Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 6
6 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,42 1,00% Sterlingspund 131,79 -0,48% Dönsk króna 11,77 -0,70% Evra 87,65 -0,70% Gengisvísitala krónu 122,93 -0,19% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 367 Velta 5.436 milljónir ICEX-15 2.618 0,38% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 1.490.554 Landsbanki Íslands hf. 189.592 Burðarás hf. 143.896 Mesta hækkun Samherji hf. 2,86% Landsbanki Íslands hf. 1,26% Íslandsbanki hf. 1,23% Mesta lækkun Medcare Flaga -1,72% Líftæknisjóðurinn hf. -1,56% Pharmaco hf. -0,91% Erlendar vísitölur DJ* 10.489,0 0,2% Nasdaq* 2.060,9 0,2% FTSE 4.480,7 0,3% DAX 4.048,6 1,0% NK50 1.490,5 1,5% S&P* 1.142,8 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Fjórðungur þingmanna hefur lagtfram frumvarp um lækkun áfengis- kaupaaldurs. Hvar felst í tillögu þing- mannanna? 2Hver er yfirstjórnandi verktakafyrir-tækisins Impregilo hér á landi? 3Hverjir eru deildarmeistarar í hand-bolta karla í ár? Svörin eru á bls. 31 Frumvarp fyrir Alþingi: Vilja afnema einkasölu ÁTVR STJÓRNMÁL Fyrir Alþingi liggur nú nýtt frumvarp um afnám einka- sölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á léttvínum og bjór sem lagt var fram í gær. Um er að ræða frumvarp tólf þingmanna úr þremur flokkum; Sjálfstæðis- flokki, Samfylkingu og Framsókn- arflokki, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sterk vín verði áfram afgreidd á sölustöðum ÁTVR. Flutningsmenn vilja enn fremur lækka áfengisgjald það er ríkið setur á allt áfengi enda sýni sam- anburður að gjaldið sé hvergi hærra en hér á landi. Hægt væri að lækka gjaldið um helming og Ísland yrði áfram með hæsta áfengisgjald innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir geti veitt einstak- lingum og lögaðilum leyfi til smá- söluverslunar með léttvín og bjór. Áfram verði þó strangt eftirlit haft með sölu af því tagi. Höskuldur Jónsson, fyrrum for- stjóri ÁTVR, hefur látið hafa eftir sér að engan veginn sé rekstrar- grundvöllur fyrir sölu á sterku víni eingöngu. Það verði að finna aðrar lausnir ef frumvarp sem þetta eigi að ganga eftir. ■ Upp komst um 261 milljónarkróna fjárdrátt Sveinbjarnar Kristjánssonar, þáverandi aðalgjald- kera Landssímans, í kjölfar fyrir- spurnar Skattstjórans í Reykjavík um lánveitingu Símans til fyrirtæk- isins Alvöru lífsins. Skráðir fyrir fyrirtækinu voru athafnamennirnir Kristján Ragnar Kristjánsson, bróð- ir Sveinbjarnar, og Árni Þór Vigfús- son. Síminn hafði lagt fyrirtækinu til 130 milljónir króna án þess að nokkr- ir pappírar fyndust yfir þau við- skipti í bókhaldi Símans. Alls nam fjárdrátturinn 261 milljón króna og er því um að ræða stærsta fjársvikamál sem upp hef- ur komið hérlendis til þessa, að sögn Jóns H. Snorrasonar hjá Ríkislög- reglustjóra. Sveinbjörn viðurkenndi sök sína um leið og málið kom upp þann 19. maí og var samvinnufús við rann- sóknina. Stuttu eftir að rannsókn hófst voru Kristján Ragnar og Árni Þór hnepptir í gæsluvarðhald og hafa nú verið ákærðir fyrir að hafa tekið á móti fé frá Sveinbirni og að hafa hylmt yfir með honum. Auk þeirra hefur bróðursonur Sveinbjörns, Ragnar Orri Benedikts- son, verið ákærður fyrir hið sama. Fimmti ákærði er kona sem sökuð er um peningaþvætti, en hún mun hafa tekið á móti tveimur tékkum. Hún starfaði á veitingahúsinu Prikinu á Laugavegi, en hinir ákærðu komu allir að rekstri Priksins. 25 milljónir til Skjás eins Árið 1999 dró Sveinbjörn að sér 96 milljónir króna, 68 milljónir ári síðar, 24 milljónir árið 2001, 53 milljónir árið 2002 og 27 milljónir í fyrra. Af þeim 96 milljónum sem hann dró undan árið 1999 lagði Sveinbjörn 25 milljónir í þremur greiðslum inn á reikning Íslenska sjónvarpsfélagsins sem rekur Skjá einn. Jafnframt keypti hann víxil að upphæð 42 milljóna sem Íslenska sjónvarpsfélagið gaf út. Aðferðir Sveinbjörns við fjár- dráttinn voru fjölbreyttar. Stærsta hluta fjárins kom hann undan með því að breyta textaskrám með upp- lýsingum um reikninga og milli- færslur. Í bókhaldi Símans virtist allt með felldu en upplýsingunum var breytt eftir að þær voru komnar út úr kerfinu og á leið í banka. Tíu þúsund færslur Alls eru brotin 137 og voru þau framin í um tíu þúsund færslum þar sem á bak við hverja aðgerð voru á milli sextíu og sjötíu færslur. Sveinbjörn gaf að auki út tékka, nýtti sér gengismun, millifærði fé á biðreikninga og stal jafnframt reiðufé úr sjóðum. Stjórnendur Símans hafa skýrt frá því að aðferð- ir hans hafi verið margslungnar og óhefðbundnar og brotin framin í skjóli þess mikla trausts sem hann naut meðal samstarfsmanna. Þá hefur verið vakin athygli á því að velta Símans sé um 18 millj- arðar króna á ári og í bókhaldinu séu milljónir fylgiskjala sem geri alla bókhaldsendurskoðun erfiða. Aldrei í fríi um mánaðamót Eins og Fréttablaðið greindi frá var það á vitorði starfsfólks Símans að Sveinbjörn hefði staðið í um- fangsmiklum einkarekstri. Svein- björn átti aðild að mörgum einka- hlutafélögum og hefur meðal ann- ars verið viðloðandi veitingahúsa- rekstur. Yfirmenn hans á Símanum ræddu þetta mál við hann og lyktir urðu þær að í upphafi síðasta árs hét hann því að láta af einkarekstri. Forstjóri Símans segir að þessi yfir- lýsing hafi verið skrifleg og í sam- ræmi við siðareglur Landssímans. Sveinbjörn tók sér stopul frí í stað samfelldra sumarleyfa eins og venjan er. Þannig mun Sveinbjörn hafa gætt þess að vera aldrei í fríi um mánaðamót þegar hann þurfti með kerfisbundnum hætti að fela fjárdráttinn. Bókhaldsvenjum breytt Stjórnendur Símans gripu þegar í stað til ýmissa aðgerða til að fyrir- byggja fjárdrátt sem þennan. Verk- efni verða reglubundið flutt á milli manna og krafa er nú gerð til starfs- manna um að þeir taki sér samfelld orlof sem nái yfir mánaðamót. Þá verði aðgreining verkefna og starfa gerð skýrari. Þeir sem sjá um varð- veislu eigna eða fjármuna hafa ekki lengur aðgang að bókun á gjalda- og tekjulykla. Vinnuaðferðir við af- stemmingar hafa verið hertar, sem og reglur um meðferð ávísana. Loks hafa almennar innágreiðslur til lánardrottna verið stöðvaðar. ■ icelandair.is/vildarklubbur Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins. ÁFENGI Lagt er til í nýju frumvarpi að bjór og léttvín verði seld víðar en eingöngu í verslunum ÁTVR. ÁFENGISGJALD Á ÍSLANDI Í SAMANBURÐI VIÐ NÁGRANNA- ÞJÓÐIR bjór 5% sterkt 40% Ísland 161 2.646 Bretland 81 1.066 Danmörk 40 667 Finnland 86 970 Holland 21 609 Portúgal 13 302 BÁTUR LENTI Á BÍL Bátur og bíll rákust saman á Drottningarbraut á Akureyri síðdegis í gær. Bátur sem var festur aftan í bifreið losnaði og skall þvert á afturrúðu bifreiðar sem kom á móti. Lög- regla segir að enginn hafi slasast við atkvikið, en vagn sem bátur- inn var á var í lamasessi. Fréttaskýring SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um Landssímamálið. FJÁRDRÁTTUR SVEINBJÖRNS Ár Upphæð 1999 96 milljónir 2000 68 milljónir 2001 24 milljónir 2002 35 milljónir 2003 27 milljónir Samtals 261 milljón 10.000 færslur, 137 brot Alvara lífsins fékk 130 milljónir Eftirstöðvar: 131 milljón Svik símagjaldkerans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.