Fréttablaðið - 18.03.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 18.03.2004, Síða 8
8 18. mars 2004 FIMMTUDAGUROrðrétt Björgun Baldvins Þorsteinssonar tókst: Mikið afrek og vel staðið að öllu BJÖRGUN „Það var hringt í mig um leið og skipið var komið út. Frétt- irnar voru afar ánægjulegar og eins að heyra fagnaðarlæti mann- anna á ströndinni í gegnum sím- ann,“ segir Gunnar Felixson, for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, um sín viðbrögð við þeim fréttum að tekist hefði að ná fjölveiðiskip- inu Baldvini Þorsteinssyni á flot aðfaranótt miðvikudags. Unnið hafði verið nánast sleitu- laust að því að ná skipinu út frá því að það strandaði aðfaranótt þriðjudagsins 9. mars. „Ég tel að þarna hafi verið unn- ið mikið afrek og afskaplega vel staðið að björguninni. Það er að- dáunarvert hvernig Samherja- menn hafa skipulagt björgunina ,sem tókst með eindæmum vel. Góður mannskapur og gott sam- starf við Landhelgisgæsluna og ýmsa aðila er lykillinn að því hvernig til tókst.“ Gunnar segir kostnaðinn við björgunina hlaupa á tugum milljóna án þess að vilja gefa nákvæma tölu. Hins vegar hafi augljóslega margborgað sig á ná Baldvini á flot en skipið er tryggt fyrir 1.500 milljónir. ■ BJÖRGUN „Tilfinningin að sjá Bald- vin sigla út var góð,“ segir Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. En rúmri viku eftir strand Baldvins náðist skipið á flot í fyrrinótt. Yfirvegun og elju- semi einkenndi björgunaraðgerð- ir á strandstað. Þorsteinn Már segir næstu skref að huga að skemmdum á skipinu og að koma Baldvini og sjómönnunum aftur til veiða. Beð- ið verði í tvö daga með að gera áætlun. Ákveðið hefur verið að sigla með Baldvin til Noregs í stað Eskifjarðar, eins og áður var ákveðið, til að nýta ferð dráttar- skipsins Normand Mariner til Noregs. „Það er ljóst að einhverj- ar skemmdir eru á skipinu. Þar er búnaður, tæki og varahlutir til staðar. Við vitum ekki hvort það er hagstæðara eða fljótvirkara en höldum það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir sig afskaplega ánægðan með að menn hafi staðið í jafn miklum aðgerðum og þarna voru. Þá í fyrsta lagi að bjarga áhöfninni þegar skipið strandaði. Hann segir að við þessar miklu aðgerðir hafi enginn slasast, hvorki skrámað sig né annað, og yfir því sé hann sérstaklega glað- ur. „Ég hef kynnst mikið af góðu fólki. Sjómennirnir stóðu sig frá- bærlega og auðvitað Landhelgis- gæslan og björgunarsveitarmenn- irnir, hvort sem þeir komu frá Vík, Kirkjubæjarklaustri eða Álftaveri. Heilt yfir er fólk búið að standa sig ótrúlega vel og leggja sig allt fram.“ Þorsteinn segir að sjálfsögðu sé þreyta til staðar eftir aðgerð- irnar en það sé eitthvað sem jafni sig. Þá segir hann hótelstjórann á Hótel Vík hafa haft orð á því að hópurinn sem dvaldi hjá honum væri skrítinn. Hann væri búinn að vera með tuttugu manna hóp í gistingu í átta nætur og ekki selt einn einasta bjór, fyrr en nokkrir fengu sér öl eftir að Baldvin komst af strandstað. Þar hafi vinnusemi ríkt. hrs@frettabladid.is Skýrslur Alþingis: Kosta 5–10 milljónir ALÞINGI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að kostnaður við gerð margra skýrslna sem unnar væru í stjórnsýslunni væri á bilinu fimm til tíu milljónir. Forsætis- ráðherra sagði að þingmenn stjórnarandstöðu skelltu fram beiðni um skýrslur sem síðan kæmu út í 100–200 eintökum sem hefðu kostað milljónir að vinna. Þetta kom fram í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær þegar Davíð svaraði fyrirspurn um kostnað við útgáfu rits um forsætisráðherra þjóðarinnar frá 1904. ■ Læknirinn ber ábyrgð á dauða barnsins okkar MÁLÞING Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi efna á morgun til mál- þings í Grundarskóla á Akranesi um áhrif stóriðju á nábýli sitt. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur þingið en meðal fyrirlesara verða Helga Halldórsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Þá fjallar Smári Geirsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, um von- ir, væntingar og undirbúning stór- iðju og Mark Shrimpton, ráðgjafi frá Kanada, ræðir um tækifærin í umhverfi stóriðju. Shrimpton kom meðal annars við sögu í mati á um- hverfisáhrifum álvers við Reyðar- fjörð og Kárahnjúkavirkjunar með því að veita sérfræðilega ráðgjöf um matsaðferðir í báðum tilvikum og um uppbyggingu matsskýrslu vegna álversins. Fyrirhuguð stækkun Norðuráls og áhrif stækkunarinnar á atvinnu- líf og samfélag Vesturlands verður til umræðu sem og sóknarfærin sem skapast í sambúð við stóriðju- fyrirtækin og áhrif hafnasamlags Reykjavíkur og sveitarfélaga á Vesturlandi. Málþingið er opið öllum og að- gangur er ókeypis. ■ Ísólfur „gamli“ Pálmason „Mér fannst ég hætta að vera ungi maðurinn þegar ég varð fer- tugur. Fram að þeim tíma var alltaf talað um unga manninn.“ Ísólfur Gylfi Pálmason fimmtugur, Fréttablaðið 17. mars Ekki Hannes „Hann er varla rétti maðurinn í að skrifa um Ólaf. Ég hefði feng- ið einhvern annan í það, ein- hvern sem þekkti betur stefnu Ólafs, störf hans og skoðanir.“ Steingrímur Hermannsson um skrif Hannesar Hólmsteins um Ólaf Jóhannesson, DV 17. mars Allt í lagi í Latabæ „Fjarskiptastarfsemi Orkuveit- unnar gengur ljómandi vel Reykvíkingum til heilla, en vin- um Guðlaugs Þórs hjá Símanum til armæðu.“ Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, Morgunblaðið 17. mars GUNNAR FELIXSON Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar mætti í Meðallandsfjöru á föstudag til að sjá að- stæður og aðstoðaði í leiðinni við björgunarstörf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Vill koma Baldvini og áhöfn til veiða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir tilfinninguna hafa verið góða að sjá Baldvin Þorsteinsson sigla á haf út. Ferð norska dráttarskipsins verður nýtt og er Baldvin á leið til Noregs. GRUNDARTANGI Fyrirhuguð stækkun álvers Norðuráls og áhrif stækkunarinnar á samfélagið verður m.a. rædd á málþingi Vestlendinga á morgun. Stóriðja og samfélag á Vesturlandi: Áhrif og sóknarfæri GLEÐI Á STRANDSTAÐ Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri og Þor- steinn Már Baldvinsson forstjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ráðherrabók: Kostnaður átta milljónir ALÞINGI Kostnaður við útgáfu bókar um alla forsætisráðherra Íslands og þá sem gegndu emb- ætti ráðherra Íslands er áætlað- ur átta milljónir króna. Þetta kom fram í svari Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra við fyr- irspurn Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Davíð sagði að þá væri ekki gert ráð fyrir hugsanlegum sölutekjum af bókinni en gert sé ráð fyrir að hún komi út í tvö þúsund eintökum í vönduðu broti. Þá sagði Davíð að sér hefði borist bréf frá ritnefndinni þar sem þess væri óskað að hann skrifi kafla í bókinni, en Jóhann Ársælsson spurði sérstaklega um það. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.