Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 14
6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR SPURNINGAKEPPNI „Það var spurt hvaða hljóðfæraleikari í sinfóníu- hljómsveit nefnist konsertmeist- ari. Ákvörðun var tekin fyrir fram um að svarið sem við leituð- um eftir væri fyrsta fiðla. Það var ekki spurt á hvaða hljóðfæri konsertmeistari spilaði, svarið við því er fiðla,“ segir Stefán Pálsson, dómari í Gettu betur, spurninga- keppni framhaldsskólanna, en ekki eru allir á eitt sáttir við að lið Borgarholtsskóla hafi fengið rangt fyrir eitt svara sinna í keppninni þegar það keppti við lið Verslunarskólans. Stefán segir Loga Bergmann Eiðsson hafa hinkrað í smá stund áður en hann sagði rangt eftir að lið Borgarholtsskóla gaf svarið fiðluleikari. Eftir að búið var að gefa rangt fyrir svarið hafi einn Borghyltingurinn hrópað aðal- fiðluleikari og þeim hafi því verið gefið annað tækifæri til að svara en afvegaleiddust. „Það var ekki hægt að gefa rétt. Ef við hefðum bara gefið rangt værum við á gráu svæði en þeir fengu tækifæri til að gefa rétt svar í lokin. Það má ekki gera lítið úr sigri Verslunarskólans, þeir stóðu sig mjög vel líka,“ sagði Stefán Pálsson. „Þeir unnu keppnina og áttu það meira skilið en við. Það er ekkert út á þetta að setja, við átt- um að vinna en þetta var lélegur dagur hjá okkur,“ segir Sæmund- ur Ari Halldórsson, þjálfari liðs Borgarholtsskóla. ■ Ógnin er raunveruleg Evrópusambandið vinnur að nýrri áætlun í baráttunni við hryðjuverk. Stefnt er að því að efla allar hliðar öryggisgæslu með aukinni samvinnu milli ríkja og stofnana. EVRÓPUSAMBANDIÐ Hryðjuverka- árásin í Madríd olli skelfingu um alla Evrópu og nú íhugar Evrópu- sambandið nýja áætlun í barátt- unni við hryðjuverkaógnina. Áhersla verður lögð á að efla allar hliðar öryggisgæslu en jafnframt reynt að koma í veg fyrir að að- gerðirnar skapi þunglamalegt skrifstofubákn sem torveldar og takmarkar frelsi einstaklinga sem ekkert hafa brotið af sér. Evrópusambandið greip til ým- issa aðgerða í kjölfar hryðju- verkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Leidd voru í lög ákvæði sem heimila handtöku vegna 32 brota sem talin eru geta tengst hryðjuverkum og leyft að flytja grunaða milli Evrópulanda án framsals. Hinar nýju tillögur Evrópu- sambandsins eru margvíslegar. Ein er sú að koma upp stöðu eins konar yfirmanns í baráttunni gegn hryðjuverkum. Sá hefði vita- skuld aðsetur í Brussel og ynni í nánu sambandi við Javier Solana, yfirmann utanríkismála Evrópu- sambandsins, og leyniþjónustur einstakra landa. Lögð er áhersla á að efla upp- lýsingaþjónustu milli landanna um allt sem hugsanlega kann að snerta hryðjuverkastarfsemi; hverjir séu líklegir til að tilheyra slíkum hópi, hvernig fjármögnun fari fram, hvar starfsemin geti verið og svo framvegis. Hryðju- verkamenn ferðast iðulega með fölsuð persónuskilríki. Nú hyggst ESB bregðast við því með nýrri gerð skilríkja þar sem er að finna fingraför eða lífsýni viðkomandi. Ein tillaga Evrópusambandsins snýr að því að bæta gagnasöfn svo þar sé að finna upplýsingar um dæmda hryðjuverkamenn og þá sem liggja undir grun. Einnig er stefnt að því að kanna betur tengsl á milli hryðjuverka og glæpastarfsemi, en grunur leikur á að árásirnar í Madríd hafi verið fjármagnaðar með eiturlyfjavið- skiptum. Menn óttast mjög að hryðju- verkamenn komist yfir efnavopn með tilheyrandi mannskaða. Einn liður í áætlun Evrópusambands- ins snýr að aukinni samvinnu milli heilbrigðisyfirvalda og leyniþjónustu. Talið er mikilvægt að lönd innan ESB komi sér upp samræmdri neyðaráætlun í þessu sambandi. Tillögur Evrópusambandsins eru enn á umræðustigi en ljóst er að sambandinu þykir nauðsynlegt að grípa til samræmdra aðgerða vegna hættu á hryðjuverkaárás- um. Enginn neitar því lengur að ógnin er raunveruleg. ■ SLÓVAKÍA, AP Fyrrverandi forseti Slóvakíu, Vladimir Meciar, fékk mestan stuðning allra frambjóð- enda í fyrri umferð forsetakosn- inga í Slóvakíu, en kjörsókn var mjög dræm. Fyrrum ráðherra í stjórn Meciars fékk einnig brautar- gengi í þessari umferð og útilokaði utanríkisráðherra landsins, sem nýtur stuðning sitjandi forseta, frá þátttöku í annarri umferð. Meciar var forseti Slóvakíu þegar landið sagði skilið við ríkjasambandið Tékkóslóvakíu, en missti völdin eftir að hafa lengi verið sakaður um einræðistilburði. Samhliða forseta- kosningunum greiddu Slóvakar atkvæði um hvort flýta ætti þing- kosningum þar í landi, en ekki var næg kjörsókn til að knýja á um að svo yrði. ■ Skíðakona í Noregi: Lifði af 400 metra fall NOREGUR Kona á þrítugsaldri lifði af næstum því 400 metra fall í gær ofan af fjallinu Gaustatoppen í Þelamörk í Noregi. Norska dag- blaðið Dagsavisen skýrði frá þessu. Konan hafði tekið skíðalyftu upp á fjallið ásamt þremur vinum sínum, en vegna slæms skyggnis brunaði hún út af þverhnípi þar sem fjallið er brattast. Hún slapp með brotna öxl og brotinn hand- legg. Töluverður snjór er á þessum slóðum, og gæti það hafa átt sinn þátt í því að meiðslin urðu ekki verri. ■ VLADIMIR MECIAR Fyrrverandi forseti Slóvakíu sigraði í fyrri umferð forsetakosninga. Forsetakosningar í Slóvakíu: Óvænt úrslit í fyrri umferð Spurningakeppni framhaldsskólanna: Versló vann verðskuldað LIÐ VERSLUNARSKÓLANS Sæmundur Ari Halldórsson, þjálfari Borgar- holtsskóla segir að ekkert hafi verið út á keppnina að setja. Lið Verslunarskólans hafi unnið keppnina og átt það skilið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI AÐGERÐ GEGN HRYÐJUVERKASTARFSEMI Franska lögreglan handtók í gær fimmtán manns, sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Casablanca í Marokkó í maí 2003, í samstilltum aðgerðum í nágrenni Parísar. Halli gjörnýtir afganga af lambakjöti með því að útbúa hressilegan tortilla-rétt og er snöggur að því. Ferskt grænmeti, krassandi sósa og svo lambakjötið. Með kartöflubátum til viðbótar hefur hann rétt eina ferðina töfrað fram gómsæta máltíð. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 5 7 Halla Dúndran di lamba-tortil la a› hætti Lamba-tortilla Kartöflubátar 600 g mjöllitlar kartöflur (gullauga t.d.) 2 msk. ólífuolía ½ tsk. salt ögn af pipar ¼ tsk. af óreganó Lamba-tortilla 4 tortilla-kökur 400 g eldaðir lambakjötsafgangar, t.d. af læri 1 bolli Tsaziki-sósa (jógúrt-sósa með hvítlauk og agúrkum, fæst í flestum verslunum.) 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar 1 búnt klettasalat 1 avókadó, afhýtt og skorið í bita 1 msk. chilimauk, t.d. sambal oelek Ristið tortilla-kökurnar léttilega á þurri pönnu. Skerið lambakjötið í þunnar sneiðar og raðið þeim jafnt á kökurnar. Smyrjið sósu yfir kjötið, dreifið lauk, avókadó og klettasalati jafnt yfir og rúllið upp. Skerið í tvennt og setjið á disk með kartöflubátum. Hitið ofninn í 220 °C. Öllu blandað vel saman í skál og sett í ofnskúffu. Bakað í u.þ.b. 20–30 mín. eða þar til kartöflurnar eru meyrar í gegn. Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.