Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 12
FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s 12 6. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Bandaríkin PÁFINN VEITIR BLESSUN SÍNA Jóhannes Páll páfi II blessar unga stúlku á sérstakri ungmennasamkomu á vegum kaþ- ólsku samtakanna Opus Dei í Vatíkaninu. Lífeyrisuppgjör ríkis og borgar: Borgin fær þrjá milljarða LÍFEYRISMÁL Ríkið og Reykjavíkur- borg hafa náð samkomulagi um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna starfsfólks þeirra stofnana sem ríki og borg reka í samein- ingu. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og Þórólfur Árnason borga- stjóri undirrituðu samkomulagið í gær. „Við erum mjög ánægð með þessa undirskrift,“ segir Þórólfur Árnason, borgarstjóri. Mikil og flókin reiknivinnu liggur að baki við greiningu starfsemi sam- rekstrar ríkis og borgar að sögn borgarstjórans. Niðurstaðan er sú að ríkið greiðir 2,9 milljarða króna til borgarinnar. „Með samkomu- laginu er einnig lagður grunnur að árlegu samkomulagi um lífeyris- skuldbindingar hvers árs eins og þær verða til héðan í frá.“ Samkomulagið nær til lífeyris- skuldbindinga starfsfólks stofnana á borð við Borgarspítalann, Gjald- heimtuna í Reykjavík og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. „Þetta er hreingerning í lífeyrismálum sem er táknræn,“ segir Þórólfur. Hann segir þetta samkomulag enn eitt samskiptamálið milli ríkis og borgar sem gengið er frá. „Það er mjög gott samstarf ríkis og borgar núna og ég hef fundið mikinn vel- vilja frá ráðherrum til að ganga frá málum.“ ■ Harðir bardagar geisa í hverfum sjía-múslima: Hernámsliðið eignast nýja óvini BAGDAD, AP Harðir bardagar hafa geisað í Bagdad og víðar í Írak í tengslum við mótmælaaðgerðir stuðningsmanna sjíta-klerksins Muqtada al-Sadr, sem er harður andstæðingur bandaríska her- námsliðsins. L. Paul Bremer, land- stjóri Bandaríkjanna í Írak, segir að al-Sadr ógni öryggi íraskra borgara og hefur bandaríska her- námsliðið nú gefið út handtöku- skipun á hendur honum. Átökin síðustu daga hafa kost- að á sjöunda tug mannslífa. Blóð- ugustu bardagarnir geisuðu í Sadr-hverfinu í Bagdad á sunnu- dag en þá féllu átta bandarískir hermenn, einn frá El Salvador og á fjórða tug Íraka þegar stuðn- ingsmenn al-Sadr hófu skothríð á götum úti. Óeirðirnar brutust út að nýju í al-Shoala-hverfinu í gærmorgun. Stuðningsmenn al-Sadrs lentu þar í útistöðum við bandaríska herinn sem sveimaði yfir hverfinu í þyrl- um á meðan skotbardagar geisuðu á jörðu niðri. Einnig kom til átaka milli vígamanna og breskra her- manna í borginni Basra í suður- hluta Íraks. Að minnsta kosti 613 banda- rískir hermenn hafa fallið í Írak síðan innrás Bandaríkjamanna og Breta hófst fyrir rétt um ári síð- an. Hingað til hefur hernámsliðið einkum mætt mótspyrnu frá súnní-múslimum en síðustu daga hafa það verið sjíta-múslimar sem hafa efnt til óeirða og ráðist gegn hermönnum. Þrátt fyrir að að ekk- ert lát hafi orðið á andspyrnunni í Írak segir George W. Bush Banda- ríkjaforseti að enn sé stefnt að því að færa völdin í Írak í hendur heimamanna fyrir 30. júní. ■ Vinnueftirlitið: Rannsókn lokið vegna banaslyss LÖGREGLUMÁL Rannsókn Vinnu- eftirlitsins á tildrögum þess að ungur starfsmaður Arnarfells lést við Kárahnjúka þegar grjóthnull- ungur féll á hann er lokið. Niður- stöður verða þó ekki gerðar opin- berar að svo stöddu enda fer mál- ið áfram til lögreglu sem hefur mun víðari rannsóknarheimildir en Vinnueftirlitið. Heimildir blaðsins herma að alvarlegar athugasemdir séu gerðar í skýrslu þeirri sem Vinnueftirlitið sendi lögreglu. ■ MANNABEIN Í RÚANDA Fimm þúsund manns voru myrt í þessari kirkju. Fjöldamorðin í Rúanda: Tíu ár liðin RÚANDA, AP Tíu ár eru liðin frá því að fjöldamorðin í Rúanda hófust. Vegna þess stendur þar yfir ráð- stefna sem á að opna augu heims- ins fyrir þeim hörmungum sem gengu þar yfir í því skyni að forða því að þær endurtaki sig. Í opnunarræðu ráðstefnunnar sak- aði forseti Rúanda, Paul Kagame, alþjóðasamfélagið um að hafa brugðist ábyrgð sinni. Alls voru yfir hálf milljón manna og kvenna myrt í Rúanda á hundrað dögum árið 1994. ■ FJÁRSVIKAMÁL Í FRELSISSTYTT- UNNI Rannsókn stendur yfir á meintum svikum vegna viðgerðar á Frelsisstyttunni í Bandaríkjun- um. Góðgerðastofnun sem sér um að safna fjármunum til viðgerða á þessu heimsfræga minnismerki er gefið að sök að hafa dregið að sér fjármuni sem gefnir voru í góðgerðaskyni. Frelsisstyttan hefur verið lokuð gestum frá 11. september 2001 en vonast er til að náist að safna fyrir viðunandi öryggisgæslu svo hægt sé að opna hana á ný í sumar. HÁAR FJÁRHÆÐIR TIL FÓRNAR- LAMBA Í KYNFERÐISAFBROTA- MÁLI PRESTS Sátt hefur náðst í máli prests í Boston sem sakaður hefur verið um að hafa ítrekað nauðgað drengjum. Fjögur meint fórnarlömb hans höfðuðu málið á hendur honum. Ekki er vitað hvaða upphæð presturinn þarf að greiða fjölskyldum fórnar- lambanna en víst er að um veru- legar fjárhæðir er þar að ræða. MEÐ BÁÐAR HENDUR LAUSAR Þótt forsetaframbjóðandi Demókrata, John Kerry, sé ný- kominn úr aðgerð á öxl, virtist hann ekki af baki dottinn í kosn- ingabaráttunni. Hann sat messu í Boston og nýtti tækifærið til að saka forsetann um óraunhæfa efnahagsstefnu. Hann var ekki með höndina í fatla og tók meðal annars í höndina á fólki með hægri hendinni sinni þrátt fyrir að læknir hans hefðii ráðlagt hon- um að hvíla hana. STUÐNINGSMENN SJÍTA-KLERKSINS Stuðningsmenn sjíta-klerksins Moqtada Sadr yfirtóku stjórnarbyggingar í Basra. SAKLAUSIR ÁHORFENDUR Írösk börn að leik í Sadr-hverfinu í Bagdad. Meirihluti íbúa hverfisins eru sjíta-múslimar. UPPGJÖR LÍFEYRIS Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Þórólf- ur Árnason borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um uppgjör lífeyris starfs- manna stofnana sem borgin og ríkið reka í sameiningu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.