Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 6. apríl 2004 RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli og eykur þol. T ilb o ð in g ild a ti l 2 0. 4. 2 00 4 HAWAIIAN TROPIC G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 7 7 1 B-STRESS Mig vantar eitthvað hressandi fyrir prófin. 30% Lecitín fylgir með Nærandi brúnkufroða fyrir ljósa húð og brúnkukrem fyrir dekkri húð með sólarvörn. Fyrirbyggðu prófstreituna. B-stress fyrir taugarnar og Lesitín Extra fyrir minnið. 998 Áður:1.343 kr. 782 Áður: 1.043 kr. FÓTBOLTI Leeds sigraði Leicester 3- 2 í miklum fallbaráttuleik á heimavelli í gær. Leicester vann upp tveggja marka forskot Leeds seint í leiknum en Alan Smith skoraði sigurmark heimamanna fjórum mínútum fyrir leikslok og tryggði þeim öll stigin þrjú. Leeds hóf leikinn með látum og skoraði tvisvar á fyrstu tólf mín- útunum. Michael Duberry skoraði með skalla, eftir sendingu Seth Johnson, þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Tveimur mínút- um síðar skoraði Ástralinn Mark Viduka glæsileg mark með bak- fallsspyrnu. Leeds hélt tveggja marka for- ystu þar til þrettán voru en þá skoraði Paul Dickov fyrir Leicest- er. Tveimur mínútum síðar jafn- aði Muzzy Izzet en Alan Smith kom Leeds til bjargar og skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Góður sigur Leeds en það spillti kannski sigurgleðinni að einhverju leyti að Mark Viduka var rekinn af velli á lokamínútunni. ■ KÖRFUBOLTI Keflvíkingar tóku for- ystuna í einvíginu við Snæfell um Íslandsmeistaratitilinn með 79-64 sigri í Stykkishólmi í gærkvöldi. Sverrir Þór Sverrisson var maður leiksins en Magnús Gunnarsson og Fannar Ólafsson áttu einnig mjög góðan leik. Sigurður Þor- valdsson og Dondrell Whitmore héldu Snæfellingum inni í leikn- um í fyrri hálfleik en í seinni hálf- leik var það helst Edmund Dotson sem skoraði fyrir heimamenn. Keflvíkingar höfðu frumkvæð- ið allan leikinn. Staðan var þó jöfn eftir fyrsta leikhluta, 23-23, en annar leikhluti gaf forsmekkinn af því sem fór fram í seinni hálf- leik. Keflvíkingar náðu tólf stiga forystu, 39-27, þegar langt var lið- ið á leikhlutann en Snæfellingum tókst að minnka muninn í 41-32 fyrir hlé. Snæfellingar hófu þriðja leik- hlutann vel. Edmond Dotson skor- aði sex stig í röð og Hlynur Bær- ingsson komst loksins á blað með þriggja stiga körfu. Staðan var orðin 48-44 um miðjan leik þegar Keflvíkingar tóku leikhlé og eftir það urðu kaflaskipti í leiknum. Magnús Gunnarsson skoraði úr þriggja stiga skoti og í kjölfarið stungu Keflvíkingar af. Vörnin var frábær og grimmdin í sóknar- fráköstunum skilaði miklu. Kefl- víkingar leiddu 62-45 þegar þriðja leikhluta lauk og skoraði Fannar Ólafsson sjö stig á lokakafla leik- hlutans og Sverrir Þór Sverrisson fjögur. Fjórði leikhluti var í svipuðum farvegi. Keflvíkingar höfðu leik- inn í hendi sér og bættu jafnt og þétt við forskotið. Mestur var munurinn 23 stig þegar Fannar Ólafsson breytti stöðunni í 78-55. Snæfellingar náðu að klóra í bakk- ann undir lokin Magnús Þór Gunnarsson skor- aði sautján stig fyrir Keflvíkinga, Derrick Allen fjórtán og Sverrir Þór Sverrisson og Fannar Ólafs- son þrettán hvor. Sigurður Þor- valdsson skoraði sextán stig fyrir Snæfell, Dondrell Whitmore fimmtán og Edmond Dotson fjórtán. Fjórði leikur félaganna fer fram í Keflavík á laugardag og með sigri verða Keflvíkingar Ís- landsmeistarar. ■ FÓTBOLTI Íslendingafélagið Örgryte hóf leiktíðina í Allsvenskan með 2- 1 sigri á Elfsborg á útivelli. Allir ís- lensku leikmennirnir tóku þátt í leiknum, Jóhann B. Guðmundsson og Tryggvi Guðmundsson voru í byrjunarliðinu en Atli Sveinn Þórarinsson tók stöðu Tryggva þegar átta mínútur voru eftir. Atli hefur verið hjá Örgryte frá árinu 2000 en Jóhann og Tryggvi léku sinn fyrsta leik í sænsku knattspyrnunni. Tryggvi mikið við sögu í leiknum, fékk gult spjald eftir hálftíma leik fyrir kjaftbrúk og átti þátt í sigur- mark Örgryte. Tryggvi skaut í þverslá marks Elfsborgar og Christian Hemberg sendi frákast- ið í markið. Tryggvi sagði í viðtali við Göte- borgs-Posten vonast til að verða atkvæðamikill í sóknarleik Ör- gryte í sumar. „Ég vonast til að skora tíu til fimmtán mörk og eiga álíka margar stoðsendingar,“ sagði Tryggvi. „Það hef ég gert á fjórum af sex árum mínum í Noregi og af hverju ekki líka í Svíþjóð. Ég lofa því ekki en þetta er markmið mitt.“ „Ég held það sé ekki svo mikill munur á norskri og sænskri knatt- spyrnu,“ sagði Jóhann í sama við- tali við Göteborgs-Posten, en hann hefur leikið með Lyn undanfarin þrjú ár. „Það er leikið af meiri krafti í Noregi en sænsk lið reyna meira að leika boltanum með jörð- inni. Svo er sænska deildin jafnari en í Noregi vinnur Rosenborg alltaf.“ ■ ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR Elfsborg - Örgryte 1-2 0-1 Paulinho Guará (9.), 0-2 Christian Hemberg (68.), 1-2 Lasse Nilsson (77.) Trelleborg - Djurgården 2-2 1-0 Eric Fischbein, vsp (5.), 1-1 Tobias Hysén (36.), 1-2 Andreas Johansson (64.), 2-2 Vitali Gussev (90.) Örebro - Halmstad 2-5 1-0 Lars Larsen (5.), 1-1 Magnus Svens- son (10.), 1-2 Mikael Nilsson (41.), 1-3 Markus Rosenberg (55.), 1-4 Magnus Andersson (58.), 2-4 Petter Furuseth-Ol- sen (69.), 2-5 Mikael Nilsson (72.) Allsvenskan: Örgryte vann Elfsborg TRYGGVI GUÐMUNDSSON Lagði upp sigurmark Örgryte. Keflavík tók forystuna Keflvíkingar unnu með fimmtán stiga mun í Stykkishólmi og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli á laugardag. SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Átti frábæran leik þegar Keflvíkingar tóku forystuna í einvíginu við Snæfell um Íslandsmeistaratitilinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I STAÐAN Í ÚRVALSDEILDINNI Arsenal 30 22 8 0 58:20 74 Chelsea 31 22 4 5 58:24 70 Man. United 30 19 5 6 56:30 62 Liverpool 31 13 10 8 46:31 49 Newcastle 31 12 12 7 45:33 48 Birmingham 31 12 10 9 37:36 46 Aston Villa 31 12 8 11 39:36 44 Charlton 30 12 7 11 41:39 43 Southampton 31 11 9 11 34:29 42 Fulham 31 11 8 12 42:40 41 Middlesb. 31 11 8 12 37:39 41 Tottenham 31 11 4 16 40:48 37 Bolton 31 9 10 12 34:48 37 Everton 31 8 10 13 38:45 34 Man. City 31 7 11 13 42:43 32 Blackburn 31 8 7 16 42:52 31 Portsmouth 30 8 6 16 32:45 30 Leicester 31 5 13 13 41:55 28 Leeds 31 7 7 17 32:62 28 Wolves 31 5 9 17 27:66 24 Enska úrvalsdeildin: Smith bjargaði Leeds ALAN SMITH Skoraði sigurmark Leeds í fallbaráttu- leiknum við Leicester.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.