Fréttablaðið - 13.03.2004, Page 63

Fréttablaðið - 13.03.2004, Page 63
63LAUGARDAGUR 13. mars 2004 Fermingagjöfin frá Sony MHC-RG110 Sony hljómtækjasamstæða Magnari 2 x60W RMS Geislaspilari fyrir 3 diska 3 Way hátalarar Verð áður kr. 34.950,- Fermingartilboð 29.950,- DAV-SA30 Sony Heimabíó með DVD Magnari 5x44W RMS Bassahátalari 80W RMS Útvarp FM/AM RDS Verð áður kr. 74.950,- Fermingartilboð kr. 69.950.- CMT-GP5 Sony hljómtækjasamstæða Magnari 2x30W RMS Segulband með Auto-Reverse 2 Way hátalarar Verð áður kr. 34.950,- Fermingartilboð kr. 32.950,- CMT-CPX1 Sony hljómtækjasamstæða Magnari 2x70W RMS S-Master Digital magnari 2 Way hátalarar Fermingartilboð kr. 39.950,- V-dagssamtökin og Félagframhaldsskólanema kynntu fyrirhugað samstarf sitt til fimm ára og héðan í frá verður V-dagurinn, sem hingað til hefur verið haldinn 14. febrúar, í öll- um framhaldsskólum á landinu. Fyrsti V-dagurinn í þessu sam- starfi verður miðvikudaginn 17. mars. „Þetta er hluti af forvarnar- starfinu,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, stjórnarmaður í V- dagssamtökunum, um tilefni þessa samstarfs. „Við höfum verið að einbeita okkur að kyn- ferðisofbeldi gegn konum og með þessu samstarfi þar sem V- dagurinn verður hluti af starfi framhaldsskólanema verður ungt fólk meðvitað um hvað dagurinn stendur fyrir. Vonandi verður þetta hluti af framhalds- skólalífi á næstu árum.“ Ingi Þór Emilsson, fram- kvæmdarstjóri Félags fram- haldsskólanema, segir sam- starfið hafi verið augljóst. „Við teljum þetta vera hagsmunamál okkar félagsmanna og félagið er hagsmunafélag tæplega 24.000 nema. Það verður fjölbreytt dagskrá í framhaldsskólum víðs vegar um landið, þar sem þráð- urinn verður einræður úr Píku- sögum. V-dagurinn í næstu viku verður sá fyrsti en á eftir að verða stærri og betri með árun- um. Því munum við byrja strax eftir 17. mars að undirbúa næsta V-dag.“ ■ Samstarf ■ FV-dags samtökin og Félag fram- haldsskólanema hafa tilkynnt samstarf um V-daginn sem er árlegur dagur gegn kynferðisofbeldi. V-dagurinn í framhaldsskólana BJÖRN INGI HILMARSSON OG INGI ÞÓR EMILSSON Færa V-daginn inn í framhaldsskólana. Alþingismenn máttu sín lítilsgegn vel þjálfuðu liði starfs- manna Ríkisútvarpsins í fótbolta- keppni þeirra á milli í hádeginu á föstudag. Sögur herma að staðan hafi verið 7-3 fyrir starfsmönn- um RÚV þegar yfir lauk og voru það niðurlútir þingmenn sem gengu af velli. Í liði alþingsmanna voru þeir Bjarni Benediktsson, Lúðvík Bergvins- son, Jón Gunnars- son og Sigurður Kári Kristjánsson og stóðu þeir sig allir með nokkrum sóma. Sigurjón Þórðar- son var einnig mættur með áber- andi mikinn barátthug en viljinn dugði ekki til og Ásgeir Frið- geirsson stóð í marki, þó erfitt sé að meta hvernig markvarsla hans var ef tekið er tillit til skoraðra marka sem hann fékk á sig. Lík- lega verður þó einnig að kenna vörninni um. Leikstjórnandi al- þingismanna var íþróttajaxlinn Steingrímur J. Sigfússon sem stýrði liðinu með mikilli festu. Í liði RÚV þóttu þeir Logi Bergmann Eiðsson og Gísli Marteinn Baldurs- son skara fram úr, þó svo þeir Krist- ján Kristjánsson í Kastljósinu og Benedikt Sigurðsson fréttamaður hafi einnig átt góða spretti. Fjöldi presta, guðfræðinga ogannarra, sem láta sig málefni Jesú Krists og kirkjunnar varða, voru við- staddir sérstaka forsýningu á nýjustu kvik- mynd Mels Gib- son, The Passion of the Christ, sem lýsir ná- kvæmlega píslargöngu frelsar- ans. Biskupsfeðgarnir Karl Sig- urbjörnsson og Sigurbjörn Ein- arsson voru meðal gesta. Þá var Pétur Sigur- geirsson biskup einnig í bíó, sem og kaþólski presturinn séra Jakob Roland. Gunnar Þor- steinsson, kenndur við trú- félagið Krossinn lét sig ekki held- ur vanta og var yfir sig ánægður með myndina. Hann sat málþing í Digraneskirkju að sýningu lok- inni þar sem myndin var rædd. Þar stóð Gunnar upp og lýsti því yfir að hann „blessaði þessa mynd“ og bætti því við að með myndinni hefði Gibson fært mönnum nýtt tæki til trúboðs. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.