Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 28
20 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR TRÖLL BERJAST Tröllin tvö hjá L.A. Lakers og San Antonio Spurs, Tim Duncan og Shaquille O’Neal, börðust hart í leik liðanna í NBA-deildinni á dögunum. Duncan hafði betur á endanum og Spurs vann með 95 stigum gegn 89. Körfubolti Edu vill spila með enska landsliðinu Edu vonast til að fá að leika með brasilíska landsliðinu en hefur einnig áhuga á að leika með því enska. FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn Edu, sem leikur með Arsenal, hefur lýst yfir áhuga á að spila með enska landslið- inu. Edu hefur búið í London í meira en tvö ár og hefur aldrei leikið með brasilíska landsliðinu. Fyrst um sinn taldi hann að það dygði til að geta leikið með enska landsliðinu og var að íhuga að gefa kost á sér. Enska knattspyrnusam- bandið hefur nú lýst því yfir að hann geti ekki spilað með liðinu nema hann gerist breskur ríkis- borgari. „Ég vona að ég verði valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Edu. „En ég veit einnig að ég gæti spilað fyrir England og ég er að íhuga það. Ég veit að það eru margir góðir mið- vallarleikmenn á Englandi og það yrði erfitt að komast í liðið.“ Gerist Edu, sem er 25 ára, bresk- ur ríkisborgari gæti hann leyst vandamál enska landsliðsins á mið- svæðinu því liðinu hefur sárlega vantað vinstri fótar leikmann und- anfarin ár. ■ Enski bikarinn: Winter dæmir FÓTBOLTI Jeff Winter dæmir úr- slitaleik Millwall og Manchester United um enska bikarinn í næsta mánuði. Þetta verður jafnframt kveðjuleikur Winters en hann er orðinn 48 ára og því kominn að efri aldursmörkum dómara í efstu deild. Val á dómara í úrslitaleik bygg- ir ætíð á frammistöðu á leiktíðinni en Winter þykir hafa staðið sig mjög vel í vetur. Enski dómarar mega aðeins dæma einn bikar- úrslitaleik og er því heiðurinn mikill fyrir Winter að fá að ljúka ferlinum með þessum stórleik. Winter hefur dæmt þrjá leiki í enska bikarnum á þessari leiktíð, þegar Gillingham vann Charlton í 3. umferðinni, grannaslag Manchester-félaganna og leik Portsmouth og Arsenal. ■ Bandaríska mastersmótið: Evrópubúi vinnur ekki GOLF Spánverjinn Seve Ballester- os hefur litla trú á að Evrópubúi vinni bandaríska mastersmótið sem hefst á fimmtudag. Ballesteros vann mótið fyrstur Evrópubúa árið 1980, aðeins 23 ára, og endurtók leikinn þremur árum síðar. Enginn Evrópubúi hefur unnið stórmót frá árinu 1999 auk þess sem enginn frá heimsálfunni er á lista yfir tíu bestu kylfinga heims í dag. „Það eru aðeins þrír líklegir sigurvegarar: Ernie Els, Tiger Woods og Davis Love III,“ sagði Ballesteros. „Ég hef ekki trú á að margir Evrópubúar eigi mögu- leika vegna þess að í augnablikinu spila þeir ekki vel.“ Ballesteros mun ekki spila á mótinu vegna bakmeiðsla og er það í fyrsta sinn síðan 1977 sem hann tekur ekki þátt. ■ Beckham er bálreiður: Neitar fram- hjáhaldi FÓTBOLTI David Beckham, leikmað- ur Real Madrid, hefur vísað harð- lega á bug orðrómi um að hann hafi haldið fram hjá kryddpíunni Victoríu með fyrr- verandi aðstoðar- konu sinni, Rebecca Loos. Framhjáhaldið mun hafa átt sér stað á síðasta ári þegar Victoría var stödd á Englandi. Breska blaðið News of the World hefur birt sms- skilaboð sem Beck- ham og Loos eiga að hafa sent á milli sín. Að því er kom fram í blaðinu Sun hafa Beckham og Victoría aðeins eytt 54 dögum af síðustu 224 saman. ■ SEVE BALLESTEROS Verður ekki á meðal keppenda á masters- mótinu vegna bakmeiðsla. BECKHAM OG VICTORIA David Beckham segist vera ham- ingjusamlega kvæntur maður. EDU Brasilíumaðurinn snjalli hefur áhuga á að leika með enska landsliðinu. GOLF Annika Sörenstam frá Svíþjóð vann sinn fimmtugasta sigur í PGA-mótaröð kvenna í golfi þeg- ar hún vann Office Depot mótið í Kaliforníu um síðustu helgi, ann- að árið í röð. Sörenstam, sem er 33 ára, náði þremur fuglum á síðustu holun- um og lauk mótinu með þriggja högga forystu. Ashli Bunch og Meg Mallon urðu jafnar í öðru sæti. Með sigrinum varð Sör- enstam sú næst fljótasta til að vinna fimmtíu PGA mót í kvenna- flokki. Náði hún áfanganum á tíu árum, þremur mánuðum og 19 dögum. Mickey Wright á metið. Hún vann sitt fimmtugasta mót eftir átta ára spilamennsku, átta mánuði og 21 dag. ■ ■ Tala dagsins 50

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.