga-
legan rétt þeirra til að stunda
BDSM, leiðrétta ranghugmyndir
og fordóma gagnvart BDSM og
fræða fólk um muninn á ofbeldi
og öruggum, meðvituðum og sam-
þykktum BDSM-leik.
Munalosti
Eins og áður sagði er svonefnd-
ur munalosti einn þáttur BDSM. Í
fundarboði frá því í sumar var
slíkur losti skýrður á þann veg að
hann snerist um hluti, aðra en lík-
ama eða persónutöfra. Nefnt var
að algengt væri að fólk hafi muna-
losta fyrir ákveðnum klæðaefnum
og voru leður, latex og silki nefnd
til sögunnar auk þess sem ákveðn-
ar tegundir fatnaðar voru sagðar
vinsælar, t.d háhæla skór eða ein-
kennisbúningar.
Þá var sagt að engin takmörk
væru fyrir því hvað höfðar til
fólks, „allt frá byssum til útblást-
urs fólksbíla“! Sumir vilja líka
meina að hrifning af ákveðnum
líkamshlutum eins og brjóstum,
hári eða stinnum rasskinnum
flokkist einnig til munalosta,
sagði í fyrrnefndu fundarboði.
Regngallar
Lítil sem engin takmörk virð-
Stjórn BDSM-félagsins hefur lagt til að félagið verði lagt niður um óákveðinn
tíma. Allur vindur virðist úr starfseminni, lítil nýliðun er í félagsskapnum og hóp-
urinn sem þó mætir sér litla þörf á því að hafa starfsemina opinbera lengur.
Fáir mæta
í sadómasó
FÉLAGIÐ LAGT NIÐUR
BDSM-félagið, sem er m.a.
félagsskapur þeirra sem að-
hyllast kvalalosta, var stofn-
að árið 1997. Nú leggur
stjórnin til að það verði lagt
niður um óákveðinn tíma,
vegna lítils áhuga.