Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 32
Það verður að teljast heldurseint í rassinn gripið en bæjar- yfirvöld í Haslach í Austurríki ákváðu á dögunum að afturkalla heiðursborgararéttindi Adolfs Hitler. Einræðisherrann var prýddur þessum heiðri fyrir 66 árum síðan, eða í mars árið 1938. Það var svo einhljóða ákvörðun bæjaryfirvalda í vikunni að strípa Hitler heiðrinum. Bæjarstjórinn Norbert Leitner kallaði aðgerðina „lýðræðislega hreinsun“ sem hefði löngu verið tímabær. Forverar hans í starfi töldu að heiðursborgaratitillinn rynni af mönnum um leið og þeir væru úrskurðaðir látnir. Svo reyndist ekki vera þegar Leitner rannsakaði málið. Bærinn Bitterfeld í Þýskalandi er einnig með Adolf Hitler á lista yfir heiðursborgara. Aðrir hafa tekið fyrrum einræðisherra Þýskalands af skrá. Borgarstjóri Bitterfeld segist ekki ætla að breyta skráningunni þar sem hún sé „sögulega rétt“. ■ 24 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR LANCÔME KYNNING Í DAG OG Á MORGUN MIÐVIKUDAG Glæsilegir seiðandi litir við öll tækifæri. Vantar þig ráðleggingar varðandi umhirðu húðarinnar? Viltu breyta förðuninni? Notaðu tækifærið og láttu snyrti- og förðunarfræðing frá LANCÔME aðstoða þig. Allir sem koma á kynninguna fá glaðning frá LANCÔME Glæsilegir kaupaukar. Vor- og sumarlitirnir 2004 Fred Farrugia Heimsæktu www.lancome.com GLERÁRTORG, AKUREYRI, sími: 461 5800 Mjódd - Sími 557 5900 FRÁBÆRT ÚRVAL AF ALLSKONAR KVENFATNAÐI, SJÓN ER SÖGU RÍKARI. VERIÐ VELKOMNAR Dramatíkin í lífi Whitney Hou-ston og Bobby Brown er orð- in það mikil að þau hafa ákveðið að breyta lífi sínu í sjónvarps- þáttaseríu. Hjónin bætast því í hóp þeirra stjarna sem sam- þykkja að hleypa sjónvarpstöku- fólki inn í líf sitt fyrir peninga. Hjónin byrjuðu að skrásetja líf sitt á þennan hátt þegar vandræði þeirra urðu sem mest í von um að geta selt myndefnið fyrir háar fjár- hæðir. Bobby var nýlega sleppt úr fang- elsi eftir að hafa verið dæmdur fyr- ir að greiða ekki fyrstu barnsmóður sinni meðlag í mörg ár. Söngvarinn lét taka upp öll réttarhöldin og þeg- ar hann var sendur í steininn. Talsmenn Whitney segja hug- myndina hafa alfarið verið hans en að hún styðji eiginmann sinn í einu og öllu og taki þess vegna viljug þátt í verkefninu. Síðustu vikuna hefur tökulið fylgt fjölskyldunni eftir hvert fót- mál, bæði á veitingahúsin og í einkasamkvæmi. Whitney skráði sig nýverið á meðferðarstofnun en stoppaði stutt. Að þessu sinni barðist hún við fíkn á verkjalyfj- um en áður hefur hún leitað sér hjálpar í baráttu sinni við kókaín, maríjúana og áfengi. ■ WHITNEY HOUSTON Hefur ekki átt sjö dagana sæla. Breyta lífi sínu í sjónvarpsþátt BOBBY BROWN Tukthúslimurinn Bobby Brown hefur ákveðið að græða á allri dramatíkinni í kringum sig. PIXIES He took his sister from his head And then painted her on the sheets And then rolled her up in grass and trees And they kissed ‘till they were dead This ain’t no holiday But it always turns out this way Here I am, with my hand Black Francis, söngvari Pixies, var ekki feiminn við að syngja um sjálfsfróun í laginu The Holiday Song af fyrstu plötu Pixies, Come on Pilgrim, frá árinu 1987. Popptextinn ADOLF HITLER „Nein, Schweinhund!“. Hitler virðist ekkert allt of sáttur við það að hafa verið strípaður heiðursborgaratitlinum. Fréttiraf fólki Hitler missir heiðursborgaratitil ■ Bærinn Haslach í Austurríki tekur Hitler af lista yfir heiðursborgara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.