Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 FÓTBOLTI Stjörnum prýtt lið Real Madrid sækir Mónakó heim í meistaradeild Evrópu í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 4-2 sigri Real og telja flestir að spænska liðið sé næsta öruggt í undanúrslitin. David Beckham verður í leik- banni hjá Real en Roberto Car- los kemur aftur inn í liðið eftir bann. Carlos skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Albacete um síðustu helgi og ætti því að mæta ferskur til leiks. „Við för- um til Mónakó til að vinna. Síðan myndi ég vilja mæta Chelsea,“ sagði Carlos. „Ég er í betra formi en nokkru sinni fyrr,“ bætti hann við. Fernando Morientes, sem er í láni hjá Mónakó frá Real Ma- drid, skoraði í fyrri leik liðanna. Hann vonast eftir óvæntum sigri Mónakó í kvöld. „Ef bæði liðin spila af 100 prósenta getu vinnur Real Madrid. Við verðum að leggja okkur meira en 100 prósent fram til að komast áfram.“ ■ FÓTBOLTI Jose Reyes og Freddi Ljungberg verða að öllum lík- indum í leikmannahópi Arsenal í kvöld en þeir meiddust í tap- leiknum gegn Manchester United í bikarkeppninni á dög- unum. Talið var að þeir yrðu frá í nokkrar vikur en þeir æfðu báðir með Arsenal í gær. Hjá Chelsea er Marcel Desailly í leikbanni og Carlo Cudicini og Veron eru ennþá meiddir. Arsenal stendur betur að vígi fyrir viðureignina því liðið skor- aði mikilvægt mark í 1-1 jafn- tefli liðanna í fyrri leiknum á Stamford Bridge. Liðið hefur ekki tapað í síð- ustu 17 viðureignum sínum gegn Chelsea, eða síðan í 5-0 tapleik í deildarbikarnum árið 1998. Engu að síður telja margir að sigurganga Arsenal sé á enda runnin eftir tapið gegn United. Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, er ekki á sömu skoðun. „Við erum stórir og sterkir strákar og ég hef engar áhyggur fyrir leikinn,“ sagði Frakkinn. „Við verðum tilbúnir, bæði líkamlega og andlega, því við vitum hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Við verðum bara að standa okkur.“ Thierry Henry, landi Vieira, segir að Arsenal muni mæta sterkt til leiks þrátt fyrir tapið um helgina alveg eins og liðið gerði eftir 3-0 tap gegn Inter Milan í meistaradeildinni fyrr í vetur. „Þegar við töpuðum heima gegn Inter Milan 3-0 vor- um við niðurdregnir og fólk af- skrifaði okkur,“ sagði Henry. „Þá tókum við okkur saman í andlitinu og gerðum góða hluti,“ bætti hann við. „Ýmislegt gerist á einni leiktíð en það eina sem lið þurfa að gera er að halda áfram og það er það sem við munum reyna að gera. Ef við höfum ekki trú á okkur eftir það sem við höfum gert, getum alveg eins hætt.“ Talið er að Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, verði rekinn eftir þessa leiktíð sama hver árangur liðsins verður að henni lokinni. Roman Abramovich, eigandi liðsins, er sagður vilja þekktara nafn við stjórnvölinn. „Þetta er síðasta tækifæri mitt til að vinna Arsenal,“ sagði Ranieri glottandi eftir sigur liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. „Þið haldið að ég sé feigur mað- ur en ég er ennþá knattspyrnu- stjóri Chelsea. Ég hef trú á leik- mönnum mínum. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við reynum að sýna okkar allra bestu hliðar.“ ■ Mun Arsenal misstíga sig á ný? Arsenal mætir Chelsea í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hvorugt liðanna hefur komist í undanúrslit deildarinnar. Mónakó tekur á móti Real Madrid: Carlos vill mæta Chelsea ROBERTO CARLOS Carlos fagnar öðru af tveimur mörkum sínum gegn Albacete ásamt samherjum sínum í Real Madrid. ARSENAL Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar fjórum stigum á undan Chelsea og á leik til góða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.