Fréttablaðið - 18.03.2004, Side 1

Fréttablaðið - 18.03.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR MÚSÍKTILRAUNIR The Royal Fanclub, Bertel, Jemen, Costal Ice, Vipera, Touch the Tiger, Hopeless Regret, Enn einn sólin, Kviðsvið og Und- erground eru hljómsveitir kvöldsins á fyrsta kvöldi Músíktilrauna, sem haldnar verða í Austurbæ í kvöld klukkan 19. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÞYKKNAR UPP og fer að rigna í höfuðborginni og sunnan til eftir hádegi. Strekkingsvindur sunnan- og vestan til. Kólnandi veður næstu daga með snjó- komu eða éljum Norðanlands. Sjá síðu 6. 18. mars 2004 – 77. tölublað – 4. árgangur ● svekktur yfir náðhúsinu Ingimar Oddsson: ▲ SÍÐA 46 Höfundur Salernissagna ● 43 ára í dag Heimir Karlsson: ▲ SÍÐA 24 Liggur í flensu ● á slóðum heiðu ● steinasafn Dagný Jónsdóttir: ▲ SÍÐUR 30-31 Skíðaferð um páskana draumurinn NORÐURÁL SELT Stefnt er að því að nýir eigendur eignist álver Norðuráls í Hval- firði í vor. Bjartsýni um áliðnaðinn réði því að tilboð barst í álverið. Söluverð álversins er um tíu milljarðar króna. Sjá síðu 2 VOÐASKOT Voðaskot sem varð ellefu ára dreng að bana á Selfossi hljóp úr skammbyssu með hljóðdeyfi. Vitað er hver eigandi byssunnar er og hefur hann verið boðaður í yfirheyrslu. Sjá síðu 4 BALDVIN Á FLOT Norskur dráttarbátur er nú á leið með fjölveiðiskipið Baldvin Þor- steinsson í togi til Noregs í slipp. Skipið náð- ist á flot í fyrrinótt úr Meðallandsfjöru þar sem það strandaði fyrir viku. Sjá síðu 6 og 8 TUGIR Á BIÐLISTA Rúmlega 50 geð- fatlaðir einstaklingar, sem dvelja nú á stofn- unum geðsviðs Landspítala eru færir um að flytja í félagslega búsetu. Viðunandi búsetu- úrræði skortir hins vegar. Sjá síðu 18 EFNAHAGSMÁL Stöðugleiki íslenska fjármálakerfisins er viðunandi og verðbólga mun haldast innan 2,5 prósenta verðbólgumarkmiða Seðlabankans fram á síðari hluta ársins 2005. Þetta kemur fram í riti Seðlabankans Peningamál sem kom út í gær. Bankinn upp- færði spá sína frá í nóvember og lagði mat á fjármálastöðugleika hagkerfisins. Nýgerðir kjara- samningar samrýmast að mati bankans markmiðum um stöðug- leika og lága verðbólgu. Þrennt ógnar stöðugleikanum að mati bankans. Aukin útlán, er- lendar skuldir og eignaverð. Þetta eru að mati bankans þættir sem ástæða er til að hafa áhyggjur af. Útlán hafi aukist hratt að undan- förnu og meira en samrýmist stöðuleika til langs tíma. Þá segir bankinn hækkandi eignaverð gera þá spurningu áleitnari hvað gerist lækki það snöggt. Bankinn hækkar ekki stýrivexti að svo stöddu, en verðbólguspáin kallar að óbreyttu á vaxtahækkun næstu mánuði. Bankinn telur að þau þrjú atriði sem nefnd eru sem áhættuþættir stöðugleika þoli illa snöggar og miklar vaxtabreyting- ar. Bankinn telur því skynsamlegt að beita stýrivöxtum fyrr og hæg- ar til þess að áhrifin verði ekki eins hastarleg. Við þessar aðstæð- ur leggur Seðlabankinn áherslu á að aðhalds verði gætt í ríkisfjár- málum. ■ ferðir o.fl. skart úr plasti ● támjóir skór Unnur Ösp Stefánsdóttir: ▲ SÍÐUR 28-29 Gallajakkinn í uppáhaldi tíska o.fl. ÓGNARÖLD Í KOSOVO Í það minnsta fimm létust í átökum Serba og Kosovo-Albana í borginni Kosovska Mitrovica í Kosovo í gær og á annað hundrað manns slösuðust að sögn starfsmanna sjúkrahúsa. Átökin brutust út eftir fréttir þess efnis að tveir ungir Kosovo-Albanar hefðu drukknað þegar þeir stungu sér í straumharða á til að flýja Serba sem eltu þá á bíl. MENNTAMÁL Allar líkur eru á því að háskólafundur, stærsti samráðs- vettvangur innan Háskóla Ís- lands, samþykki beiðni til stjórn- valda um að Háskólanum verði gefin heimild til þess að taka upp skólagjöld. Samþykki háskóla- fundur beiðnina á mánudaginn má gera ráð fyrir því að háskóla- ráð sendi stjórnvöldum beiðnina eftir fund sinn á fimmtudaginn eftir viku. Háskólaráð óskar eftir því við háskólafund að fengin verði um- sögn um hvort lagt skuli til við menntamálaráðherra að lögunum verði breytt. Í greinargerð með tillögunni segir að hún sé lögð fram „í ljósi ríkjandi aðstæðna í fjármálum og rekstrarumhverfi Háskólans“. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur hafið undirskriftasöfnun gegn áformum um upptöku skóla- gjalda. Stúdentar geti skráð sig á Netinu eða undirritað skjöl sem liggja á víð og dreif um skólann. Í gærmorgun höfðu yfir fimmt- án hundruð skráð sig á mótmæl- unum á Netinu. „Þetta eru gríðar- lega mikil viðbrögð hjá stúdent- um. Strax á fyrstu fjórum tímun- um komu yfir þúsund undirskrift- ir,“ segir Jarþrúður Ásmundsdótt- ir, formaður stúdentaráðs. Að sögn hennar lítur stúdentaráð á það sem mikla uppgjöf af hálfu Háskólans ef farið verður fram á lagabreytinguna. „Við höfum líkt þessu við að bregðast við leka í dekki með því að pumpa meira lofti í það. Skóla- gjöld eru langt í frá því að vera einhver heildarlausn á vandanum við rekstur háskóla. Þetta hefur komið berlega í ljós annars staðar þar sem þessi leið hefur verið far- in,“ segir hún. Hún undrast að tillögur sem stúdentaráð hefur kynnt, sem gera meðal annars ráð fyrir stjórnsýslu- úttekt á rekstri HÍ, séu ekki þraut- kannaðar áður en þessa úrræðis sé leitað. „Ef þetta er samþykkt á há- skólafundi er það í raun til merkis um að háskólinn telji sig ekki til- búinn til þess að fara í alvarlega endurskoðun á sínum innri málum. Ef það verður ekki gert þá er hætta á að Háskóla Íslands hnigni hvort sem innheimt verða skólagjöld eða ekki,“ segir hún. thkjart@frettabladid.is Seðlabankinn og stýrirvextirnir: Mun bremsa hægt og tímanlega Nýtt kortatímabil Kringlu kast ...blaðið fylgir í dag HÓTELIÐ Í RÚST Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið. Sprengja í Bagdad: Tugir látnir ÍRAK, AP Tæplega 30 manns létust í öflugri sprengingu sem varð á hóteli í miðborg Bagdad síðdegis í gær og talið er að tæplega 50 hafi slasast. Leit stóð yfir að fleiri fórnarlömbum þegar Fréttablaðið fór í prentun en búist var við að tala látinna ætti eftir að hækka enn frekar. Virðist sem um bíl- sprengju hafi verið að ræða en ekki var ljóst hvort þetta hafi verið sjálfsmorðsárás. Hótelið sem um ræðir er skammt frá hótel Palestínu en það varð þekkt meðan stríðið geisaði þar sem flestir blaðamenn í land- inu gistu þar. ■ Uppsagnir hjá Lego: Sögðu upp 500 KAUPMANNAHÖFN, AP Danski leik- fangaframleiðandinn Lego hefur ákveðið að segja upp 500 manns á næstu tveimur árum til að bregð- ast við taprekstri fyrirtækisins undanfarin misseri. Hefur eftir- spurn eftir leikkubbum og öðrum leikföngum sem þeir framleiða minnkað ár frá ári og grípa for- svarsmenn þess vegna til þessara aðgerða. Vonast er til að ekki þurfi að koma til fleiri uppsagna og eru vonir bundnar við tölvu- leikjadeild Lego, en það er eina deild fyrirtækisins sem sýnir góð- an hagnað. ■Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 Háskólinn vill taka upp skólagjöld Háskólafundur mun að öllum líkindum samþykkja beiðni um upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands næsta mánudag. Formaður stúdenta- ráðs gagnrýnir yfirvöld Háskólans harðlega fyrir úrræðaleysi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.