Fréttablaðið - 06.04.2004, Blaðsíða 18
Plástur í stað sprautu Hingað til hefur tíðkast að gefa fólki verkjastillandi morfínlyf í æð eftir skurð-
aðgerðir. Í nýjasta hefti vísindatímaritsins JAMA er birt grein þar sem sýnt er fram á að sami
árangur fæst með verkjastillandi plástri sem inniheldur morfín-skylda efnið fentanýl.
Þessi leið er betri en dæling í æð að því leyti að sjúklingurinn er ekki bund-
inn við slöngu og dælu, sem hindra hreyfanleika hans.
A Q U I S
Handklæði
* Létt
* Fyrirferðalítil
* Þurrka vel
* Þorna fljótt
* Endast vel
Útsölustaðir:
Sport- og útivistaverslanir
um land allt
Frábær fermingargjöf - Frábær í ferðalagið
Dreifing:
Daggir s: 462-6640
Þar sem þú getur treyst á gæðin
YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082
Lífrænt ræktaðar vörur
Góð heilsa, andleg sem líkamleg,
verður seint metin til fullnustu.
Það finnum við best þegar eitt-
hvað hrjáir okkur. Svæðameð-
höndlun er áhrifaríkt meðferðar-
form sem virkjar lækningamátt
líkamans og stuðlar að alhliða
jafnvægi og vellíðan. „Taugaend-
ar sem orkurásir liggja frá öllum
líffærum og líkamshlutum og
niður til handa og fóta. Iljum og
lófum má þannig líkja við landa-
kort líkamans, en svæðameðferð
byggir á þrýstimeðhöndlun
svæða sem tengjast líffærum og
líkamshlutum,“ segir Þórgunna
Þórarinsdóttir, svæðameðhöndl-
unarkennari. „Þjálfaður svæða-
meðferðaraðili finnur spennu,
þykkildi eða eins og litlar agnir,
þegar þrýstimeðferð er beitt á
svæði. Ávinningurinn er afar góð
slökun og eflir lækningarmátt
líkamans, sem vinnur best í friði
og ró.“ Fagmaður greinir oft
kvilla með því að þreifa iljar, án
þess þó að mega sjúkdóms-
greina. Slíkt segir Þórgunna ein-
ungis í höndum lækna. „Mildar
læknisaðferðir má oft reyna,
áður en fólk leitar lækninga á
sterkum lyfjakúrum. Fyrir kem-
ur þó að við greinum líkamlegt
ójafnvægi og við bendum fólki
þá hiklaust á að leita læknis.“
Hefur Þórgunna sjálf greint
sjúkdóma, sem engin vitneskja
var um fyrir meðferð? „Já, til
mín kom kona fyrir nokkrum
árum sem kenndi sér meins, þeg-
ar ég snerti á svæði skeifugarn-
ar. Hún fann svo til, að hún baðst
undan frekari snertingu. Ég
benti henni á að leita sér læknis
strax, sem fann ekkert að kon-
unni. Hún kom aftur til mín og
hvatti ég hana til að leita álits
annars læknis. Áður en til þess
kom sprakk skeifugörnin og varð
að sækja hana með sjúkrabif-
reið. Þarna hefði viðbragðsflýtir
fagmanns breytt öllu.“ Þórgunna
segir svæðameðferð vera fyrir-
byggjandi og svo eitt besta lækn-
inganudd sem völ er á. „Eftir
nokkur meðhöndlunarskipti er
viðnám orðið minna. Fólk fer þá
að finna fyrir úthreinsunarein-
kennum, bættri líðan og fer að
sofa betur.“
„Ég er kennari að mennt og
kenni reyndar leiklist í
kennslu við Kennarahá-
skóla Íslands. Ég
hef alltaf verið
meðvituð um
beitingu líkam-
ans en í dag fer
mikinn hluti
vinnu minnar
fram við tölvuna
og þannig hefur
mér tekist að við-
halda vöðvabólgu í
herðum og hálsi.“ segir
Anna Jeppesen, en
hún hefur um árabil
sótt tíma í svæða-
meðferð, eða allt frá
því Þórgunna Þórar-
insdóttir, svæða-
meðferðaraðili
sneri aftur
úr námi frá
Danmörku,
fyrir rúmum
áratug. Með-
ferðin gagnað-
ist Önnu það
vel, að hún
hefur hitt Þór-
gunnu reglulega
frá þeirra fyrs-
ta fundi. En
hversu oft þykir
Önnu hæfilegt í
dag? „Ég hitti Þór-
gunnu á hálfsmán-
aðarfresti. Ég er
ekki pestargjörn að
eðlisfari, en Þórgunna tekur
ávallt á þeim hluta iljanna sem
tengjast ónæmiskerfinu. Og ég
hef oft hugsað um þetta gegnum
árin, hvort svæðanudd hennar
hafi, þegar upp er staðið, við-
haldið minni góðu heilsu og varið
mig gegn umgangskveisum. Í
mínum huga stendur Þórgunna
og hennar svæðameðferð fyrir
líkamlegu viðhaldi mínu og
hjálpar mér afdráttarlaust í dag-
legu lífi. Svæðameðferð hennar
og sú meðhöndlun sem ég hef
fengið hjá Þórgunnu styður við
bakið á mér, í víðtækum skiln-
ingi þeirra orða. Ég verð að við-
urkenna að náist ekki samkomu-
lag um tíma, vegna anna okkar
beggja, finnst mér sem einhvern
mikilvægan þátt vanti í daglegt
líf mitt.“
Ónæmiskerfið tekið í einum rykk:
Engar flensur, takk.
Anna Jeppesen „Viðheld
minni góðu heilsu með
svæðameðferð.“
Svæðameðhöndlun virkjar lækningamátt líkamans:
Landakort líkamans í
góðum höndum
Þórgunna Þórarinsdóttir
Líkami manneskjunnar er
sannkallað undraverk.