Fréttablaðið - 18.03.2004, Page 19

Fréttablaðið - 18.03.2004, Page 19
19FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 ÓTEMJUREIÐ Í TEXAS Það er ekki fyrir viðvaninga að taka þátt í ótemjureið eins og sjá má af tilþrifum knapans Royce Ford og folans Justin Boots í búfjár- og kúrekasýningunni sem fer fram í Houston. Ford mátti hafa sig allan við til að haldast á baki en varð að lokum að láta í minni pokann fyrir óhemjunni sem linnti ekki látum fyrr en hann var fallinn. Ísbílamorðin: Saklausir í fangelsi EDINBORG, AP Tveir Skotar sem sátu sautján ár í fangelsi fyrir morð á sex manna fjölskyldu í Glasgow voru í gær sýknaðir af öllum ákær- um þegar mál þeirra var tekið fyrir á nýjan leik. Mennirnir voru sakfelldir fyrir svokölluð ísbílamorð, sem lögregla sagði tilkomin vegna deilna um yfir- ráð fíkniefnasölu sem fór fram í ís- bílum. Fjölskyldan lést þegar kveikt var í heimili hennar 1984 og voru mennirnir dæmdir á grundvelli sönnunargagna lögreglu sem lög- menn mannanna segja vafasöm. Þeir krefjast nú opinberrar rann- sóknar á lögreglurannsókninni. ■ Íransforseti dregur tvö grundvallarfrumvörp aftur: Khatami viðurkennir ósigur TEHERAN, AP Mohammad Khatami, forseti Írans, viðurkenndi í gær ósigur fyrir harðlínumönnum þegar hann dró aftur tvö laga- frumvörp sín sem áttu að draga úr völdum harðlínumanna og minnka áhrif varðmannaráðsins, sem get- ur hafnað lögum um staðfestingu og úrskurðar hverjir fá að bjóða sig fram í kosningum. „Ég dreg frumvörpin aftur og lýsi því yfir að ég hef beðið ósig- ur,“ sagði Khatami sem hefur lengi tekist á við harðlínumenn og reynt að færa stjórnarfar lands- ins frekar í frjálsræðisátt. Khatami sagðist afturkalla frum- vörpin til að kom í veg fyrir að þau litlu völd sem forsetinn hefur yrðu gerð að engu ef hann héldi áfram baráttu sinni. Annað frumvarpið átti að tryggja forsetanum völd til að stöðva stjórnarskrárbrot harð- línumanna. Hitt frumvarpið átti að koma í veg fyrir að varðmanna- ráðið gæti neitað mönnum um að gefa kost á sér í kosningum. Varðmannaráðið hafnaði báð- um frumvörpunum fyrir nokkrum mánuðum. ■ ALDREI FLEIRI VINNANDI BRETAR Atvinnuástandið í Bretlandi und- anfarið er betra en það hefur verið um áratugaskeið. Atvinnu- leysi er það lægsta sem mælst hefur frá því núverandi mæling var tekin upp 1984 og þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur hafa ekki verið færri frá 1975. 28 milljónir Breta eru útivinnandi og hafa aldrei verið fleiri. www.utilif.is Það er púður í útsölunni okkar 30-70% ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 40 31 03 /2 00 4 -aðeins í 4 daga Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 afsláttur SKOÐA EVRUVIÐMIÐ Gordon Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, sagði í gær að hann myndi meta það á næsta ári hvort Bret- land uppfyllti þau skilyrði sem stjórnin hefði sett fyrir því að taka upp evruna. Stjórnin hefur sagst vilja taka upp evruna en andstaða við það er mikil í Bret- landi. DÆMDUR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Serbneskur lögreglumaður hefur verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa tek- ið fjórtán Kósóvó-Albana af lífi í mars 1999. Fórnarlömbin voru konur, börn og eldri borgarar. LÆGSTA Í FJÖGUR ÁR Verðbólga á evrusvæðinu hefur ekki verið minni frá í nóvember 1999. Hún mældist 1,6% í síðasta mánuði og lækkaði um 0,3% frá fyrri mán- uði. Seðlabanki Evrópu hefur það markmið að verðbólga sé undir, en nálægt, tveimur prósentum. MISHEPPNAÐ TILRÆÐI 21 árs maður slasaðist þegar sprengja sem hann ætlaði að koma fyrir við lögreglustöð í Istanbúl í Tyrk- landi sprakk. Maðurinn komst í fyrstu undan lögreglu en fannst á sjúkrahúsi nokkrum klukkutím- um síðar þar sem hann hafði leit- að læknishjálpar. ÁKÆRÐUR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Slóvaki á níræðisaldri sem býr í Þýskalandi hefur verið ákærður fyrir morð á 164 landsmönnum sínum í síðari heimsstyrjöld. Maðurinn á að hafa stýrt sló- vaskri hersveit sem elti uppi gyð- inga og andspyrnumenn. Flest fórnarlömbin sem tilgreind eru í ákærunum voru konur og börn. MOHAMMAD KHATAMI Dró tvö frumvörp sín til baka í gær og gagnrýndi harðlínumenn fyrir óbilgirni. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.