Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 22
Fjárfestingarævintýri OrkuveituReykjavíkur eru því miður að verða enn ein sönnun þess að menn fara verr með annarra manna fé en sitt eigið. Fjárútlát eigenda Orku- veitunnar – Reykvíkinga – vegna fyrirtækisins Tetra Íslands eru gíf- urleg og ólíklegt að nokkur eigandi, sem hefði eitthvað um það að segja hvernig fjármunum hans væri varið, hefði látið þau óátalin. Eigandi Orku- veitunnar hefur hins vegar engan aðgang að stjórn fyrirtækisins. Borgarstjórn, sem Reykvíkingar kjósa á fjögurra ára fresti, tilnefnir stjórnarmenn. Við kosningar er kjós- andi ekki með hugann við Orkuveit- una eða önnur fyrirtæki Reykjavík- urborgar heldur lætur hann stöðu skólamála, gatnagerðar, dagvistar og annarra grunnþjónustuþátta borgarinnar stjórna atkvæði sínu. Þrátt fyrir lýðræðislegar kosningar til borgarstjórnar er Reykvíkingum því haldið frá áhrifum á rekstur fyr- irtækisins. Það er orðið að ríki í rík- inu – eða öllu heldur borg í borginni. Og eins og gerist í slíkum tilfellum þá hættir stjórnarmönnum Orku- veitunnar til að hegða sér eins og þeir væru stjórnarmenn í fyrirtæki með skýrari tengsl við eigendur sína og hluthafa – jafnvel eins og þeir sjálfir séu hluthafar og geti tekið ákvarðanir um nýjar fjárfestingar í óskyldum rekstri. Munurinn á stjórnarmönnum Orkuveitunnar og hluthöfum í öðrum fyrirtækjum er hins vegar sá að hluthafar hætta eig- in fé þegar þeir taka slíkar ákvarðanir. Stjórnarmenn í Orku- veitunni eru varðir fyrir öllum áföll- um. Ef afleiðing ákvarðana þeirra verður sú að hækka þurfi gjaldskrá Orkuveitunnar þá hækkar greiðsla þeirra til fyrirtækisins ekkert meira en allra annarra borgarbúa. Ef af- leiðingin verður sú að hækka þurfi útsvar til að styrkja Orkuveituna þá hækkar útsvar stjórnarmannanna ekkert meira en annarra. Þessi ágalli við stjórn Orkuveit- unnar sést ágætlega á nýju húsnæði hennar. Blessunarlega er það nú orð- ið næsta óþekkt að fyrirtæki reisi sér aðrar eins höfuðstöðvar. Með aukinni áherslu á hag hluthafa í fyrirtækjarekstri hafa flestir stjórn- endur kyngt draumum sínum um glæsilegar hornskrifstofur á sér- hæðum eða mikilfengleg anddyri að labba inn um á leið til vinnu. Þetta var lenska fyrir fáeinum áratugum en flest þau fyrirtæki sem fóru í gegnum þetta skeið hafa nú skipt um eigendur. Fyrstu verk nýrra eigenda eru yfirleitt að draga úr svona fíner- íi. Í dag tilheyrir það einkum opin- berum fyrirtækjum, sem hafa litlar ef nokkrar skyldur gagnvart eigend- um sínum. Reyndar þarf ekki opinber fyrir- tæki til. Sama veiki hrjáir opinberar stofnanir og ráðuneyti. Forsætisráð- herrann okkar er til dæmis að fara að gefa út bók á kostnað skattgreið- enda sem á að fjalla um hann og for- vera hans í starfi. Alfreð Þorsteins- son hlýtur þegar að hafa leitt hugann að sambærilegri bók um stjórnarfor- menn þess fyrirtækis. ■ Nýlega lagði Vinstri hreyfingin– grænt framboð fram tvö frumvörp á Alþingi Íslendinga. Annað er frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og hitt er um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Frumvörpin eru stutt en fela í sér mjög mikilvæg atriði sem bæta réttindi útlendinga á Íslandi og auka jafnframt þjóðfélagslegt réttlæti Íslendinga. Mig langar til að benda á helstu atriði sem ég tel mikilvægt að styðja í þessum frumvörpum. Ég vil taka fram að ég er ekki félagi í VG og hugsa málið aðeins sem einn maður sem starfar að málefnum útlendinga faglega en óháð flokkspólitík. Meginatriði frumvarpanna 1. Að tryggja stöðu innflytj- endaunglinga undir 18 ára aldri Innflytjendur sem eru með rík- isborgararétt eða búsetuleyfi geta kallað nánustu aðstandendur, þ.á.m. börn sín sem eru yngri en 18 ára, til landsins og búið saman sem fjölskylda. Gallinn í núver- andi lögum er sá að þegar viðkom- andi barn verður 18 ára, er það skuldbundið til að sinna fram- færslu sinni, sjúkratryggingu og húsnæði sem sjálfstæð mann- eskja óháð fjölskyldunni. Að sjálf- sögðu getur verið að barnið stundi nám eins og flestir íslenskir krakkar og þá er harla erfitt að sjá um framfærslu sína einn og óstuddur. Frumvörpin benda á þennan galla og kveða á um að þegar niðjar útlendings verða 18 ára hér á landi, verði þeim tryggð dvöl á Íslandi, og um leið tryggðar aðstæður til að halda áfram í námi. 2. Að vernda stöðu innflytjenda- kvenna Erlendar konur sem eru giftar (eða í sambúð með) Íslendingum eða mönnum með óbundið dvalar- leyfi, lenda í vandræðum ef að skilnaði kemur, hafi þær sjálfar ekki óbundið dvalarleyfi eða hafi verið giftar og dvalið hérlendis lengur en í þrjú ár. Þetta er af því að forsenda dvalar þeirra og að- gengi á vinnumarkað er háð hjónabandi eða sambúð við Ís- lending. Málið er enn alvarlegra þegar hjónabandinu stafar hætta af ofbeldi íslensks maka. Núver- andi lög gefa konunum enga kosti aðra en að þola ofbeldið þangað til hún fær óbundið dvalarleyfi eða að slíta hjónabandi með þeim af- leiðingum að þær þurfi að fara aftur til heimalands síns. Auðvit- að getum við sett okkur í spor þessara kvenna og séð að hér er um afarkosti að ræða. Ástæða þess að frumvörpin taka þetta at- riði fyrir er sú því miður, að það eru mörg dæmi um slík tilfelli í raun. Samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum um kvennaathvarf og Stígamót eru 14 % af konum sem leita þangað af erlendum uppruna. Um þennan veruleika get ég sjálfur vitnað úr starfi mínu sem innflytjendaprestur Þjóðkirkjunnar. Einnig kveða frumvörpin á um að gefa útlendingum kost á fram- haldisdvöl á Íslandi og þátttöku í atvinnulífi eftir slit hjónabands eða sambúðar, ef um heimilisof- beldi er að ræða. Þá kveða frumvörpin á um að það að þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi komi ekki endilega í veg fyrir endurnýjun dvalarleyf- is. Í núverandi lögum er slík fjár- hagsaðstoð túlkuð sem vandi í framfærslu. Geta til framfærslu er ein af grunnskilyrðum dvalar- leyfis og skortur á henni getur verið bein ástæða þess að dvalar- leyfi sé synjað. Nefna má í þessu sambandi að í kjölfar skilnaðar getur konum reynst fjárhagsað- stoð á borð við þessa nauðsynleg, þótt þær geti seinna meir sinnt framfærslu sinni sjálfar. Verndum raddlaust fólk Frumvörpin tvö gera einnig til- lögu um að veita eigi útlendingi tímabundið atvinnuleyfi, en ekki at- vinnurekanda eins og er nú gert. Mér finnst það mikilvægt atriði líka, en get ekki rætt um það hér. Góðir Íslendingar, ofangreindar tillögur um breytingar á lögum um útlendinga eru til þess að tryggja réttindi útlendinga og um leið að gefa þeim sama kost til að njóta mannlegra lífskjara og venjulegir Íslendingar gera. Breytingarnar eru alls ekki til að veita útlending- um forréttindi, heldur aðeins til að láta þá sitja við sama borð og Ís- lendingar. Ég vildi óska að sem flestir veltu fyrir sér stöðu inn- flytjendakvenna og -barna sem lagabreytingarnar snerta, sem raddlausra þegna í þjóðfélaginu og styðji frumvörp þessi óháð flokkspólitískum sjónarmiðum. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um meðferð á annarra manna fé. 22 18. mars 2004 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Davíð Oddsson forsætisráðherrahefur ákveðið að láta skrifa sögu forsætisráðherra þjóðarinnar frá upphafi og fram á þennan dag – nánar til tekið frá 1. febrúar 1904 til 15. september árið 2004. Þann dag lætur Davíð Oddsson af emb- ætti og við tekur Halldór Ásgríms- son. Þetta er eflaust stór dagur í lífi Davíðs Oddssonar. En er þetta rétt nálgun á skráningu Íslandssög- unnar? Er þetta ekki nokkuð þröng nálgun – og sjálfhverf ? Alla vega verður ekki sagt að sjónarhornið sé vítt. Hvað þætti mönnum um að skrifuð yrði saga menntamálaráð- herra landsins í stað þess að skrifa sögu menntamála? Nákvæmlega sama gildir um stjórnmálin. Það á að skrifa sögu þeirra og þróun og ef vinkillinn á að verða afmarkaðri er ekkert að því að skrifa sögu Stjórnarráðsins. Þar koma forsæt- isráðherrar að sjálfsögðu við sögu en á allt annan hátt en gerist þegar kastljósinu er beint að þeim einum. Allt stendur og fellur með kónginum Það er ekki nóg með að þetta sé skrýtin söguskoðun. Hún er líka ósköp gamaldags og það í heldur neikvæðum skilningi. Þessi tegund persónusögu átti upp á pallborðið þegar íhaldssamir sagnaritarar fyrri alda sáu ekki sólina fyrir kóngum og öðrum slíkum; töldu valdamenn og svokallað fyrirfólk standa öllu öðru fólki framar, töldu jafnvel duttlunga kónga og keisara hafi ráðið gangverki mannkyns- sögunnar. Það er ekki að undra að það vildi henda margan kónginn og keisarann að fara að trúa því að allt stæði og félli með þeirra gjörðum. Ég ætla ekki að orðlengja að alla tíð hef ég haft miklar efasemdir um þessa sögusýn. Forsetinn segist vera kjörinn til valda Eins varð ég hugsi við yfirlýs- ingar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þegar hann til- kynnti um framboð sitt í vikunni. Hann vill að forsetinn taki meiri þátt í þjóðmálaumræðunni en verið hefur. Forsetaembættið er ekki hefðarembætti segir Ólafur Ragn- ar. Forsetinn hafi völd, og sem slík- ur eigi hann að taka þátt í þjóð- málaumræðunni. Þá væntanlega sem valdamaður – eða hvað? Mér skildist hugsunin vera sú að við kysum yfir okkur forseta til að tala fyrir okkar hönd. Þurfum við þá ekki að heyra rækilega hver við- horf hans eru til alls milli himins og jarðar áður en hann er kosinn? Er þetta eftirsóknarvert? Að sjálfsögðu á forsetinn að hafa skoðun og að mínu mati fer vel á því að frá forseta Íslands heyrist „mórölsk rödd“. Ég hef hins vegar enga sérstaka þörf fyrir að hún gerist mjög hávær og mér finnst full ástæða til að spyrja af þessu tilefni hvert við séum yfir- leitt að halda? Þjóðin á áhorfendapöllum? Davíð Oddson lætur ríkið skrifa um sig sagnfræðirit og nú segist forsetinn valdamaður sem vilji geta talað hátt og svarað fyrir sig þegar á hann er ráðist – væntan- lega af forsætisráðherranum. Er verið að setja þjóðina upp á áhorfendapalla? Stendur til að við kjósum yfir okkur menn – valda- menn – til að tala yfir okkur og fyr- ir okkur? Er ekki verkefnið að örva lýð- ræðislega umræðu í landinu – að sem flestir tali og taki þátt? Er for- ingjapólitík eins og mér þykir hér vera að ryðja sér til rúms til þess fallin? Þjóðaratkvæðagreiðsla Á undanförnum árum hefur mér að minnsta kosti tvisvar þótt vera einboðið að efna hefði átt til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem skiptu þjóðinni í fylkingar eftir allt öðrum línum en lágu innan Alþingis. Fyrra dæmið er aðild Íslands að EES, Evrópska efnahagssvæðinu. Hitt dæmið er að sjálfsögðu ákvörðun um að ráðast í Kárahnjúkavirkjun. Í hvorugt skiptið nýtti forseti rétt sinn til að skjóta þessum um- deildu málum beint til þjóðarinn- ar. Ólafur Ragnar Grímsson seg- ist nú hlynntur því að beita þessu ákvæði meira en verið hefur þótt ekki hafi hann séð enn efni til slíks. En ef það yrði nú ofan á að beita þessu ákvæði, þá velti ég því óneitanlega fyrir mér hvort það væri til að auðvelda málið að forseti hefði áður tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni um það. Er ekki heillavænlegra að liggja lægra en láta verkin tala; nýta margumræddan öryggis- ventil en láta þjóðina um lýðræð- ið? Þar væri fundið jafnvægi á milli forsetaembættis og þjóðar sem ég væri sáttur við. ■ Karlmenn gera heiminn ekki öruggari „Með sífellt flóknara eftirliti og skriffinnsku eigum við íbúar heimsins á 21. öldinni að „fíla“ okkur öruggari. Okkur er ætlað að treysta karlmönnum fyrir framtíð okkar, karlmönnum eins og Bush, Rumsfeld, Davíð og Halldóri svo dæmi séu tekin. Ég spyr gerum við það? Mér þykir það leitt ég geri það ekki. Þessir menn og allir aðrir karlmenn heimsins við stjórn- völinn geta haldið áfram út í það óendanlega að reyna að sannfæra mig um að „þeir geri heiminn öruggari“ en það er langt síðan ég hætti að trúa þeim. Það getur meira en verið að viðkomandi karlmenn séu sjálfsöruggir, vel máli farnir, og eigi auðvelt með að taka ákvarðanir. Þeir eiginleikar eru einfaldlega ekki best til þess fallnir að ég treysti þeim fyrir mér eða öðru fólki – því miður. Þeir eiginleikar eru áreiðan- lega vel til þess fallnir að nöfn viðkomandi verði færðir á spjöld sögunnar ég efast ekkert um það. Bush, Rumsfeld, Davíð og Halldór Ásgrímsson – þeim tekst áreiðanlega öllum að komast í sögubækur viðkom- andi landa fyrir eitthvað sem karlkynssagnfræðingum fram- tíðarinnar finnst sérlega merki- legt og tilefni til að fræða kom- andi kynslóðir um en erum við samtíðarmennirnir sammála þeirri túlkun? Ég veit ekki með ykkur en ég veit með mig ég treysti ekki karlmönnum samtímans fyrir veröldinni. Mér þykir það leitt en ég hef enga ástæðu til þess. Karlmenn sem ala á hug- myndafræði haturs, tortryggni, öryggis í formi skriffinnsku, heims þar sem „hart mætir hörðu“ er normið eru ekki full- trúar mínir í þessum heimi nema síður sé. Ég skil ekki hug- myndafræði þeirra og því síður rökstuðning.“ - SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR Á KREML.IS Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ skrifar um foringjapólitík. Um daginnog veginn TOSHIKI TOMA ■ skrifar um frumvörp til Alþingis. Foringjapólitík ■ Af Netinu Styðjum frumvörpin Kerfi með innbyggðri peningasóun mmmmm... ...mmmmm Ljúfengir veislubakkar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.