Fréttablaðið - 18.03.2004, Side 47

Fréttablaðið - 18.03.2004, Side 47
FIMMTUDAGUR 18. mars 2004 Fólk hefur enn ekki gefið uppalla von um að fleiri fram- bjóðendur en Ástþór Magnússon og Snorri Ás- mundsson muni freista þess að hafa embætti for- seta Íslands af Ólafi Ragnari Grímssyni í komandi kosningum. Nafn Rannveigar Rist skaut upp kollinum í umræðunni á dögun- um en hún hefur útilokað fram- boð. Þá hefur það heyrst að stuðningsmenn Júlíusar Hafstein, úr ýmsum áttum, séu að kanna möguleika á framboði. Þeir sem telja tíma til kominnað kona taki við lyklavöldum á Bessastöðum munu einhverjir hafa augastað á nýskipuðum menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þá er ekki síður verið að horfa til maka hennar, gömlu handboltalands- liðskempunnar Kristjáns Arason- ar. Þeir sem velta kosningunum einna mest fyrir sér telja nefni- lega að þegar upp verði staðið séu það í raun makar for- setaefnanna sem ráði úr- slitum. Ástþór snaraði sér í hnapphelduna á dögunum og teflir henni Natalíu sinni fram gegn forsetafrúnni Dorrit Moussaieff. Dorrit hefur heldur betur sótt í sig veðrið frá því Ólafur Ragnar kynnti hana fyrst til sögunnar og heillar fólk upp úr skónum hvar sem hún kemur. Þeir sem vilja sjá Þor- gerði Katrínu á Bessastöðum telja því að það dugi ekkert minna en hinn vörpulegi fyrrum landsliðsfyrirliði til að skáka Dorrit. Þá hefur nafni skyttunnar ógurlegu og félaga Kristjáns úr landsliðinu einnig verið kastað á loft en með kosningu hans myndi Ísland án efa eignast skotfastasta forseta í Evrópu og þó víðar væri leitað. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.