Fréttablaðið - 13.03.2004, Page 41

Fréttablaðið - 13.03.2004, Page 41
■ Hvað merkir skiltið? 41LAUGARDAGUR 13. mars 2004 Nú eru liðin 15 ár síðan BMWkynnti síðast bíl úr 6 línunni. V8 vélin er hin sama og er í 7 lín- unni sem kynnt var á síðasta ári, átta strokka línuvél sem skilar 333 hestöflum. BMW kynnti fyrstu sjálf- stæðu coupé-bílgerðina árið 1937, BMW 327. Nægur tími var tekinn í það að hanna nýja coupé-inn og koma fyrstu eintökin á göt- urnar nú í mars um allan heim. BMW 645Ci Coupé fékk fullt hús stiga í umsögn hjá tímaritinu WhatCar, meðal annnars fyrir vel heppnaða útlitshönnun og sérstaka þyngd- ardreifingu á undirvagni sem gefur aksturseiginleika sem jaðra við fullkomnun. Bíllin verður sýndur milli kl. 12 og 16 í dag. ■ SVAR: Bannað að stöðva ökutæki. Í árslok 2003 voru ökutæki ágötum höfuðborgarsvæðisins skráð 131.251 talsins. Þann mikla bílafjölda upplifa flestir öku- menn á annatímum hversdagsins og víst að ekki fer sem best um bak margra að sitja fastir í um- ferðarhnút eða við langkeyrslur innanbæjar sem utan. Margir kannast við trékúluteppi sem smokrað er yfir bílstjórasætið til aukinnar vellíðunar og baknudds, en framþróunin í þeim geira er stöðug. Nú er hægt að fá í Bílanausti nýjustu týpur trékúluteppis með mjúkum kanti á alla vegu, en einnig kúluteppi sem eru bólstr- uð og nudda bæði bak og aftur- enda, bílstjórum til mikils batn- aðar. Teppin fást í svörtu, bláu og gráu; litum sem falla vel að sæta- áklæðum. Nýjasti meðlimur nuddteppafjölskyldunnar er upp- blásið nuddteppi sem veitir há- marksstuðning við mjóbakið um leið og það nuddar bak og herðar bílstjórans. Nuddteppin má líka nota heima og á skrifstofunni. ■ ÞREYTT Í BAKINU? Leyfðu þér smá lúxus og fáðu nudd í bílnum. Nudd í ökuferðinni: Bólstruð og uppblásin nuddteppi í bílinn BMW 645CI COUPÉ Fékk fullt hús stiga í umsögn hjá tímaritinu WhatCar. BMW 645Ci Coupe kynntur hjá B&L: Fyrsta sexan í 15 ár Það besta við bílinn minn erhvað hann er stór,“ segir Péturína Laufey Jakobsdóttir, sem varð akstursíþróttamaður ársins 2001 en hefur nú látið akst- ursíþróttirnar víkja í bili fyrir móðurhlutverkinu. „Þetta er Landcruiser á 38“ dekkjum. Það taka náttúrlega allir eftir svona stórum bíl og þegar ég kem í bæ- inn fréttist það. Þegar ég legg í stæði þarf ég heldur ekkert að hafa áhyggjur af því að fólk skelli hurðum eða öðru utan í bílinn, það lendir bara á dekkjunum og brett- unum. Svo get ég bara hoppað upp í bílinn og keyrt af stað, hvernig sem veðrið er. Þetta er mjög mik- ið frelsi og ekkert vesen.“ Péturína segist stundum fara í fjallaferðir á jeppanum og þá sé gott að hafa mikið pláss inni í hon- um. „Ég bý á Skagaströnd og keyri oft til Reykjavíkur, þannig að ég er mjög mikið á ferðinni.“ Hún er nú samt að fara að selja bílinn og segist ætla að fá sér bæði jeppa og fólksbíl í staðinn. „Ég mun örugglega alltaf eiga jeppa en svo þarf maður stundum líka að fara hratt,“ segir hún hlæjandi. ■ PÉTURÍNA LAUFEY JAKOBSDÓTTIR Akstursíþróttakona sem er ánægð með að vera á stórum bíl. Það besta við bílinn minn: Mikið frelsi sem fylgir stórum bíl

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.